Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 69

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 69
 VIRK Algengt er að hugræn færni (e. cognitive functions) breytist og fólk lýsir minnis- og athyglisvanda, erfiðleikum með að ná utan um flókna hluti og hægara hugarstarfi en áður2,3. Í ICD-11 kemur einnig fram að ákveðnar raskanir séu undanskildar (e. exclusion), svo ef slíkar greiningar eiga betur við vanda viðkomandi þá mögulega er flokkunin á kulnun ekki viðeigandi. Þessar raskanir eru; Aðlögunarröskun (e. adjustment disorder (6B43)), raskanir tengdar streitu (e. disorders specifically associated with stress (6B40-6B4Z)), kvíði eða óttatengdar raskanir (e. anxiety or fear-related disorders (6B00-6B0Z)) og lyndisraskanir (e. mood disorders (6A60- 6A8Z))1. Í ársriti VIRK 2020 er fjallað ítarlega um ofangreinda skilgreiningu, flokkunarkerfi WHO og helstu breytingar sem nú er verið að gera á skilgreiningunni4. Þegar vísað er til kulnunar hér eftir er því verið að fjalla um hana sem kulnun í starfi. sem verkefnastjóra að aðlaga verklag VIRK að nýrri skilgreiningu WHO, móta farveg þessara mála í starfsendurhæfingu, skoða hvernig við tryggjum að einstaklingur fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma, afla upplýsinga um hópinn miðað við nýja skilgreiningu og dýpka þar með þekkingu á málefninu. Ljóst er að um flókið fyrirbæri er að ræða og enn er mörgum spurningum ósvarað. Athyglisvert væri að ná betur utan um þann hóp sem leitar til VIRK vegna kulnunar í starfi, skoða nánar hvað einkennir hann og hvernig best er að veita honum þjónustu. Í framhaldinu væri áhugavert að skoða hvort hægt sé að bera kennsl á helstu viðvörunarflögg sem einstaklingar og vinnustaðurinn gætu verið vakandi fyrir og þá hvenær þessi einkenni gera vart við sig í vinnu. Einnig er því velt upp hvort raunhæft sé að gera greinarmun á streitu í vinnu og einkalífi og hversu vel er hægt að greina á milli kulnunar í starfi og annars heilsufarsvanda. Þarna kemur að gríðarlega samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Sjáum við fram á öflugt rannsóknarstarf og að aukin þekking muni skila sér bæði á vinnumarkaðinn og út í samfélagið sjálft. Með þeim breytingum sem nú verða á skilgreiningu WHO á kulnun eru vinnustaðirnir kallaðir með beinum hætti að borðinu. Í framhaldinu er því þarft að skerpa á hver sú aðkoma ætti að vera þannig að hún sé bæði einstaklingum og vinnustöðum til hagsbóta. Aðkoman þarf ávallt að vera á réttum forsendum og þannig að báðir aðilar hafi í raun með vandann að gera. Nú nýlega var sett á laggirnar formlegt rannsóknasamstarf VIRK og Háskólans í Reykjavík varðandi kulnun í starfi. Er ætlunin að efla enn frekar rannsóknir á heilkenninu og leitast við að svara þeim fjölmörgu spurningum sem enn vantar svör við. Þetta samstarf er hugsað sem upphaf rannsókna og þróunar á málefninu hérlendis en ekki síður sem mikilvægur vettvangur aðkomu ýmissa aðila er málið getur varðað. mikilvægu atriði. Til þess að geta komið til móts við einstaklinga og aðstoða með þann vanda sem hefur áhrif á vinnufærni þarf að kortleggja vel undirliggjandi heilsufarsvanda, hvað hindrar og síðast en ekki síst hvar styrkleikar einstaklingsins liggja. Í kjölfarið að finna árangursríkar leiðir til að aðstoða. Með því að veita viðeigandi þjónustu á réttum tímapunkti er verið að draga úr líkunum á því að vandinn verði jafnvel alvarlegri. Í sumum tilfellum er vinnan verndandi þáttur ef álag og streita er á öðrum sviðum lífsins. Þá þarf að skoða vel hvort hægt sé að bregðast við þeim vanda sem er til staðar með öðrum hætti heldur en að ráðleggja fjarveru fólks af vinnumarkaði. Að því sögðu er ávallt litið til þess að þarfir einstaklinga sem leita til VIRK geta verið gríðarlega mismunandi. Samstarf við Háskólann í Reykjavík Í ljósi margra ósvaraðra spurninga er mikil- vægt að ná vel utan um heilkennið sem kallast kulnun og er nú skilgreint á þennan hátt Heimildir 1. World Health Organization (2019). International statistical classification of diseases and related health problems (11th ed.). Sjá á síðu: https://icd.who.int/ 2. Ellbin, S., Engen, N., Jonsdottir, I.H. & Nordlund, A.I.K. (2018). Assessment of cognitive function in patients with stress-related exhaustion using the Cognitive Assessment Battery (CAB), Journal of clinical and experimental neuropsychology, 40(6), 567-575. 3. Kulikowski, K. (2020): Cognitive abilities - a new direction in burnout research, European Journal of Work and Organizational Psychology, DOI: 10.1080/1359432X.2020.1841284 4. Berglind Stefánsdóttir (2020). Skilgreining á kulnun samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Ársrit VIRK um starfsendurhæfingu (2020), 70-71. Inntaka Gagnaöflun Aðstoð Þekkingaröflunog miðlun Áhrif á umhverfi og samfélag Þróunarverkefni VIRK Haustið 2020 var sett af stað þróunar- verkefni innan VIRK tengt kulnun og undirrituðum var falin verkefnastjórn þess. Markmið verkefnisins er að byggja upp dýpri þekkingu á fyrirbærinu kulnun í starfi líkt og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir það og lýst hefur verið hér að ofan. Nýja skilgreiningin og skarpari viðmið kalla á breytta verkferla og aðlögun á starfsemi VIRK þegar kemur að þessum vanda. Almennt séð er hugtakið kulnun gjarnan notað í víðri merkingu líkt og áður var gert í flokkunarkerfinu sem uppfærð útgáfa mun leysa af hólmi. Því er orðið enn mikilvægra að skoða vel hvort aðstæður og álag í vinnu hafi áhrif eða hvort vandinn sé betur skýrður á annan hátt. Þróunarverkefnið hófst á sama tíma og ákveðnar innanhússbreytingar áttu sér stað innan VIRK. Breytingarnar fólu í sér tilurð þriggja nýrra og þverfaglegra teyma sem meðal annars halda utan um afgreiðslu beiðna sem berast til VIRK. Kulnunarverkefnið fellur undir eitt þessara teyma og í dag eru helstu verkefni okkar 69virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.