Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 70
Skipstjórinn Lára Hrönn Pétursdóttir er með breið- firsk sjómannsgen í æðum. Í heimsfaraldrinum ákvað hún að setja Óskalög sjó- manna aftur á dagskrá á Facebook, með harmónikk- una sína að vopni. thordisg@frettabladid.is „Mér hefur alltaf liðið vel á sjó og aldrei orðið sjóveik. Ætli það sé ekki ættgengur genagalli,“ segir Lára og hlær. Hún er stödd í Bjarnareyjum á Breiðafirði, þar sem áar hennar bjuggu. „Pabbi er fæddur í Flatey en amma mín og afi, langamma og langafi í föðurætt, bjuggu hér. Ég hef því sjómannsgenin úr Breiða- firðinum og er vön því frá blautu barnsbeini að velkjast um á sjó.“ Lára er með þriðja stigs skip- stjórnarréttindi sem eru stærstu réttindin til að stýra skipum, utan herskipa og varðskipa. „Ég sigldi stórum bátum áður en ég flutti til Bandaríkjanna fyrir sjö árum. Ég var til dæmis skipstjóri á 150 manna farþegabátum og leysti af sem stýrimaður á Baldri, en foreldrar mínir stofnuðu Sæferðir 1986 og seldu það Eimskipi fyrir um sex árum síðan. Þá fengum við okkur aftur fiskibát og stundum nú strandveiðar, þar sem ég leysi eldri bróður minn af í sumar,“ upplýsir Lára, en til fróðleiks eru strandveiðar stundaðar af smá- bátum í maí, júní, júlí og ágúst og má veiða 770 kíló fisks á dag, tólf daga í mánuði, án þess að eiga kvóta. Vel giftur lífskúnstner Lára er ekki bara menntaður skipstjóri, heldur einnig sjávarút- vegsfræðingur, einkaþjálfari og klassískur söngvari. „Ég tók pungaprófið í kvöldskóla á námsárunum í Verzló og fór þaðan beint í Stýrimannaskólann því ég vildi tryggja mér góð laun til að geta borgað nám mitt í klass- ískum söng. Ég ætlaði nefnilega að verða heimsfræg óperusöngkona, söng í Óperukórnum og þar kynnt- ist ég manninum mínum. Nú er ég að dusta rykið af söngnum aftur og það er mjög gaman að vera góð í þessu þótt ég stefni ekki lengur á heimsfrægð,“ segir Lára kát. Hún segist fyrst og fremst vera vel giftur lífskúnstner sem vílar nú og dílar með hlutabréf á milli þess sem hún byggir nýtt hús handa fjölskyldunni, sem flutti aftur heim til Íslands í fyrra. „Ég er þessi óákveðna týpa sem veit ekki hvað hún vill gera þegar hún er orðin stór. Maðurinn minn, Eiríkur Sveinn Hrafnsson, er alinn upp á malbikinu og starfar í tölvubransanum. Hann stofnaði fyrirtækið GreenQloud og saman fórum við vestur um haf til að færa út kvíarnar með fyrirtækið og seldum það bandaríska fyrirtæk- inu NetApp fyrir þremur árum. Þegar Eiríkur barðist í bökkum í frumkvöðlaheiminum fór ég á sjóinn til að veiða fisk til að hafa í okkur og á, og þegar gekk vel hjá honum varð meira frelsi hjá mér.“ Í Bandaríkjunum vann Lára fyrir Vulcan, fyrirtæki Paul Allen, meðstofnanda Microsoft. „Paul stofnaði Vulcan til að leysa vandamál heimsins en græða svo- lítið á því líka. Ég kom inn í verk- efnið með mína skipstjórnar- og tölvuþekkingu til að greina ólög- legar túnfiskveiðar á alþjóðahafs- svæðum með hjálp gervitungla og ýmissa tækninýjunga,“ segir Lára, sem vann líka rannsóknir fyrir Vulcan í Brasilíu og gerði alls konar tilraunir með fiskveiðar í árósum Amazon í samstarfi við bróður sinn sem er skipstjóri og saman ráku þau fiskvinnslu þar í landi. „Það er mikið af skipstjórum og vélstjórum í fjölskyldunni minni, sem og frumkvöðlum í sjávarút- vegi. Þannig stofnuðu foreldrar mínir eitt fyrsta ferðaþjónustu- fyrirtækið á Íslandi en til að hafa eitthvað að gera yfir vetrartímann fóru þau að veiða beitukónga og ígulker.