Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 68

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 68
KULNUN (E. BURNOUT) HEFUR VERIÐ TALSVERT Í UMRÆÐUNNI SÍÐAST- LIÐIN ÁR OG MIKIÐ UM HANA RÆTT OG SKRIFAÐ. Þ að er mikilvægt þegar rætt er um menn og málefni að ákveðin sam- staða sé um skilgreiningar á því sem átt er við, þó vissulega geti verið skiptar skoðanir um málefnið. Umræður geta verið af hinu góða og mikilvægt að opnað sé á samtalið og fólk hvatt til að segja frá sér, sinni líðan og högum. Þegar umræða verður mikil og skilgreiningar óljósar getur það gerst að fleiri spegla sig í því sem um er rætt. Og jafnvel aðilar með alvarleg einkenni annars vanda sem mikilvægt er að veita viðeigandi meðferð við. Því er gott að staldra við og skoða hvort við séum á réttri leið, hvort við séum eins sammála og hægt er hverju sinni um grunn skilgreiningar og hvað rannsóknir segja okkur. Það er vænlegra til árangurs að afmarka, skýra og skilgreina þá þætti sem vinna þarf með hverju sinni fremur en að vísað sé til mjög almennra og jafnvel óljósra skýringa á vanda einstaklinga. Skilgreiningar eru því ávallt mikilvægar þegar mæta á vanda á sem árangursríkastan hátt. Sömu einkenni geta verið birtingamynd mismunandi vanda og jafnvel verða að koma fram svo greiningarviðmiðum sé mætt, þó einkenni geti ein og sér ekki sagt alla söguna. Þunglyndi og kulnun í starfi geta bæði lýst sér í orkuleysi og þreytu svo nefnt sé dæmi1. Þannig geta einstaklingar með mismunandi vanda haft svipaðar hindranir þegar kemur að vinnu. Þegar verið er að skoða samspil ákveðinna aðstæðna, til dæmis vinnu og heilsu fólks, þarf að vera skýrt hverjir geti aðstoðað og dregið úr neikvæðum áhrifum. Þegar vinnustaður á hlut að máli er mikilvægt að hann komi þar að, en einnig að þegar hann er ekki hluti af vandanum sé leitað annarra viðeigandi leiða. Hvað er kulnun? Samkvæmt flokkunarkerfi (ICD-11) Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er kulnun skilgreind sem svo: „Kulnun er heilkenni sem er afleiðing lang- varandi streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Einkenni kulnunar eru á þremur víddum: 1) Orkuleysi eða örmögnun; 2) Andlega fjarverandi í vinnu, neikvæð viðhorf eða tortryggni tengd vinnustað; 3) Minni afköst í vinnu. Kulnun vísar til fyrirbæris í tengslum við vinnuumhverfið og ætti ekki að nota til að lýsa reynslu á öðrum sviðum lífsins.1” ÞRÓUNARVERKEFNI VIRK KULNUN Í STARFI BERGLIND STEFÁNSDÓTTIR OG GUÐRÚN RAKEL EIRÍKSDÓTTIR sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK 68 virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.