Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 85

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 85
EYSTEINN EYJÓLFSSON verkefnastjóri hjá VIRK VIRK þrátt fyrir verulegar breytingar á samfélaginu þá séu karllæg vinnugildi enn kraumandi undir niðri og karlar skilgreini sjálfa sig meira en konur út frá atvinnu sinni. Reynslan sýni að karlar eigi oft erfitt með að færa líðan sína í orð, leiti sér almennt síður aðstoðar eða stuðnings í vanda og tali síður við vini sína um erfiðleika. Karlar noti stundum verk eða iðju til að einbeita sér að eða gleyma sér, sem í einhverjum tilvikum geti reyndar verið styrkleiki. Rúnar vinnur mikið með lífsstílsbreytingar í meðferð sinni og þá dugi oft betur að „konfrontera“ karla meira en konur og spyrja beinna og ágengari spurninga „og hvað ætlar þú að gera í því?“. Þórarinn Þórarinsson félagsráðgjafi og ráðgjafi VIRK hjá VR hefur mikið unnið með ungu fólki sem hvorki er í námi né vinnu. Hann telur tíðarandann, hraðann í samfélaginu, einn meginþáttinn í því að streita hafi aukist sem geti leitt til vanvirkni, sérstaklega hjá ungum karlmönnum sem eigi oft erfitt með að viðurkenna vanmátt sinn og leita sér hjálpar og eigi því frekar á hætta að festast í óvirkni fyrir framan skjáinn. Vitundarvakningar sé þörf um vanvirkni ungs fólks, mikilvægast sé að finna leið fyrir þann sem er vanvirkur og án samfélagsþátttöku til að þiggja stuðning sem hann er sáttur við og hefur trú á að henti sér. Guðmundur Jónson prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands segir að karl- mennskuímyndin hafi mótast af harð- Við karlar ættum að vera duglegri að tala um líðan okkar við hvern annan og ástvini okkar, gera minna – líta oftar upp úr vinnunni og ekki síst áhugamálunum okkar - og vera meira, gera sanngjarnari kröfur til okkar sjálfra og hreyfa okkur reglulega.“ lok bókarinnar má einnig finna gullkorn frá karlmönnum sem féllu til við vinnslu bók- arinnar og gagnleg verkefni, leiðir til lausna. Bókin er mikilvæg vegna þess að hún opnar umræðuna um karlmenn og streitu og beinir sjónum að vaxandi vandamáli sem er óvirkni ungra karlmanna sem loka sig af við tölvuna. Við sem samfélag verðum að bregðast við með skýrari hætti en gert er. Hún er ekki síður mikilvæg fyrir þær sakir að hún sýnir fram á bjargráðin og leiðirnar sem færar eru körlum sem siglt hafa í strand í lífi og starfi. Persónulega tek ég það úr bókinni að við karlar ættum að vera duglegri að tala um líðan okkar við hvern annan og ástvini okkar, gera minna – líta oftar upp úr vinnunni og ekki síst áhugamálunum okkar - og vera meira, gera sanngjarnari kröfur til okkar sjálfra og hreyfa okkur reglulega. Og vera ófeimnir við að leita aðstoðar fagfólks þegar þess er þörf. neskjulegri aðstæðum en við þekkjum. Karlmenn hafi átt að vera „þéttir á velli og léttir í lund“ og tilfinningasemi ekki átt mikið upp á pallborðið. Ekki átti að láta bilbug á sér finna og tal um streitu eða erfiðar tilfinningar talið veikleikamerki. Hann segir vinnuna enn vera stóran part af sjálfsmynd karla, þeir eyða miklum tíma í vinnunni og hún skilgreini þá miklu frekar en konur sem hafi margþættari hlutverk og tengslanet nú sem fyrr. Erfitt væri að draga beinan lærdóm af lífi forfeðra okkar sem kæmi okkur til góða, því tímarnir væru svo breyttir, nema kannski að við mættum temja okkur í auknum mæli eitthvað af seiglu og nægjusemi fyrri kynslóða, hægja á lífsgæðakapphlaupinu og reyna að lifa einfaldara lífi. Þegar karlar stranda – og leiðin í land er vel uppbyggð, fræðandi og mikilvæg bók þar sem fjölbreyttur hópur karla ræðir á ein- lægan hátt stöðu sína og tilfinningar, áföll og hvernig þeir hafa unnið sig út úr þeim. Í 85

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.