Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 80

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 80
SIÐAREGLUR starfsfólks VIRK • Við stuðlum að því að VIRK skili samfélags- legum ávinningi með árangursríkri og mark- vissri starfsendurhæfingu sem mætir þörf- um einstaklinga og atvinnulífs. • Við vinnum af heilindum og höfum í heiðri sanngirni og heiðarleika. • Við gætum trúnaðar og þagmælsku í hvívetna og meðhöndlum trúnaðarupplýsingar af virðingu og varkárni. • Við ástundum fagleg vinnubrögð og leitumst við að bæta þekkingu okkar og færni í starfi. • Við lærum af reynslu og miðlum þekkingu til umbóta í starfsemi VIRK • Við gætum jafnræðis, forðumst hagsmuna- árekstra og misnotum ekki stöðu okkar í þágu einkahagsmuna. Starfsfólk VIRK hófst handa við að skrá siðareglur snemma árs 2020 og var þeirri vinnu að mestu lokið í desember sama ár. Ekkert eitt atvik gaf tilefni til þess að siðareglur yrðu skráðar en starfsfólk var meðvitað um að stundum koma upp tilvik í starfsemi VIRK þar sem um siðferðileg álitamál er að ræða. Siðareglurnar geta nýst sem nokkurs konar leiðarljós þegar þau tilvik koma upp. Siðareglurnar voru unnar af fjölbreyttum hópi starfsfólks í ólíkum störfum hjá VIRK og naut hópurinn leiðsagnar frá Henry Alexander Henryssyni siðfræðingi í upphafi. Þegar hópurinn var tilbúinn með drög að siðareglum voru þær kynntar fyrir starfsfólki og þeim gefinn kostur á að skila inn ábendingum. Að því loknu voru þær gefnar út. 80 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.