Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 92
er frá árinu 1958, en þá var Róska
aðeins 18 ára gömul.
Þann 19. júní verður Ástríður með
leiðsögn um sýninguna. Sýningin
stendur til 29. ágúst. Nánari upp-
lýsingar um sýningarnar, leiðsagnir
og viðburði er að finna á heimasíðu
safnsins.
Hugarheimur kvenna
Sýningin á verkum Rósku er ekki
eina sýningin sem verður opnuð
í Listasafni Árnesinga í dag. Þrjár
aðrar sýningar verða opnaðar á
sama tíma. Þær eru Iðustreymi, þar
sem Gjörningaklúbburinn, Katrín
Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugs-
dóttir, Sara Björnsdóttir og Elísa-
bet Jökulsdóttir skapa áhugavert
mengi. Yfirtaka er þátttökugjörn-
ingur og vídeóverk Önnu Kolfinnu
Kuran. Sýningarstjóri er Kristín
Scheving.
„Róska var okkur Kristínu ofar-
lega í huga við val á listamönnum á
samsýninguna Iðustreymi og verk
þeirra ríma við hugar- og sköpunar-
heim hennar. Róska vann mikið
með konuna sem viðfangsefni.
Rauðar varir eru áberandi í mörgum
verka hennar og þar er sömuleiðis
angist og þjáning, en einnig mikill
kraftur. Hugarheimur kvenna og
kvenorka eru áberandi snertifletir
milli þessara þriggja sýninga,“ segir
Ástríður. Hvítur, pop-up sýning
Leirlistafélags Íslands vegna 40 ára
afmælis þess, verður einnig opnuð
sama dag og stendur til 27. júní. n
Hún var afar hæfileika-
rík, vann í marga miðla
og steig skref sem aðrar
konur þorðu ekki í
karllægu samfélagi
myndlistar á seinni
hluta síðustu aldar.
Hún gengur
mjög nærri
sjálfri sér í
verkum sínum,
segir Ástríður
Magnúsdóttir
sýningarstjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Verk Rósku,
Tíminn og ég, frá
árinu 1967.
Afturhald, kúgun, morð frá árinu 1969.
Róska – Áhrif og andagift, er
sýning sem verður opnuð í
dag, laugardaginn 5. júní, í
Listasafni Árnesinga. Fjöl-
breytt flóra verka er á sýning-
unni, eftir listakonuna Rósku.
Nokkur verkanna hafa ekki
verið sýnd áður. Sýningar-
stjóri er Ástríður Magnús-
dóttir.
„Ég lagði upp með það að velja verk
sem mynda ákveðna sögu og sam-
hengi og töluðu um leið til mín. Ég
veit að þau munu tala til f leiri því
verk Rósku rata mjög auðveldlega til
fólks. Ég er fullviss um að á þessari
sýningu mun verða spennandi sam-
tal milli verka Rósku og sýningar-
gesta,“ segir Ástríður.
Ástríður er einlægur aðdáandi
Rósku. „Verk hennar höfðu mikil
áhrif á mig þegar ég kynntist þeim
fyrst. Það er svo mikil gjöf þegar verk
hafa þau áhrif á einstaklinga að þeir
nánast finna fyrir listamanninum
sjálfum, í þessu tilfelli Rósku. Það
sem heillar mig mest við verk henn-
ar er heiðarleikinn og það hvernig
hún sameinar baráttuanda og ber-
sögla frásögn. Hún gengur mjög
nærri sjálfri sér í verkum sínum og
maður finnur bæði fyrir hennar per-
sónulegu sögu og tíðarandanum.“
Algjörlega óhrædd
Ragnhildur Óskarsdóttir, alltaf
kölluð Róska, var afar fjölhæfur
listamaður: málari, teiknari, ljós-
myndari, grafíker, leikstjóri og kvik-
myndagerðarkona. „Hún var afar
hæfileikarík, vann í marga miðla og
steig skref sem aðrar konur þorðu
ekki í karllægu samfélagi mynd-
listar á seinni hluta síðustu aldar.
Hún lét í sér heyra, hneykslaði, ögr-
aði og heillaði,“ segir Ástríður. „Hún
var undir miklum áhrifum frá evr-
ópskri framúrstefnu og japanskra
áhrifa gætir einnig í list hennar. Hún
var pólitísk baráttukona sem vísaði
iðulega í tilgangsleysi og hörmungar
stríðs, eða stöðu kvenna eða minni-
hlutahópa. Baráttuandinn var
alltaf ríkjandi og hún var algjörlega
óhrædd.“
Verkin á sýningunni eru afar fjöl-
breytileg. Þar eru málverk, teikn-
ingar, ljósmyndir, baráttuplaköt og
silkiþrykk, klippimyndir, skissur
og síðasti gjörningurinn sem Róska
gerði í Nýlistasafninu árið 1996, tíu
dögum fyrir andlát sitt, er sýndur í
túbusjónvarpi, ásamt málverki sem
hún málaði í þeim gjörningi og kall-
ast Rok í Reykjavík. Það er að öllum
líkindum síðasta málverkið sem hún
málaði. Elsta verkið á sýningunni
Baráttuandi og bersögul frásögn
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
stod2.is
MENNING 5. júní 2021 LAUGARDAGUR