Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 74
Eftir höfðinu dansa limirnir Við þörfnumst hver annars, við erum fædd til að tengjast. Eitt af því mikilvægasta sem við erum að læra á þessum COVID tímum er að allir skipta máli, að fjölbreytileikinn gerir okkur sterkari til að takast á við áskoranir lífsins. Það er merkileg upplifun að vera þátttakandi á slíkum umbrotatímum og sjá eingöngu „toppinn af ísjakanum” af þeim breytingum sem að eru í vændum. Flest erum við þó sammála um að COVID gerði það að verkum að aðlögunarhæfnin okkar var sett undir mikla pressu og tæknilega þurftum við að færa okkur fram um nokkur ár, innan nokkurra vikna. Sem leiðtogaþjálfi sé ég þessa hröðu þróun með augum leiðtogans. Það er greinilegt hvaða fyrirtæki „áttu inni” fyrir mótvindinum. Hverjir höfðu hlúð að trausti og samtali í gegnum árin, hverjir voru tilbúnir að takast á við miklar og hraðar breytingar, hverjir áttu auðvelt með að fá starfsfólkið með sér í lið. Ástæðan fyrir því að einmitt þessum fyrirtækjum tókst að takast á við mótvindinn var LEIÐTOGAHÆFNI TIL FRAMTÍÐAR forvarnir á 21. öldinni GUÐRÚN SNORRADÓTTIR stjórnendaþjálfi hjá Human Leader, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) leiðtogahæfni þeirra er stóðu í stafni. Eftir höfðinu dansa limirnir, er gamalt og gott máltæki, sem vel á við í þessu samhengi. Í þessum pistli mínum mun ég fjalla um fleiri áskoranir sem framundan eru og hvaða leiðtogahæfileikar eru hve mikilvægastir til að takast á við slík verkefni. Áskoranir framundan Það sem framundan er, á 21 öldinni, eru stöðugar, skyndilegar og oft á tíðum óundirbúnar breytingar. Leiðtogar frá öllum sviðum atvinnulífsins eru kallaðir til borðsins til að skapa vinnuumhverfi sem mætir þessum breytingum. Þeir þurfa að tryggja að þeirra vinnustaður geti sýnt frumkvæði, sveigjanleika og þrautseigju, þegar í harðbakkann slær. Þörfin fyrir vel þjálfaða leiðtoga hefur líklega aldrei verið meiri, leiðtoga sem eru vel undirbúnir fyrir hið óvænta1. Ef við lítum á nokkrar framtíðarspár, um komandi áskoranir, þá eru nokkur „þemu“ vel þekktar stærðir. 74 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.