Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 36
VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2006 en þá varð stéttarfélagið til úr samein- ingu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík. Bæði eiga yfir 100 ára sögu. johannamaria@frettabladid.is Félagatal VM telur tæplega 4.000 manns. „Við vinnum í mörgum geirum í íslensku atvinnulífi og erum með eina sextán kjarasamn- inga, meðal annars við vélstjóra á fragt- og fiskiskipum, iðnaðar- menn í raforkugeiranum, starfs- menn nýsköpunarfyrirtækja eins og Össur, Marel og marga fleiri. Þá erum við með lausan kjara- samning við fiskiskipasjómenn og svo losnuðu samningar við Ísal í Hafnarfirði um mánaðamótin,“ segir Guðmundur Helgi Þórarins- son, formaður VM. Baráttumál um lífeyrissjóð Að sögn Guðmundar stendur Félag vélstjóra og málmtæknimanna í erfiðri kjaradeilu við SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. „Nú er komið að því að okkar fólk sitji við sama borð og aðrir landsmenn í lífeyrismálum. Aðalkrafan er að fá 11,5% frá atvinnurekendum í lífeyrissjóð, en núna fáum við eingöngu 8%. Við erum jú á hluta- skiptum eins og SFS segir og vilja meina að ekki sé hægt hækka lífeyrissjóðinn nema að taka þetta annars staðar af okkar kaupi. En útgerðin hefur sýnt fram á góðan hagnað síðustu 10–12 árin, að meðaltali um 20 milljarða á ári. Fyrirtæki sem hagnast á því að nýta auðlindir þjóðarinnar eiga að okkar mati að borga góð laun. Sjómenn eru mjög útsettir fyrir mikilli örorkubyrði, þetta er erfið vinna við erfiðar aðstæður og það er ótrúlegt að menn vilji ekki leyfa okkur að sitja við sama lífeyris- sjóðsborð og aðrir. Sjálfur var ég til sjós í rúm fjörutíu ár og það veit enginn fyrr en á reynir hvað það tekur á að vera kannski 40 daga í burtu frá fjölskyldunni, endurtekið, svo árum skiptir. Oft og tíðum eru menn langt í burtu, á Rússasjó, fyrir norðan Noreg eða annað. Vinnuaðstaða er mjög erfið sem veldur því að menn eru oftar en ekki orðnir slitnari fyrir aldur fram heldur en þeir sem vinna í landi. Útgerðarmenn myndu aldr- ei ná þeim góða árangri sem þeir hafa náð nema vegna góðs mann- skapar,“ segir Guðmundur. Samstaða lykilatriði Guðmundur segir að samstaða sé lykilatriði í kjarabaráttu. „Það hefur háð stéttarfélögunum í landinu að menn vinna alltaf hver í sínu horninu við að finna upp hjólið. Ég kem í starfið sem for- maður fyrir þremur árum og hef barist fyrir aukinni samvinnu. Þar má nefna samstarf iðnaðarfélaga eins og Samiðnar og Rafiðnaðar- sambandsins sem hefur gengið mjög vel. Aftur á móti hefur óeining meðal sjómanna orðið til þess að það hefur hallað á okkar hlut í gegnum tíðina. Nú erum við í kjarasamningum með Sjó- mannafélagi Íslands og Sjó- mannafélagi Grindavíkur, en Félag skipstjórnarmanna og Sjómanna- samband Íslands eru saman. Þó það sé mikill samhljómur með þessum félögum núna tel ég að menn séu alltaf sterkari saman. Við græðum meira á því að standa saman og öðlumst sterkari samn- ingsstöðu fyrir vikið. Ástæðan fyrir óeiningunni getur verið vegna ólíkrar uppbyggingar hásetafélaganna sem eru ekki landsfélag heldur samband margra lítilla félaga. Nú hafa þeir skipst í þrjú félög sem kannski lýsir því best hvar óánægjan er mest. Aftur á móti er mun meiri samstaða innan Félags skipstjórnarmanna og VM sem eru landssamtök, en þar eru 90% starfsmanna í okkar félögum. Óeining stafar einnig af ólíkum áherslum í því hvort menn séu á línu, trolli, netum, uppsjávar- miðum eða annað og það hefur verið kúnst að gera einn samning sem passar fyrir alla þessa ólíku flokka. Það hefur tekist í gegnum tíðina, en það gerist þó alltaf þegar unnið er eftir meðaltali, að sumum verður kalt en öðrum mjög heitt.