Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 92

Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 92
er frá árinu 1958, en þá var Róska aðeins 18 ára gömul. Þann 19. júní verður Ástríður með leiðsögn um sýninguna. Sýningin stendur til 29. ágúst. Nánari upp- lýsingar um sýningarnar, leiðsagnir og viðburði er að finna á heimasíðu safnsins. Hugarheimur kvenna Sýningin á verkum Rósku er ekki eina sýningin sem verður opnuð í Listasafni Árnesinga í dag. Þrjár aðrar sýningar verða opnaðar á sama tíma. Þær eru Iðustreymi, þar sem Gjörningaklúbburinn, Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugs- dóttir, Sara Björnsdóttir og Elísa- bet Jökulsdóttir skapa áhugavert mengi. Yfirtaka er þátttökugjörn- ingur og vídeóverk Önnu Kolfinnu Kuran. Sýningarstjóri er Kristín Scheving. „Róska var okkur Kristínu ofar- lega í huga við val á listamönnum á samsýninguna Iðustreymi og verk þeirra ríma við hugar- og sköpunar- heim hennar. Róska vann mikið með konuna sem viðfangsefni. Rauðar varir eru áberandi í mörgum verka hennar og þar er sömuleiðis angist og þjáning, en einnig mikill kraftur. Hugarheimur kvenna og kvenorka eru áberandi snertifletir milli þessara þriggja sýninga,“ segir Ástríður. Hvítur, pop-up sýning Leirlistafélags Íslands vegna 40 ára afmælis þess, verður einnig opnuð sama dag og stendur til 27. júní. n Hún var afar hæfileika- rík, vann í marga miðla og steig skref sem aðrar konur þorðu ekki í karllægu samfélagi myndlistar á seinni hluta síðustu aldar. Hún gengur mjög nærri sjálfri sér í verkum sínum, segir Ástríður Magnúsdóttir sýningarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Verk Rósku, Tíminn og ég, frá árinu 1967. Afturhald, kúgun, morð frá árinu 1969. Róska – Áhrif og andagift, er sýning sem verður opnuð í dag, laugardaginn 5. júní, í Listasafni Árnesinga. Fjöl- breytt flóra verka er á sýning- unni, eftir listakonuna Rósku. Nokkur verkanna hafa ekki verið sýnd áður. Sýningar- stjóri er Ástríður Magnús- dóttir. „Ég lagði upp með það að velja verk sem mynda ákveðna sögu og sam- hengi og töluðu um leið til mín. Ég veit að þau munu tala til f leiri því verk Rósku rata mjög auðveldlega til fólks. Ég er fullviss um að á þessari sýningu mun verða spennandi sam- tal milli verka Rósku og sýningar- gesta,“ segir Ástríður. Ástríður er einlægur aðdáandi Rósku. „Verk hennar höfðu mikil áhrif á mig þegar ég kynntist þeim fyrst. Það er svo mikil gjöf þegar verk hafa þau áhrif á einstaklinga að þeir nánast finna fyrir listamanninum sjálfum, í þessu tilfelli Rósku. Það sem heillar mig mest við verk henn- ar er heiðarleikinn og það hvernig hún sameinar baráttuanda og ber- sögla frásögn. Hún gengur mjög nærri sjálfri sér í verkum sínum og maður finnur bæði fyrir hennar per- sónulegu sögu og tíðarandanum.“ Algjörlega óhrædd Ragnhildur Óskarsdóttir, alltaf kölluð Róska, var afar fjölhæfur listamaður: málari, teiknari, ljós- myndari, grafíker, leikstjóri og kvik- myndagerðarkona. „Hún var afar hæfileikarík, vann í marga miðla og steig skref sem aðrar konur þorðu ekki í karllægu samfélagi mynd- listar á seinni hluta síðustu aldar. Hún lét í sér heyra, hneykslaði, ögr- aði og heillaði,“ segir Ástríður. „Hún var undir miklum áhrifum frá evr- ópskri framúrstefnu og japanskra áhrifa gætir einnig í list hennar. Hún var pólitísk baráttukona sem vísaði iðulega í tilgangsleysi og hörmungar stríðs, eða stöðu kvenna eða minni- hlutahópa. Baráttuandinn var alltaf ríkjandi og hún var algjörlega óhrædd.“ Verkin á sýningunni eru afar fjöl- breytileg. Þar eru málverk, teikn- ingar, ljósmyndir, baráttuplaköt og silkiþrykk, klippimyndir, skissur og síðasti gjörningurinn sem Róska gerði í Nýlistasafninu árið 1996, tíu dögum fyrir andlát sitt, er sýndur í túbusjónvarpi, ásamt málverki sem hún málaði í þeim gjörningi og kall- ast Rok í Reykjavík. Það er að öllum líkindum síðasta málverkið sem hún málaði. Elsta verkið á sýningunni Baráttuandi og bersögul frásögn Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is stod2.is MENNING 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.