Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 2
Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. Flokkunarhatturinn með síðasta orðið Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dró í gær fæðingarárganga handahófskennt úr hatti. Árgöngum 1975 til 2005 var með því raðað í bólusetningu á næstu þremur vikum. Þegar árgangur er boðaður í bólusetningu fá viðkomandi sent strika- merki. Ef fólk kemst ekki í bólusetningu á boðuðum tíma gildir strikamerkið næst þegar sama tegund af bóluefni er notuð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigandi Djúpakletts í Grundarfirði segir það borga sig fyrir hann að kaupa olíur beint frá Póllandi, heldur en frá stórum birgja hér á landi. Hann segir það 227% dýrara að panta og f lytja frá Reykjavík en frá Bialystok í Póllandi. einarthor@frettabladid.is  GRUNDARFJÖRÐUR „Ég er að reka þarna þrjú fyrirtæki en það skiptir ekki máli. Þetta beinist gegn lands- byggðinni eins og hún leggur sig,“ segir Þórður Magnússon, eigandi Djúpakletts ehf. í Grundarfirði. Þórður, sem rekur meðal annars Vélsmiðju Grundarfjarðar, fékk tölvupóst á dögunum frá Skeljungi þess efnis að frá og með 1. júlí næstkomandi muni fyrirtækið innheimta akstursgjald á allar vöruafhendingar út á land. Í tölvu- póstinum kom fram að gjaldið fyrir hverja sendingu væri 4.400 krónur án virðisaukaskatts og óháð magni eða upphæð reiknings. Þórður gagnrýnir þetta og segir það í raun hagstæðara fyrir sig að eiga viðskipti við birgja erlendis en hér á landi ef þetta er það sem koma skal. Þórður vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tók dæmi um kostnað við að f lytja 20 lítra af olíu frá Skeljungi annars vegar og Póllandi hins vegar. Frá Reykjavík myndi samanlagður kostnaður við f lutninginn til Grundarfjarðar kosta hann 5.900 krónur. Ef hann myndi panta með skipi frá Póllandi þá væri kostnað- urinn tæpar 130 krónur á kíló, eða 2.600 krónur. „Það er sem sagt 227% dýrara að panta og f lytja frá Reykjavík en frá Bialystok í NA-Póllandi,“ segir hann og bætir við að þetta sé ekki í neinum takti við sölumennsku 21. aldarinnar. „Ef Jeff Bezos, sem er orðinn ríkasti maður heims í gegnum Amazon, myndi setja svona gjald á sína viðskiptavini, þá myndi hann skrúfa fyrir öll við- skipti. Þau yrðu núll sama dag.“ Þórður segir að ef hann myndi kaupa einn til tvo gáma myndu þessar 4.400 krónur ekki skipta neinu máli, en þegar um lítil fyrir- tæki er að ræða úti á landi sem kaupa í minna magni, sé þessi upp- hæð fljót að telja. Kaupa þurfi fyrir 100 þúsund krónur eða meira til að akstursgjaldið fari ekki yfir 5% af heildarupphæðinni. Segir Þórður að hér eftir muni hann kaupa nákvæmlega sömu olíur frá Pól- landi til að spara f lutningskostnað. Ólafur Þór Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri f jármálasviðs og aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir að afgreiðslugjald vegna af hend- ingar á vörum hafi verið innheimt til fjölda ára, bæði til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Nýverið hafi útfærslunni verið breytt þannig að hófstillt gjald bætist við allar af hendingar til að koma til móts við þann kostn- að sem af þeim hlýst. Segir hann að gjaldið leggist á afhendingar óháð staðsetningu á landinu. „Meðal viðskiptavina okkar ríkir almennt góður skilningur á því að það er kostnaður við að dreifa vörum og veita góða þjónustu. Við höfum því orðið mjög lítið varir við neikvæð viðbrögð vegna þessara breytinga enn sem komið er,“ segir hann. n Þrefalt dýrara að flytja olíu frá Reykjavík en Póllandi Djúpiklettur sinnir verkefnum í Grundarfirði og nágrenni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórður Magnús- son, eigandi Djúpakletts í Grundarfirði. kristinnhaukur@frettabladid.is REYKJAVÍK Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, óttað- ist að umræðan um Fossvogsskóla gæti orðið „hysterísk“ er borgin fékk fyrirspurnir frá fjölmiðlum um leka í skólanum í janúar árið 2020. Þetta kemur fram í tölvupósti sem var sendur eftir að Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri greindi borginni frá fundi með foreldrum nemanda sem væri ekki vært í skól- anum. Sagði hún lykt eða raka og mygluskemmdir á fjórum stöðum. Í pósti Péturs, sem stílaður var á sex borgarstarfsmenn, var farið yfir hvernig viðbrögðum skyldi háttað. „Það er okkar mat að ef umræðan fer yfir í almenna en hysteríska umræðu um að skólinn sé fullur af myglu, þá væri Árný [Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- litsins] best til þess fallin að fara yfir hvað það er sem HER gerir til að mæla raka. Tala um að HER fylgi alþjóðlegum stöðlum og mæli raka reglulega,“ segir í bréfinu. „Ég vona að við náum að halda lokinu á þessu en get ég beðið þig Ámundi [Brynjólfsson, skrifstofu- stjóri framkvæmda og viðhalds] um að láta taka saman helstu upp- lýsingar um framkvæmdir í skól- anum og að við getum vísað á þig, Árný, þegar kemur að allri umræðu um heilnæmi húsnæðis.“ Aðspurður um móðursýkina, í ljósi þess að skólinn er nú lokaður vegna skemmda, segir Pétur það hafa verið kæruleysislega orðað. „Mínar áhyggjur fyrir einu og hálfu ári síðan voru að umræðan hafi verið umfram efni enda áttu sérfræðingar okkar eftir að fá betri gögn til að meta,“ segir hann. „Síðar kom í ljós samkvæmt ráðgjöf að það þyrfti að fara í enn frekari úrbætur til að koma húsnæðinu í lag og við erum enn í þeim fasa.“ Með því að halda lokinu á málinu segist Pétur hafa átt við að halda umræðunni við staðreyndir eins og þær hafi legið fyrir þá og að fagfólk myndi veita upplýsingar. n Taldi móðursýki geta gripið um sig Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðar- maður borgarstjóra. thorgrimur@frettabladid.is HÁTÍÐISDAGAR Sjómannadagurinn er á morgun. Í Reykjavík verður opin minning- arathöfn um drukknaða og týnda sjómenn klukkan tíu við Fossvogs- kirkju. Sjómannamessa verður síðan í Dómkirkjunni. Klukkan hálf tvö verða sjómenn heiðraðir í athöfn. Streymt verður á heimasíðu og Facebook-síðu Sjómannadagsráðs.n Sjómenn í streymi Sjómannadagur í Reykjavík 2015. 2 Fréttir 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.