“ Þjóðin öll tapar „Við vonumst til að fá meiri með- byr í pólitíkinni. Mönnum verður tíðrætt um auðlindagjaldið en það þarf líka að gera upp á réttu fisk- verði. Ef fiskverð hækkar þá hækk- ar í kjölfarið auðlindagjaldið, laun sjómanna, hafnargjöld, skattar og útsvar og það myndu allir græða á því. VM hefur verið duglegt að benda á mikinn mun á fiskverði á uppsjávarveiðum, sem fer eftir því hvort menn eru að borga Íslend- ingum eða erlendum aðilum. Þetta kom vel í ljós í loðnuvertíðinni. Íslensk fyrirtæki keyptu loðnu af norskum skipum á næstum tvöfalt hærra verði en af íslenskum. Við höfum aldrei fengið nein rök fyrir þessu sem halda vatni og við erum mjög óánægð með að stjórnvöld hafi ekki gripið inn í þetta ástand eða krafist skýringa. Ef menn fá ódýrari fisk hér heima þýðir það líka að sjómenn tapa launum, sveitarfélög útsvari, hafnir hafnar- gjöldum og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Allir tapa. Annað mál sem við höfum verið að djöflast í er í farmanna- geiranum. Þó það séu starfræktar ferjur hér á landi þá eru engin farskip skráð hér. Eimskip og Sam- skip skrá sín farskip í Færeyjum og réttarstaða starfsmanna á þessum skipum hefur verið óljós varðandi fæðingarorlof og atvinnuleysis- bætur o.f l. Fyrirtækin hafa borgað hingað til, en menn hafa ekki beint rétt hérna heima og síður en svo í Færeyjum, þrátt fyrir að borga sína skatta þar. Þetta er náttúrlega mjög óþægileg staða að vera í. Við viljum því að farskip á Íslandi séu skráð hér.“ Miklar breytingar Guðmundur segir mikið hafa breyst í bransanum undanfarin ár. „Hér áður voru nokkrir útgerðar- menn í hverjum bæ. Í Vestmanna- eyjum og Grindavík voru stórar verstöðvar með marga báta. Með mikilli samþjöppun á kvóta, fækkun skipa og auknum afköst- um hefur starfsgildunum fækkað mikið. Núna eru þetta örfáir bátar. Vertíðarlífið og stemningin hefur mikið breyst. Þá hefur líka fækkað í frystihúsunum því það sem mannshöndin gerði áður, það gera vélar í dag. Við erum alltaf að gera þetta á færri höndum. Það er ákveðin hugsun hjá sjómönnum hjá mörgum útgerðum að það sé best að halda kjafti, hlýða og vera góður og þá er maður ekki rekinn á meðan. En við vonum að útgerðar- menn fari að ná sátt við þjóðina alla um afla og aflaverðmæti.“ Stórt spor í rétta átt Það hefur þó ýmislegt batnað til sjós á undanförnum árum. „Eitt af því eru öryggismál, en það eru orðin meira en fjögur ár síðan það varð banaslys á sjó. Þegar ég byrjaði að fara til sjós var algengt að um 15–20 manns létust árlega af slysförum á sjó en sem betur fer er það liðin tíð. Alla jafna má það þakka stærri og betri skipum en ég vil líka þakka Sæbjörgu, Slysa- varnaskóla sjómanna, sem hefur verið starfræktur síðan 1985, en frá þeim tíma fer banaslysum að fækka. Sjómenn eru nú skyldaðir á fimm ára fresti á námskeið og hefur það leitt til þess að menn spá meira í hætturnar sem eru til staðar og eru meðvitaðri um það sem þarf að gera t.d. úti á sjó í vondu veðri.“ Stórskrítið ár Síðastliðið ár hefur að sögn Guð- mundar verið mjög sérstakt. „Það var þó jákvætt að menn tóku höndum saman og settu reglur til að koma í veg fyrir Covid-smit eftir fremsta megni. Það tókst í flestum tilfellum mjög vel en því miður var frægt dæmi vestur á fjörðum á Júlíusi Geirmundssyni, sem sýndi vel að þegar menn eru margir saman lokaðir á einu skipi getur reynst strembið að halda fjarlægðarmörkum. Eitt af því sem menn gerðu til að takmarka smit var að fara nokkra túra í röð. Þá fóru menn ekki frá borði á meðan verið var að landa og höfðu ekki beint samneyti við fólk í landi til að tryggja það að fá ekki smit um borð. Þetta var auðvitað frekar skrítið og í minni þorpum horfðu menn jafnvel inn um eldhúsgluggann hjá fjölskyldunni. Það ríkti almenn sátt um að þetta væri rétt leið og menn fengu svo lengri frí á móti. Það tókst vel að halda smitum frá og við erum mjög ánægð með þetta samstarf. Vegna samkomutakmarkana hefur ekki verið haldið hátíðlega upp á sjómannadaginn núna annað árið í röð en við vonum að á næsta ári fái dagurinn aftur sinn sess hjá þjóðinni, því það veit þjóðin öll að það er komin þörf á gott teiti,“ segir Guðmundur. n Við erum sterkari saman Guðmundur Helgi Þórarinsson tók við formannstarfi VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fyrir þremur árum. Sjálfur byrjaði hann að fara til sjós fyrir fjörutíu árum. Fréttablaðið/anton brink VELKOMIN Í SUÐURNESJABÆ HVALUR hf. Til hamingju með daginn sjómenn! 8 kynningarblað 5. júní 2021 LAUGARDAGURsjómannadagurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.