Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 71

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 71
 VIÐTAL Má hver sem er koma í móttökuna? spyr blaðamaður. „Stundum kemur hingað fólk af götunni, sem er ekki í þjónustu hjá VIRK, til að leita sér upplýsinga. Við útskýrum hvernig ferlið fer fram og beinum því svo til læknis ef það vill sækja um þjónustu hjá VIRK. Núna eru færri á ferli en venjulega. Það gerir ástandið vegna Kóvid-19. Um tíma, í fyrstu bylgjunni, unnum við allar heima. Það gekk allt saman vel fyrir sig. Við skipulögðum okkur vandlega og það skilaði sér. Í þriðju bylgjunni í haust var almennri móttöku lokað hér um tíma, við vorum þá fljótar að komast í heimagírinn aftur, þær sem þess þurftu.“ Að sögn kvennanna starfa í móttökunni að jafnaði tveir þjónustufulltrúar í fullu starfi og tveir í hlutastarfi. Á fyrstu hæð er móttaka VIRK og einnig á fjórðu hæðinni. „Við höfum starfað tvær og tvær saman á hvorum stað en undanfarna mánuði hefur móttakan á fjórðu hæðinni verið alveg lokuð vegna faraldursins. Nú er breytinga að vænta. Starfsemi VIRK flytur senn í Borgartún 18 og þá verðum við á einni hæð í móttökunni þar,“ segir Ellen María. Samstarfskonurnar segjast hlakka til að fá að vinna allar saman á sömu hæðinni. „Það verður ábyggilega gaman. Við þjón- ustufulltrúar sinnum tveimur til þremur símaskiptiborðum. Við fáum allskonar fyrir- spurnir sem gerir vissulega þær kröfur að við séum vel inni í hinum ýmsu þáttum fjölbreytilegrar starfsemi VIRK. Við þurfum jafnvel að hafa upplýsingar um aðrar stofnanir, til dæmis Tryggingastofnun. – Við höfum margt á okkar könnu, jafnvel að panta flug fyrir sérfræðinga og þjónustuþega sé þörf á slíku,“ segir Hanna Björk. Reynum að vera bakhjarlar Getið þið leyst úr öllum spurningum sem til ykkar er beint? „Næstum því – en af og til kemur þó upp eitthvað nýtt og þá er bara að segja: „Augnablik“ – og fara svo að skoða málið og jafnvel leita upplýsinga í okkar kerfum eða á netinu. Fólkið sem kemur eða hringir í móttöku VIRK telur að við sem störfum hér hljótum að hafa svör við flestu,“ segir Hanna Björk. Samstarfskonur hennar samsinna þessum orðum. Allar hafa þær greinilega lent í slíkum kringumstæðum. Hvað gerið þið ef fólkið sem til ykkar leitar er ekki sátt? „Við höfum tileinkað okkur ákveðið verklag. Við reynum að greina vanda og hjálpa eftir bestu getu í þeim málum sem að okkur snúa. Bæði gagnvart þeim sem hingað koma og einnig þeim sem hringja – ef það dugar ekki höfum við samband við sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Við lokum ekki móttökunni og við skellum aldrei á,“ segir Hanna Björk. Samstarfið í hópnum er gott Fáið þið handleiðslu hjá sérfræðingum ef þörf er á? „Við getum fengið handleiðslu en þess ger- ist sem betur fer sjaldan þörf. Samstarfið milli okkar fjögurra sem vinnum saman í móttökunni er gott þótt við séum vissulega gríðarlega ólíkar. Við höfum allar ákveðna styrkleika en auðvitað einhverja veikleika líka. Einmitt af því við erum svona ólíkar þá getur orðið töluverð sveifla í samskiptunum. En ef eitthvað kemur upp innan okkar hóps sem þarf að ræða þá erum við ekki feimnar við það,“ segir Kamilla Hildur og lítur til samstarfskvennanna. Þær kinka kolli samsinnandi. „Við þekkjumst vissulega orðið ansi vel og erum í raun samheldinn hópur enda erum við mest saman hér í móttökunni – þar er okkar staður,“ bætir Kamilla Hildur við. Eruð þið með „allt á hreinu“ sem gerist innanbúðar hjá VIRK? spyr blaðamaður. „Það má segja það – allavega allt sem lýtur að starfseminni sem slíkri og hverjir eru við störf hér á hverjum tíma og annast verktöku. Undanfarið ár hefur óneitanlega verið áskorun. Margt er breytt frá hinum venjulegu kringumstæðum. En segja má að þetta hafi gengið glimrandi vel. Við tökum á móti öllum þeim sem þurfa að komast í mat hjá sérfræðingum,“ segir Kristín Bjarnadóttir. „Hjá VIRK starfa fastráðnir sérfræðingar og einnig verktakar. Við þurfum að sjá um að tengja þá saman sem þess þurfa. Hingað leita margir af erlendum uppruna en VIRK pantar túlkaþjónustu þegar slíkrar þjónustu gerist þörf. Núna, á Kóvidtíma, hafa túlkar oft þurft að hringja í viðkomandi þjónustuþega héðan, þá er keypt bæði símaþjónusta og Hér ríkir starfsgleði, ys og þys. Enginn dagur er eins. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Við erum stoltar af að vinna hjá VIRK sem er frábært fyrirtæki og gerir mikið gagn.“ Smám saman hefur myndast við borðið mikil samkennd sem lýsir sér í svipbrigð- um og skilningsríkum brosum kvennanna, þetta er augljóslega reynsla sem þær eiga sameiginlega. Þær segjast hafa sótt nám- skeið og yfirmenn sjái til þess að upplýsingar um breytingar í starfseminni skili sér til þeirra fljótt og vel. „Stundum hjálpumst við að þegar um er að ræða erfið símtöl. Leysum hvor aðra af þegar okkur finnst það hjálpa þeim sem við eigum samskipti við. Það gefur viðmælendum okkar tilfinningu fyrir að verið sé að gera það sem unnt er og þannig er það líka – jafnvel þótt svörin séu keimlík. Við reynum að vera bakhjarlar hver fyrir aðra ef þörf krefur,“ segir Kamilla Hildur. 71virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.