Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 6
Samkvæmt svari
Kópavogsbæjar var
grindverkið sett upp
að beiðni eins íbúa í
götunni.
Við ætlumst til að
félögin taki til í þessum
málum hjá sér.
Kolbrún Hrund
Sigurgeirsdóttir.
Það þarf að taka til í kvenfyrirlitningu í karlaklefum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þögn ÍSÍ hefur vakið athygli í
nýjustu #metoo bylgju, enda
hafa sögur tengdar íþróttum
verið allt annað en fallegar.
Sambandið sendi loks frá
sér bréf til allra sem tengjast
íþróttastarfi á Íslandi og for-
dæmir þar allt ofbeldi í starf-
semi íþróttahreyfingarinnar.
benediktboas@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Íþrótta- og Ólympíusam-
band Íslands (ÍSÍ) ítrekar með bréfi
til allra sem tengjast íþróttastarfi á
Íslandi að sambandið fordæmi allt
of beldi í starfsemi íþróttahreyf-
ingarinnar, enda sé slík hegðun
óásættanleg og ólíðandi með öllu.
Á undanförnum vikum hefur
umræða um kynbundið of beldi
blossað upp á ný í tengslum við
#metoo. Margar frásagnir hafa birst
þar sem íþróttamenn koma við sögu
og kynferðisbrot í íþróttastarfi og
einnig hefur verið bent á að kven-
fyrirlitningu megi finna alltof víða
í karlaklefum landsins.
Margir hafa undrast þögn ÍSÍ í
þessari bylgju enda hægt að túlka
þögn sem afstöðu. Ástæðan var
ársþing sambandsins svo það náðist
ekki að koma stjórninni saman fyrr.
„Mér finnst mjög mikilvægt að
við sýnum að okkur er ekki sama
og við ætlumst til að félögin taki til
í þessum málum hjá sér,“ segir Kol-
brún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem
situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Um miðjan maí sýndi knatt-
spyrnukappinn Garðar Gunnlaugs-
son stuðning sinn í verki í viðtali í
útvarpsþættinum Lestinni á RÚV og
ræddi um hversu karllæg umræðan
í knattspyrnuklefum getur verið.
„Þar hallar oft á konur og minni-
hlutahópa. Þetta eru oft umræður
sem stjórnað er af tveimur til þrem-
ur í klefanum og hinir humma og
fylgja með og eru meðvirkir. Ég er
ekkert saklaus, búinn að vera í þess-
um heimi í 20-30 ár,“ sagði Garðar
meðal annars. Hann skoraði í kjöl-
farið á íþróttamenn og sérstaklega
fótboltamenn að stíga fram og sýna
stuðning. Enginn hlýddi kallinu.
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og
æskulýðsstarfs ÍSÍ tekur á móti
tilkynningum um atvik sem upp
koma og veitir þolendum ráðgjöf,
stuðning og fræðslu. Á heimasíð-
unni samskiptaradgjafi.is er hægt
að tilkynna um atvik sem verða
í íþróttum, fá ráðgjöf og finna
fræðsluefni tengt málaflokknum.
„Einnig leggjum við ríka áherslu
á að við öll sem að íþróttahreyfing-
unni stöndum tökum skýra afstöðu
gegn hvers kyns kvenfyrirlitningu,
áreitni og of beldi og tökum öllum
málum sem upp koma þess efnis
alvarlega. Þjálfarar og stjórnarfólk
er hvatt sérstaklega til að vinna
markvisst að því að byggja upp heil-
brigða klefamenningu sem laus er
við kvenfyrirlitningu og of beldi,“
segir í bréfi ÍSÍ.
Kolbrún bendir á að það sé gríðar-
lega mikilvægt að koma skýrum
skilaboðum út varðandi afstöðu
til kynferðisof beldis, kynbundins
of beldis og kvenfyrirlitningu.
„Okkur þykir vont að finna og heyra
nú í kjölfar annarrar bylgju #metoo
að innan íþróttahreyfingarinnar
hafi ekki alls staðar verið tekið á
þessum málum,“ segir Kolbrún. n
Kvenfyrirlitningin í karlaklefunum
fordæmd af ÍSÍ eftir skelfilegar sögur
arib@frettabladid.is
MENNING Menningarfélag Akur-
eyrar skorar á Akureyrarbæ, Sam-
tök sveitarfélaga á Norðurlandi
eystra og menntamálaráðuneytið,
að stefna á að Akureyri verði Menn-
ingarhöfuðborg Evrópu.
