Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 20
Þeir Hermann Óli Bachmann og Benjamin Scott Riggs höfðu ekki þekkst lengi þegar þeir ákváðu að verja ævinni saman. Nokkrum árum síðar lifnaði draumurinn um barn- eignir sem báðir höfðu bælt niður, aftur við. Sonur þeirra kom í heiminn á síðasta ári en þeir eru ósáttir við réttinda- leysi sitt sem foreldrar. Við k y nntumst árið 2014. Ég hafði komið hingað frá New York til að aðstoða vin við uppbyggingu hótels og veitingastaðar á Egilsstöðum,“ svarar Benjamin, þegar hann er inntur eftir upphafi sambandsins. „ Benjamin bauð mér á stefnumót sem ég verð nú að segja að var ekkert sérstakt því sumir voru of timbraðir frá deginum áður,“ segir Hermann og lítur stríðnislega á eiginmanninn. „En það einfaldlega small eitthvað á milli okkar og við höfum eiginlega verið saman frá þessu fyrsta stefnu- móti. Þetta átti bara að vera enn eitt stefnumót Íslendings og útlendings og enda þar,“ segir Hermann. „Já, það má segja að þetta hafi verið einnar nætur gaman sem fór illa,“ bætir Benjamin við í léttum tón. Úr varð að Benjamin flutti hingað til lands þar sem Hermann hafði þegar byggt upp fyrirtæki sitt en hann á og rekur Modus hárstofu og vefverslunina Hárvörur.is. „Ég féll algjörlega fyrir landinu, rólegu tempóinu og nálægðinni við náttúruna.“ Benjamin kennir nútímadans og danssmíði við List- dansskóla Íslands og aðstoðar Her- mann við rekstur fyrirtækisins. Lærum hvor af öðrum „Hann sér um praktísku hliðina og heldur mér á jörðinni,“ segir Her- mann og Benjamin bætir við: „Við erum gott teymi, hann er mjög skapandi og það er mitt hlutverk að láta hugmyndir hans verða að veru- leika og sjá til þess að úr þeim verði einhver gróði. Sjálfur er ég líklega of rúðustrikaður, en Hermann minnir mig á að vera stundum svolítið hvat- vís. En við lærum hvor af öðrum og mér finnst það ein fegurðin í okkar sambandi.“ „Benjamin er frábær kokkur,“ segir Hermann og viðurkennir að sjálfur geri hann helst ekkert í eldhúsinu. „Við höfum það fyrir reglu að elda eitthvað fínt og borða tveir saman allavega einu sinni í mánuði. Þá eldar hann og ég legg á borð og við klæðum okkur upp fyrir kvöldverð- inn. Annars er það regla að borða við matarborðið, geyma símana og spila Skippo.“ Sonurinn Valur Sturla er tæplega sjö mánaða gamall og augljóst að feðurnir eru þegar farnir að huga að uppeldinu. „Ég held það sé líka gott fyrir Val að læra að við setjumst niður við matarborðið og hann sjái okkur borða fjölbreyttan mat. Í hraða hversdagsins er fólk farið að borða meira rusl en mig langar að kenna honum mikilvægi þess að borða fjöl- breytt og njóta matarins.“ Giftu sig fyrst og deituðu svo Þeir Hermann og Benjamin giftu sig árið 2015, aðeins nokkrum mán- uðum eftir að þeir kynntust, enda lá Benjamin á að fá landvistarleyfi. „Við höfum stundum grínast með að við höfum gift okkur og svo farið að „deita“,“ segir Benjamin og hlær. „Ég held að það sé langbesta leiðin,“ bætir Hermann við. „Þá þarf maður að hafa fókusinn á réttum stað og láta þetta ganga upp. Ég var auðvitað ákveðinn í að láta sam- bandið ganga, en daginn sem ég giftist honum var ég alveg viss um að ég elskaði hann. Við efuðumst aldr- ei og það er eins og við höfum verið leiddir saman.“ Þegar talið berst að barneignum og hvort þær hafi alltaf verið á dag- skránni verður Benjamin fyrri til svars. Engum hollt að lenda í þessu Þeir Benjamin og Hermann höfðu ákveðið að taka barn í fóstur þegar upp kom önnur hugmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is „Ky nslóðin á undan ok kur sparkaði upp hurðinni, okkar kyn- slóð gekk svo í gegn og er að reyna að halda dyrunum opnum fyrir þá sem á eftir koma. Við erum líklega síðasti hópurinn sem ólst upp við skilaboðin um að það væri ekki í lagi að vera eins og maður er. Að við myndum aldrei eignast börn og fjöl- skyldu og þar fram eftir götunum. Sem betur fer eru flest vestræn sam- félög í dag sammála um að fólk eigi skilið að elska þá sem það vill og eignast fjölskyldu.“ Tómarúmið í hjartanu stækkaði Hermann biður eiginmann sinn um leyfi til að færa samtalið yfir á íslensku en hingað til hefur það farið fram á ensku, móðurmáli Ben- jamin. „Ef samfélagið sendir þér sífellt neikvæð skilaboð ferðu að bæla niður eðlilegar tilfinningar eins og löngunina til að eignast börn og fjöl- skyldu,“ segir Hermann, minnugur þess að hafa á sínum yngri árum svarað spurningum um hvort hann langaði að eignast börn neitandi. „Ekki vegna þess að mig raun- verulega langaði það ekki heldur hafði ég fengið þessi skilaboð. Þegar ég fór að eldast fann ég þó fyrir tómarúmi í hjarta mínu sem sífellt stækkaði. