Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 72

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 72
túlkaþjónusta svo einstaklingurinn sem um ræðir geti svarað spurningalistum og þess háttar. Þetta hefur allt gengið prýðilega. Þegar verst gegndi var aðeins hægt að taka á móti einum í einu hér inni vegna takmarkanna. Þeir sem koma þurfa að gæta sóttvarna, spritta sig og setja á sig grímu. Allt hefur þetta verið fremur tafsamt en gengið þó,“ segir Kristín. Allt gert til að auðvelda starfið í móttökunni Hafið þið verið áhyggjufullar vegna heilsu ykkar sjálfra? Allar fjórar þvertaka fyrir slíkt. „Alls ekki, við höfum gætt okkar vel, notað handþvott, spritt og grímur. Á okkar verksviði hefur einnig verið að sjá um að sótthreinsa og undirbúa fundarherbergi og fleiri rými fyrir notkun. Við tökum líka fram við fólk sem hefur samband að það megi alls ekki koma ef það er með flensulík einkenni. Ætli megi ekki segja að hér hafi verið meira umstang en venjulega er,“ segir Hanna Björk. Hafið þið sloppið við Kovidsmit? „Já. Við höfum reyndar farið í sýnatöku. Haft smávægileg einkenni og þá farið í kóvidpróf eins og vera ber. Heima biðum við svo eftir svari sem reyndist neikvætt í öllum tilvikum. Síðan komum við bara aftur til starfa hér,“ segja þær. „Þess ber að geta að allt hefur verið gert hér til þess að auðvelda okkur starfið í móttökunni. Okkur hafa boðist plasthlífar, grímur, hanskar, spritt og allt það sem vörn er talin í. Við fjórar lítum hins vegar á okkur sem „eina kúlu“. Við erum ekki með grímur okkar í millum. Við gætum okkar líka vel utan vinnu, erum ekki á neinu flakki,“ segir Kamilla Hildur. Hefur aðsóknin aukist til VIRK á undanförnum mánuðum? „Nei, ekki ennþá. Allt hefur þetta stýrst af faraldrinum. Fólk fór minna til læknis eftir því sem smitum fjölgaði. Þegar smitum fækkaði óskaði fólk fremur eftir að komast í þjónustu hjá VIRK. Hins vegar má sennilega búast við fjölgun þjónustuþega þegar faraldrinum lýkur,“ segir Ellen María. Þolinmæði mikilvægasti eiginleikinn Hvaða eiginleika teljið þið mikilvægastan í ykkar starfi? spyr blaðamaður. „Þolinmæði,“ svara allar fjórar í kór og hlæja. „Gildi VIRK eru – fagmennska, virðing og metnaður – ætli megi ekki bæta þolinmæði við í okkar tilviki,“ segir Kristín. Allar eru konurnar í móttökunni vel menntaðar. Ellen María er sjúkraliði og heilbrigðisgagnafræðingur. Hanna Björk er nemi í heilbrigðisgagnafræði og söng- kennari. Kamilla Hildur er kennari og förðunarfræðingur og Kristín er ferða- fræðingur og með próf frá NTV í skrif- stofu- og tölvunámi. Þær eru sammála um að margþætt menntun geri þær sem heild skilningsríkari starfsmenn og bæta því við að vinnan í móttökunni sé bæði skemmtileg og fjölbreytt. „Hér ríkir starfsgleði, ys og þys. Enginn dagur er eins. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Við erum stoltar af að vinna hjá VIRK sem er frábært fyrirtæki og gerir mikið gagn,“ segja þessar glaðbeittu samstarfskonur – þjónustufulltrúarnir í móttökunni hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason 72 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.