Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 43
„Við leggjum metnað
í að öll okkar verk
séu faglega unnin“
Kári – Upplýsingatækni
Við leitum að sérfræðingi til starfa í Útlána-
áhættu bankans. Hlutverk deildarinnar er að
hafa eftirlit með útlánaáhættu og veitir starfs-
fólk deildarinnar mikilvægan stuðning við
stefnumótandi ákvarðanir og rekstur.
Sérfræðingur í áhættustýringu
Nánari upplýsingar atvinna.landsbankinn.is
Sparisjóðsstjóri
Sparisjóður Suður-Þingeyinga er ein elsta
fjármálastofnun landsins en hann varð til
við sameiningu fimm sparisjóða í Suður-
Þingeyjarsýslu. Aðalstarfsstöð Sparisjóðsins
er á Laugum í Reykjadal en að auki
eru tvær starfsstöðvar, á Mývatni og á
Húsavík.
Sparisjóðurinn er sjálfseignarstofnun
sem hefur það hlutverk að stunda
svæðisbundna fjármálastarfsemi á
grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar.
Starfsemi Sparisjóðsins byggir á nálægð
við viðskiptavini, heiðarleika og trausti,
þekkingu á aðstæðum og þörfum
viðskiptavina og svæðis, hóflegum vaxta-
mun, skynsamlegum útlánum og samstarfi
við aðra sparisjóði um að hámarka
hagkvæmni og þekkingu í starfi sjóðsins.
Nánari upplýsingar á www.spar.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
Sparisjóður Suður-Þingeyinga óskar eftir að ráða fjölhæfan og reynslumikinn einstakling í starf
sparisjóðsstjóra.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir
(hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Ábyrgð og umsjón með daglegum rekstri
• Rekstrargreining og markaðssókn
• Umsjón með bókhaldi og uppgjörum
• Stefnumótun og mannauðsmál
• Greinir, mælir og hefur eftirlit með áhættu
• Samskipti við endurskoðendur sjóðsins
• Mótar markmið fyrir innra eftirlit í samráði við stjórn
• Undirbýr fundi stjórnar ásamt formanni og gefur
reglulega skýrslur
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá
og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Umsækjandi þarf að uppfylla hæfisskilyrði FME/Seðlabanka. Þekking á þjónustusvæði Sparisjóðsins er kostur. Farið verður
með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun
æskileg
• Umfangsmikil reynsla og þekking á starfsviði banka/
sparisjóða
• Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
• Þekking og reynsla af rekstri fyrirtækja
• Þekking og reynsla af stefnumótun, teymisvinnu,
breytingastjórnun og stafrænum lausnum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogafærni og skipulagshæfileikar
• Framsækni, lausnamiðuð og skapandi hugsun
• Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita
framúrskarandi þjónustu