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á því hvað það var, en svo fann ég einn daginn að það var löngunin til að eignast barn.“ Hermann bendir á að réttinda- barátta samkynhneigðra sé langt komin hér á landi en enn sé erfitt fyrir samkynhneigða karla að eign- ast börn, mikið erfiðara en fyrir samkynhneigðar konur. „Þær hafa verið langt á undan okkur í þessu ferli. Þær gátu pantað sér sæði og fyrir mörgum árum fóru þær hreinlega niður í bæ og létu barna sig, en sem betur fer tókst að fræða fólk um að slíkar aðferðir væru siðferðislega rangar.“ Ekki bjóðandi litlu barni Hermann útskýrir að erlendis sé algengt að rígur sé á milli homma og lesbía en hér á landi hafi undanfarin ár tekist að mynda góða samstöðu á milli hópanna. „Erlendir aðilar sem koma hingað til lands skilja ekkert hvernig gengur að allir þessir hópar geti skemmt sér þétt saman á einum stað,“ segir Her- mann og telur smæð samfélagsins hér hafa frekar leitt hópana saman. „Við getum ekkert verið með ein- hvern ríg hér.“ Hermann segir lesbíur lengi vel hafa haft forskot á homma þegar kemur að barneignum, af augljósum líffræðilegum ástæðum, en nú aftur á móti sé mikil samstaða í hópnum um að hjálpast að við barneignir. Þeir Benjamin og Hermann fóru þá leið og eignuðust son sinn með lesbíu sem jafnframt var í barn- eignarhugleiðingum, en segja slíka samninga geta verið varasama. „Að mínu mati á fólk ekki að gera þetta. Það er ekki bjóðandi litlu barni að lenda í þessu, né fjölskyld- unum í kring. Tengslamyndunin fyrsta árið er í molum og það er ekk- ert sem heldur utan um okkur. Það hafa fjölmargir gert þetta og flestir segja að allt gangi vel, en ef þú sest niður og horfir í augun á fólkinu þá kemst maður að ýmsu,“ segir Hermann, en þeir eru sem feður ósáttir við hvernig barnsmóðir þeirra hefur, að þeirra sögn, svikið umsamda umgengni og fyrirkomu- lag frá fæðingu sonar þeirra og eina leiðin fyrir þá sé nú að reka forsjár- mál fyrir dómstólum. „Ef fólk býr ekki saman þegar barn kemur í heiminn fær móð- irin sjálf krafa öll réttindi,“ segir Hermann og telur það stangast á við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn er mjög skýr og við erum aðilar að honum. Þar er skýrt að hagsmunir barna en ekki foreldra gangi fyrir. Ef löggjafinn sæi til þess að foreldrar væru jafnir frá upphafi, kæmu allir jafnir að borðinu til að semja um umgengni og uppeldi barnsins.“ Ætluðu að búa saman fyrsta árið En bökkum nokkur ár aftur í tím- ann, þegar upp kemur hugmyndin að búa til barn. Hermann hafði þekkt barnsmóður þeirra í mörg ár og fór hún með honum í vinnuferð til Akureyrar þar sem upp spannst samtal sem átti eftir að breyta lífi þeirra allra. „Á þessum tíma höfðum við Benja min talað mikið um barneign- ir og vorum ákveðnir í að taka barn í fóstur. Ég sagði henni frá því og hún stakk þá upp á að við tvö eignuð- umst einfaldlega barn saman. Ég útskýrði þá fyrir henni að vegna veikinda og lyfjameðferðar á yngri árum gæti ég ekki eignast börn og kom hún þá með hugmyndina að því að eignast barn með Benjamin, manninum mínum.“ Hermann segist hafa orðið spenntur fyrir hugmyndinni og rætt hana við Benjamin, sem sjálfur þekkti konuna ekki, og í framhaldi hittust þau þrjú og fóru yfir málin. „Við spurðum hana hvernig hún sæi þetta fyrir sér ef af yrði og hún sagðist vilja skipta allri umgengni jafnt og óskaði eftir að búa hjá okkur meðan á meðgöngu stæði og þar til barnið yrði eins árs,“ segir Hermann. „Okkur fannst hugmyndin um að verja fyrsta árinu saman góð enda vita allir að sá tími tekur á og við gætum þannig öll hjálpast að,“ segir Benjamin. Þeir Hermann og Benjamin fóru því að leita að hentugu húsnæði og fundu hús með risíbúð þar sem barnsmóðirin gæti búið og þeir á neðri hæðinni. „Okkur fannst það betri hugmynd en að við værum öll saman í einni íbúð, ég var hræddur um að það myndi enda illa,“ segir Hermann og þannig bjuggu þau, verðandi foreldrarnir í átta mánuði. Flutti út án fyrirvara Barnið var búið til með þekktri heimatilbúinni aðferð þar sem sæði er komið fyrir í sprautu og sér móðirin sjálf um að koma því upp. „En þremur vikum eftir að hún varð barnshafandi flutti hún út án nokk- urs fyrirvara,“ segir Hermann. Samskiptin höfðu farið versnandi og að sögn feðranna hafði móðirin færst töluvert frá upprunalegum hugmyndum um fyrirkomulag og umgengni og dró það sífellt að skrifa undir umgengnissamning. Feðurnir réðu því ráðgjafa til að hitta alla þrjá foreldra og reyna að koma á sáttum, en eftir nokk- Sem betur fer eru flest vestræn samfélög í dag sam- mála um að fólk eigi skilið að elska þá sem það vill og eignast fjölskyldu.  20 Helgin 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.