Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 78
Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Á sjómannadag er til siðs að elda eitthvað gott enda hátíðardagur. Ekkert er ljúffengara en íslenska lambalærið og ekki verður það verra hægeldað. Margir staðir á landinu verða með minni háttar hátíðardagskrá við höfnina á morgun en þó með óhefðbundnum hætti. Það er alltaf viss stemning á sjó- mannadaginn. Hafnir víða um land fyllast af lífi og fjöri. Að vísu var öllum hátíðarhöldum aflýst í fyrra vegna samkomutakmarkana. Stærstu hátíðarnar eins og Hátíð hafsins og Sjóarinn síkáti verða ekki heldur í ár. Sjóminjasafn Reykjavíkur verður opið á morgun og ókeypis er inn. Búast má við að eitthvað smálegt verði gert í sjávarþorpum landsins. Sjómenn verða heiðraðir eins og venja er á þessum degi. Sömuleiðis verður sjómannamessa tileinkuð sjó- mannadeginum og minningu sjó- manna í Dómkirkjunni á morgun. Messunni verður útvarpað á Rás 1 og hefst kl. 11. Hér er hugmynd að góðum kvöldverði á sjómannadag sem hefst á ljúffengri blómkálssúpu. Blómkálssúpa með beikoni 150 g beikon Ólífuolía 1 msk. smjör 1 laukur, skorinn smátt 3 hvítlauksrif, skorin smátt 3 gulrætur, skornar smátt 2 blómkálshöfuð, skorin í grófa bita 1 lítri kjúklingasoð 250 ml mjólk Salt og pipar Smátt skorin fersk steinselja Þessi uppskrift er mjög góð og þótt súpan sé í raun grænmetissúpa má gjarnan gera hana örlítið öðruvísi með chilli og beikoni en því má sleppa. Steikið beikonið þar til það Veisla á sjómannadaginn Hægeldað lambalæri með tilheyrandi er afar ljúffengt. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Blómkálssúpa með beikoni og chilli er svolítið öðruvísi en við þekkjum. Tiramisu er einn vinsælasti eftirréttur á Ítalíu. Hann á alltaf vel við. verður stökkt í smávegis ólífuolíu. Takið af pönnunni og setjið á eld- húspappír. Setjið smjör í pott og steikið lauk og hvítlauk. Bætið síðan gulrótum og blómkáli út í. Takið frá nokkra bita af blómkáli til að skreyta súp- una á diskunum. Setjið kjúklinga- kraftinn saman við ásamt mjólk og látið suðuna koma upp. Látið síðan malla áfram í 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bragð- bætið með salti og pipar. Setjið í skálar og puntið með beikon- og blómkálsbitum. Stráið steinselju yfir og smávegis chilli fyrir þá sem vilja meira bragð. Hægeldað lambalæri 1 lambalæri (um það bil 2½ kg) 2 tsk. salt 1 tsk. nýmalaður pipar 3 hvítlauksrif 4 kvistar ferskt rósmarín 3 dl vatn 3 gulrætur 500 g sellerírót 2 laukar 2 msk. ólífuolía Stillið grillið á 250 °C. Hægeldað lambalæri er ein- staklega bragðgott og bráðnar í munni. Passa verður þó að kjötið verði ekki ofsteikt. Nauðsynlegt er að hafa kjöthitamæli við höndina þar sem hitastig er misjafnt í ofnum. Nuddið ólífuolíu á kjötið og bragðbætið með salti og pipar. Setjið lærið inn í heitan ofninn og grillið í 8 mínútur. Takið út og stillið á blástur og 90 °C. Látið hurðina á ofninum standa opna á meðan hann kælir sig niður. Skerið hvítlaukinn í báta, gerið gat á kjötið og stingið þeim inn hér og þar. Gerið það sama með rósmarín. Skerið allt grænmetið gróft og leggið í ofnfat. Gott er að hafa auka hvítlauk og rósmarín með. Setjið kjötið ofan á grænmetið. Setjið 3 dl af vatni í botninn en þá fæst soð í sósuna. Þegar kjötið hefur náð 65 °C hita eftir um það bil 5–6 tíma er það orðið miðlungs steikt. Þegar kjötið nær 70 °C er það rúmlega miðlungs en gegnumsteikt þegar það hefur náð 75 °C. Með kjötinu er gott að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, sósu, baunir, rauðkál og hrásalat. Hugmynd að einfaldri sósu. Steikið sveppi á pönnu með hvít- lauk. Bragðbætið með salti og pipar. Þegar sveppirnir eru vel steiktir er smávegis sojasósa sett yfir þá og síðan smávegis vatn. Setjið í pott með kjötsoðinu. Því næst er rjómi og piparostur settur út í. Bragðbætið með salti og pipar ásamt smávegis paprikudufti eftir smekk. Þykkið sósuna með sósu- jafnara. Tiramisu 3 eggjarauður 3 msk. sykur 250 g mascarpone 3 eggjahvítur 0,25 tsk. salt 20 stk. Lady finger (kex) 3 dl. kalt espresso kaffi 2 msk. koníak eða amaretto líkjör 4 msk. suðusúkkulaði Þessi frægi ítalski eftirréttur er í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Hægt er að útbúa hann degi fyrr sem er þægilegt. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið mascarpone var- lega saman við. Stíf þeytið eggjahvítur með örlitlu salti. Blandið varlega saman við eggjahræruna. Setjið smávegis krem í botninn á fallegri ferhyrndri skál. Dýfið fingurkökunum í kaffið sem hefur verið blandað með koníaki eða amaretto. Leggið kökurnar yfir allt kremið. Þá kemur önnur röð af kremi og síðan kökurnar aftur. Í lokin er sett krem. Rífið súkkulaði og dreifið yfir. Geymið í ísskáp þar til borið er fram. n Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Líttu við á belladonna.is Verslunin Belladonna ZE-ZE Kjóll/pils Stærðir 38-48 Verð kr 9.990 ZE-ZE kjóll Fæst líka í bláu Stærðir 38-46 Verð kr. 9.990 ZE-ZE skyrtukjóll Fæst líka í bláu Stærðir 40-48 Verð kr. 10.990 6 kynningarblað A L LT 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.