Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 83

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 83
 VIÐTAL „Hlutverkasetrið er virkni- og endurhæfingar- miðstöð sem býður upp á allskonar leiðir til að fólk geti haldið sér virku,“ segir Helga Ólafsdóttir. „Samstarfið við VIRK hefur verið mjög já- kvætt. Við höfum fundið mikinn velvilja frá VIRK í okkar garð. Ráðgjafar VIRK benda þjónustuþegum sínum reglulega á okkur og mættu jafnvel gera meira af því,“ bætir Helga við og hlær glaðlega. Hvenær byrjaði þetta samstarf? „Það hefur staðið í nokkur ár. Hlutverkasetrið var stofnað 2005. Fyrstu árin var megin- aðrir sjaldnar. Allt eftir óskum og þörfum viðkomandi einstaklings. Við erum tíu sem störfum hér, sumir í hlutavinnu. Einu sinni í viku eldum við mat og svo erum við svo heppin að hafa Samhjálp hér á næstu grösum. Þar er boðið upp á mat á hverjum degi. Við fáum oft mat þaðan sem kemur sér vel. Hingað eru allir velkomnir.“ Hvernig er samstarfi ykkar við VIRK háttað? „Við höfum verið styrkþegar VIRK og á móti benda ráðgjafarnir þjónustuþegum á úrræði Hlutverkasetursins. Við heyrum í ráðgjöfunum reglulega og fólk sem kemur hingað eftir ábendingu þeirra heldur sumt áfram að koma hér eftir að þjónustunni hjá VIRK er lokið. Það er mjög ánægjulegt.“ Hver er ástæða þess að fólk leitar í Hlutverkasetrið? „Ástæðurnar eru margvíslegar, stundum er fólk að leita að ákveðnum úrræðum, svo sem slökun, dansi, handavinnuklúbb sem starfar hér tvisvar í viku og þar fram eftir götunum. Sumir eru einmana og leita eftir félagsskap. Þeir finna hann hér. Allir koma á sínum eigin forsendum. Þörfin er greinilega mikil og ánægja þeirra sem koma er augljós. Við erum með ólíka hópa en samkomulagið er ótrúlega gott.“ Eruð þið með námskeið? „Nei ekki beinlínis. Oft er fólk sem kemur hingað búið að sækja mörg slík og er fremur að sækja sér félagsskap og viðhalda virkni. Hér getur fólk komið og farið að vild í lengri eða skemmri tíma. Mörgum líkar slíkt fyrirkomulag vel. Við tökum á móti fólki þar sem það er statt. Vilji fólk sérhæfðari námskeið er slíkt í boði víða annars staðar.“ Hver borgar þessa starfsemi? „Við erum með þjónustusamning við félags- málaráðuneytið sem Vinnumálastofnun heldur utan um, Reykjavíkurborg styrkir starfsemi okkar og loks höfum við sótt um Hér getur fólk komið og farið að vild í lengri eða skemmri tíma. Mörgum líkar slíkt fyrirkomulag vel. Við tökum á móti fólki þar sem það er statt.“ áherslan á endurhæfingu en þegar atvinnu- leysið jókst eftir efnahagshrunið 2008 varð ljóst að þörf fyrir virkni var mikil. Þegar vinnan er ekki lengur til staðar breytist gjarnan félagslegur veruleiki fólks til hins verra. Þá var áherslunum hér breytt og þannig hefur það verið síðan. Einkunnarorð okkar eru: „Vertu í aðalhlutverki í eigin lífi.“ Íslensk sýn ræður ríkjum innan Hlutverka- setursins en ákveðin verkefni eru að erlendri fyrirmynd. Úrræðið notandi spyr notanda er til dæmis þekkt ytra – þá spyr tilvonandi notandi einhvern sem er að nota eitthvert úrræði álits á því. Af okkar hálfu er alltaf skoðað hvað gengur vel og hvað má betur fara. Hægt er að hafa beint samband við okkur hér. Í framhaldi af því förum við með viðkomandi í kynningu á starfseminni. Hafi hann áhuga á að halda áfram fær hann skráningarblað og býðst að mæta í allt það sem hér er í boði.“ Hvað er vinsælast hjá ykkur? „Listanámskeiðið. Við erum með færa mynd- listarkennara sem fá jafnvel þá sem aldrei hafa reynt sig á þessum vettvangi til þess að teikna og mála af leikandi færni. Hingað kemur fólk á breiðu aldursbili og úr ýmsum stéttum samfélagsins. Sumir staldra stutt við, aðrir lengur. Sumir koma oft í viku en og fengið árlega styrki frá VIRK fyrir ákveðin verkefni. Við leigjum hér í Borgartúni 1, þú ættir að sjá hvað þetta húsnæði hentar okkur vel.“ Helga lætur ekki sitja við orðin tóm. Hún stendur á fætur og býður blaðamanni að skoða sig um. Greinilega er hér mjög margt í boði, ótal púslkassar eru í hillum, efni til að sauma úr með fannhvítum saumavélum handavinnurýmisins. Tölvuherbergið stendur fyrir sínu og Salurinn bíður eftir dansfólki og jógaunnendum. Herbergi eru líka til reiðu fyrir þá sem vilja hvíla sig frá dagsins önn. Allt er þarna vel um gengið og sérlega notalegt. Eldhús er í miðju húsnæðinu en frammi á gangi situr handavinnuhópurinn við prjónaskap og spjall. Við kveðjum Helgu og Hlutverkasetrið með hlýju og göngum út á gangstéttina. Sú tilfinning er góð að til skuli vera staður sem býður hverjum þeim sem vill þiggja skemmtun, fræðslu og félagsskap. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Hlutverkasetur 83virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.