Samhliða því skorar Menning-
arfélagið á stjórnvöld að Þjóðar-
óperan verði með aðsetur í Hofi,
sýningar verði þó f lestar áfram í
Reykjavík.
„Þetta eru mjög háleit markmið,“
segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri Menningarfé-
lagsins. „Við sjáum þetta sem tæki-
færi til að horfa heildstætt á menn-
ingarstarf á Akureyri, fá aukin
tækifæri til erlends samstarfs og efla
þekkingu hérna á erlendu styrkja-
kerfi. Umsóknarferlið sjálft stuðlar
að framþróun í menningarmálum.“
Þreifingar hafa átt sér stað við
bæjaryfirvöld og á Þuríður ekki von
á öðru en að bærinn og nágranna-
Vilja verða Menningarhöfuðborg og fá óperuna
Þuríður Helga
Kristjánsdóttir
segir að mark-
miðin séu háleit
en allar for-
sendur séu fyrir
hendi.
HVAÐ VILTU LÆRA?
Umsóknarfrestur til 5. júní.
Skoðaðu nánar á endurmenntun.is
Opið er fyrir umsóknir í nám samhliða starfi.
Persónulegt og metnaðarfullt nám með
framúrskarandi kennurum, góðum tengslum milli
nemenda og raunhæfum verkefnum úr atvinnulífinu.
sveitarfélög fylki sér að baki
umsókninni. Næsta skref er síðan
að senda formlegt erindi til ráðu-
neytisins. Í kjölfarið yrði þá send
umsókn til Evrópusambandsins.
„Þetta er langt ferli, við værum að
stefna á að verða Menningarhöfuð-
borg Evrópu árið 2028 eða 2030,“
segir Þuríður.
Varðandi Þjóðaróperuna þá segir
Þuríður að hægt sé að nýta sam-
legðaráhrifin af annarri starfsemi
Menningarfélagsins. n
thorgrimur@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL „Þessi girðing kom
bara upp,“ segir Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í
Kópavogi, um grindverk sem reis
nýlega við enda Fagrahjalla og
veldur deilum meðal bæjarbúa.
Gagnrýnisraddir segja girðinguna
torvelda gönguleið um hverfið.
Sigurbjörg hefur efasemdir um að
staðið hafi verið að framkvæmdinni
með réttum hætti.
„Ég er í skipulagsráði og við erum
með fulltrúa í umhverfis- og sam-
göngunefnd líka, en þetta kom fyrir
hvoruga nefndina. Íbúar í hverfinu
vissu ekki af þessu fyrr en girðingin
var hálfrisin,“ segir Sigurbjörg.
Girðingin er við enda botnlanga
sem liggur af Fagrahjalla út á Fífu-
hjalla og lokar um hann göngu-
umferð. „Ég veit ekki hver hagurinn
er í þessu fyrir vegfarendur, þar sem
þeir þurfa núna að fara tvisvar yfir
götuna og alveg jafn nálægt gatna-
mótum. Öruggast hefði verið að gera
ráð fyrir vegfarendunum og setja
gangbraut.“
Sigurbjörg bendir á að börn séu
líklegust til að fara fótgangandi um
hverfið. Ámælisvert sé að staðið hafi
verið að verkinu með þessum hætti
þar sem sveitarfélagið fékk nýlega
viðurkenningu frá UNICEF fyrir
framkvæmd sína á Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt svari Kópavogsbæjar
við fyrirspurn Sigurbjargar var girð-
ingin reist að beiðni eins íbúa botn-
langans. „Mér finnst það sérstakt,
að það sé nóg að einn íbúi biðji um
þetta,“ segir Sigurbjörg.
Málið er á dagskrá skipulagsráðs
á mánudag. n
Grindverk veldur
deilu í Kópavogi
Gönguleið í botnlanga í Fagrahjalla
er nú lokuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
6 Fréttir 5. júní 2021 LAUGARDAGUR