“ Lára stofnaði einnig systraklasa Sjávarklasans, Pacific North West Ocean Cluster, ásamt Þóri Sigfús- syni í Seattle, Washington. „Þar vorum við að tengja inn nýjungar og uppfæra sjávarút- veginn, allt frá Washington til Kaliforníu. Áður en allt komst á almennilegt skrið fluttum við aftur heim. Við störfum þó enn vestra, aðallega við að koma íslenskum frumkvöðlafyrirtækj- um í samband við aðila á vestur- strönd Bandaríkjanna,“ upplýsir Lára. Vildi verða partífær á nikkuna Lára segist vera alls konar, en hún er líka mjög flinkur harmónikku- leikari. „Pabbi spilar á harmónikku og þegar ég var krakki vorum við mikið í Flatey þar sem allir á eyjunni komu í húsið til okkar þar sem haldin voru harmónikku- partí og harmónikkudansleikir í samkomuhúsinu. Mér fannst það allt svo gaman og ákvað níu ára að læra á nikkuna til að verða partí- fær. Þegar ég flutti til Reykjavíkur vann ég fyrir mér með því að spila á nikkuna, spilaði með Greif- unum, dinnertónlist og fleira, og fékk borgað fyrir,“ segir Lára. Þegar kórónaveiran setti heiminn á hliðina í fyrra setti Lára á laggirnar Facebook-síðuna Óska- lög sjómanna. „Þegar bandarísk stjórnvöld settu á æ strangari útgöngubönn varð maður alveg fastur heima. Ég hafði þá lítið gripið í nikkuna en ákvað að dusta af henni rykið til að halda mér við og setti upp síð- una þar sem ég bauð upp á óskalög sem ég spilaði á harmónikkuna og taggaði viðtakendur kveðjanna við. Heimilisfólk á elliheimilinu í Stykkishólmi tók strax við sér og var duglegt að senda kveðjur og svo var hlustað á sal og myndaðist skemmtileg stemning.“ Nikkunni hennar Láru var pakkað í gám þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands en þegar nýja húsið verður tilbúið í sumar stefnir Lára á að taka upp þráðinn með Óskalög sjómanna. „Já, það sitja nokkur lög á hakanum, til dæmis situr Let it go úr Frozen á sálinni vegna þess að ég hef ekki komist í að spila það á nikkuna fyrir litla frænku. Annars þurfa óskalögin ekkert endilega að vera sjómannalög, þau er allt frá Bítlunum og Elvis yfir í Pulp, Metallica og þaðan af nýrra. Það er áskorun fyrir mig að útfæra lögin fyrir harmónikkuna og þegar ég flutti í bæinn rak ég mig á, þar var allt annar kúltúr og enginn þekkti sjómannalögin sem allir sungu hástöfum með í Flatey. Ég fagna því tækifærinu að spila allt mögu- legt annað á nikkuna.“ Lára fékk útvarpskonuna góð- kunnu, Gerði G. Bjarklind, til að lesa inn kynningu fyrir síðuna. „Gerður er í miklu uppáhaldi. Hún var lengi með óskalagaþátt sem ég hlustaði á en ég er svo hipp og kúl að hlusta á Gufuna. Þegar ég leysti af á línu- og netabátum með skóla hljómaði Gufan í útvarpinu í brúnni og þá hlustaði maður á alla áhugaverðu þættina og auðvitað ítarlegu veðurspána sem þarf að hlusta eftir á sjó.“ n Endurvakti Óskalög sjómanna á fésbókinni Lára með vænan þorsk sem hún veiddi um daginn á Breiðafirði. MYND/AÐSEND Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R EN TU N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR UMBÚÐIR & PÖKKUN ERU OKKAR FAG FERSKFISKKASSAR SEM ERU 100 % ENDURVINNANLEGIR .1 00 % RECYCLABLE.100% RECYCL AB LE CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun. Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R E N T U N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR UMBÚÐIR & PÖKK ERU OKKAR FAG FERSKFISK SAR SEM ERU 100 % END INNANLEGIR .1 00 % RECYCLABLE.100% RECYCL AB LE CoolSeal kassinn er u hverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornu skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir eiri styrk og betri einangrun. Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is P R EN TU N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR I FERSKFISKKASSAR SE ER 100 E RVI A LE IR .1 00 % RECYCLABLE.100% RECYCL AB LE CoolSeal kassinn er umhverfisvænn og því góður valkostur í stað frauðplastkassa Gámakassi, vélreistur með styrkingu í hornum skýr og góð prentun. Nýr flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun. Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllu 3 • 6 0 Akur ri • Sí i: 57 8000 • Fax: 575 8001 • www.sa hentir.is P R E N T U N .IS L Í M M I ÐA P R E N T U NUMBÚÐALAUSNIR I I I I .1 00 % RECYCLABLE.100% RECYCL AB LE CoolSeal kassi n er u verfisv nn og því góður valkostur í sta auðplastkassa Gá kassi, vélrei r eð styrkingu í hor skýr o góð pre . Nýr flug si, tvöföld langhlið se tryg eiri styrk og betri ein run. 10 kynningarblað 5. júní 2021 LAUGARDAGURSJÓMANNADAGURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.