Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 16

Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 16
Arnar Helgi Lárusson, for- maður SEM samtakanna, ætlar að hjóla 400 kílómetra á einum sólarhring í lok júní. Með þessu vill hann minna á mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða og hvetja fólk til að leggja samtökunum lið. HJÓLREIÐAR Handahjólreiðamað- urinn Arnar Helgi Lárusson lenti í mótorhjólaslysi í september árið 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Arnar Helgi lét þó heldur betur ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfi- hömlunina en hann snéri sér f ljót- lega að íþróttum, fyrst lyftingum, svo hjólastóla-race og nú handa- hjólreiðum. Þessa dagana undirbýr Arnar Helgi, sem er formaður SEM samtakanna, en það eru Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, sig undir að hjóla 400 kílómetra á einum sólarhring í lok júní. Arnar Helgi, í samvinnu við SEM og Íþróttasamband fatlaðra, vill með þessu vekja athygli á því að hreyfihamlaðir geta vel haldið áfram að stunda hreyfingu þrátt fyrir skerðingu á hreyfigetu og að það séu mikil lífsgæði fólgin í því að njóta aðgangs að tækjum og tólum til þess að hreyfa sig. Þá er Arnar Helgi um leið að biðla til fólks um aðstoð við að fjármagna kaup á fjórum hjólum sem sérhönn- uð eru fyrir hreyfihamlaða. Hug- myndin sé að þau geti verið til láns fyrir áhugasama án endurgjalds. „Undirbúningur fyrir þennan langa hjólatúr gengur mjög vel og ég hef síðustu daga verið að hjóla allt upp í rúma 200 kílómetra í einum legg og er að nálgast 8.000 kílómetra á þessu ári. Ég hef fulla trú á að ég geti þetta, en um leið er ég meðvitaður um að líkaminn gæti hafnað þessu uppá- tæki mínu og þá bara fer það svo. Það er allt í góðu,“ segir Arnar Helgi, um stöðu mála í undirbúningnum fyrir tilraun sína. Ekki mörgum tekist að gera þetta „Það eru ekki margir sem hafa leikið þetta eftir í heiminum, þannig að þetta er þónokkuð afrek ef mér tekst þetta. Með þessu vil ég vekja athygli á mikilvægi þess fyrir þá sem verða fyrir mænuskaða að stunda áfram hreyfingu, bæði fyrir andlega og líkamlega líðan. Fólk þarf alls ekki að vera í jafn miklu formi og ég er að gera, það er bara hreyfingin sem skiptir máli. Þetta er hreyfing sem hentar mér þar sem ég er mjög aktífur að Ætlar að hjóla 400 kílómetra í einum legg Um leið og Arnar Helgi er að vekja athygli á mikil- vægi hreyfingar hefur hann sett af stað söfnun SEM-sam- takanna fyrir fjórum sérút- búnum hjólum sem til stendur að lána endur- gjaldslaust. Arnar Helgi Lárusson hefur búið til glæsi- lega aðstöðu til æfinga í bílskúrnum á heimili sinu í Njarð- vík. Þar æfir hann af kappi fyrir hjóla túrinn þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Hjörvar Ólafsson hjorvaro @frettabladid.is eðlisfari. En ég fæ líka mikið út úr því að að hjóla bara í rólegheitum úti í náttúrunni með fjölskyldu og vinum,“ segir hann enn fremur. Vilja eiga hjól svo fólk geti prófað „Um leið og ég er að benda á mikil- vægi hreyfingar hef ég sett af stað söfnun fyrir kaupum SEM-sam- takanna á f jórum sérútbúnum hjólum. Þetta eru hjól sem kosta um 2,5 milljónir og við myndum lána hreyfihömluðu fólki þau endur- gjaldslaust til þess að hvetja það til að fara út að hjóla. Hjólin eru með mismunandi still- ingum á erfiðleikastigi og henta því bæði í rólega hjólatúra og svo meira krefjandi hreyfingu. Ódýrustu hjólin fyrir hreyfi- hamlaða kosta rúma milljón og það segir sig sjálft að það er ekki farið út í slíkja fjárfestingu fyrir nokkra hjóla túra í mánuði. Auk þess sem það eru ekki allir af lögufærir um að borga slíka upphæð fyrir afþrey- ingu sína,“ segir Arnar Helgi. „Ég fékk sjálfur veglega gjöf frá Lions í Njarðvík eftir að ég varð fyrir slysinu, en á þeim tíma hefði ég ekki haft tök á því að borga fyrir slíkt hjól. Ég verð Lions ævinlega þakklátur fyrir þá gjöf, sem hefur verið mér algerlega ómetanleg,“ segir þessi frábæri íþróttamaður. Hafa hug á að byggja upp aðstöðu „Stefnan er að hjóla á góðviðrisdegi í lok júní og ég mun byrja austarlega á landinu og vinna mig suður en ég enda á Selfossi þar sem verður tekið á móti mér og við verðum búin að raka saman þeim búnaði sem til er á Íslandi sem nýtist hreyfihömluðum til hreyfingar til að hafa til sýnis. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að fólk taki vel í þetta. Ég og Jóhann gjaldkeri í stjórn SEM höfum sent út nokkuð hundruð tölvupósta og erum að vonast eftir því að fá sem flesta með okkur í lið því það er samfélaginu öllu til góðs að þetta verði að veruleika. Planið er auk þess að fjárfesta í hjólum og að kaupa einnig kajaka sem dæmi, og annan búnað sem hentar hreyfihömluðum vel til hreyfingar. Þá er langtímamarkmiðið að byggja upp aðstöðu þar sem hreyfi- hamlaðir geta komið saman og æft þannig að þeir þurfi ekki að vera hver í sínu horninu í bílskúrnum sínum að æfa það sem þeir vilja æfa,“ segir formaðurinn um fram- haldið. n Með þessu vil ég vekja athygli á mikilvægi þess fyrir þá sem verða fyrir mænu­ skaða að stunda áfram hreyfingu. hjorvaro@frettabladid.is HANDBOLTI KA/Þór á möguleika á því að verða Íslandsmeistari í hand- bolta kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins, þegar liðið sækir Val heim í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíg- inu um titilinn, sem fram fer í Origo- höllinni að Hlíðarenda á morgun. Norðankonur fóru með sigur af hólmi, 24-21, í fyrsta leik liðanna norðan heiða á fimmtudagskvöldið. KA/Þór hefur nú þegar brotið blað í sögu félagsins fyrr á þessari leiktíð með því að verða deildarmeistari. Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði átta mörk í leiknum á fimmtudag- inn og hafa Ágúst Þór Jóhannsson og Óskar Bjarni Óskarsson líklega varið drjúgum tíma í undirbún- ingnum milli leikja í að fara yfir leiðir til þess stöðva hana. Auk þess að leggja mest í púkkið við markaskorun býr Rut til afar mikið fyrir leikmennina í kringum sig. Þá gekk herbragð Andra Snæs Stefánssonar, þjálfara Þórs/KA, að spila sjö á sex í uppstilltum sóknar- leik seinni hluta seinni hálf leiks, afar vel upp. Hjá Val var Lovísa Thompson atkvæðamest með átta mörk sömu- leiðis en þessir tveir leikmenn mættust sitt hvorum megin á vell- inum í leiknum á Akureyri. Í gær var tilkynnt að stór hluti leikmannahóps KA/Þórs muni leika áfram með liðinu næstu árin, en níu leikmenn hafa framlengt samning sinn við félagið. Þannig hafa Rakel Sara Elvars- dóttir, Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, Arna Valgerður Erlingsdóttir, Anna Marý Jónsdóttir, Telma Lísa Elmars- dóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Hild- ur Lilja Jónsdóttir og Sunna Katrín Hreinsdóttir, fest sig til framtíðar hjá KA/Þór. Forsvarsmenn K A/Þórs ætla að bjóða upp á fría rútuferð fyrir stuðningsmenn liðsins en farið verður í fyrramálið suður og til baka eftir leik. Valur er öllu vanari því að fagna titlum í kvennaflokki í handbolta en liðið er ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa haft betur gegn Fram í rimmunni um titilinn vorið 2019. Þar varð Valur Íslandsmeistari í 17. skipti í sögu félagsins. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem hefur orðið Íslandsmeistari sjö sinnum á ferli sínum, var öflug að vanda í varnarleiknum hjá Val í fyrsta leiknum en hún komst ekki á blað í þeim leik og Valskonur þurfa að ná að nýta hana betur í sóknar- leiknum. n Titillinn getur farið norður í fyrsta skipti í sögu félagsins Hulda Bryndís Tryggvadóttir handsalar hér samning sinn. MYND/KA/ÞÓR ÍÞRÓTTIR 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.