Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum
frá CASÖ í Danmörku
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Fyrsta höggið var ansi snarpt og
svo var skjálftinn talsvert lengi að
fjara út. Eðlilega varð fólk skelkað,
sérstaklega útlendingarnir sem
vinna hér og vissu í fyrstu ekki
hvað var í gangi,“ segir Jón Steinar
Sæmundsson, verkstjóri í saltfisk-
vinnslu Vísis hf. Þar var hlé gert á
störfum meðan óvissa ríkti fyrst
eftir skjálftann sem varð laust upp
úr klukkan 10. Þegar hrinan var
gengin yfir og fólk hafði náð áttum
hélt vinnsla áfram.
Engar skemmdir urðu í vinnsl-
unni í skjálftanum en á vélaverk-
stæði fyrirtækisins féllu lausir
munir niður á gólf og eitthvað
minni háttar fór úr skorðum.
„Auðvitað eru ónot í mér – og
fleirum – eftir þennan hvell. Lífið
heldur samt áfram og vinnslan hér
rúllar. Hér fara í gegn 50 tonn af
afla í dag og eins og Nóbelsskáldið
sagði í Grindavíkursögunni um
Sölku Völku, þá er lífið ekkert ann-
að en saltfiskur,“ segir Jón Steinar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fiskvinnslan Eðlilega var fólk
skelkað, segir Jón Steinar.
Lífið heldur áfram og er
ekkert annað en saltfiskur
„Skipið gekk upp og niður liggjandi
við bryggju og valt til og frá. Ég hef
aldrei fundið neitt þessu líkt,“ segir
Ægir Óskar Gunnarsson, vélstjóri á
Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Tog-
arinn kom úr eins mánaðar löngum
túr inn til Grindavíkur snemma í
gærmorgun og var verið að landa
aflanum þegar ósköpin dundu yfir.
„Mér var verulega brugðið við þetta
og þó hef ég nokkrum sinnum áður
upplifað svona náttúruhamfarir,“
sagði Ægir um atburðarásina.
Viðar Geirsson var frammi í stefni
Hrafns þegar allt fór að skjálfa.
„Togarinn Tómas Þorvaldsson er
hér beint fyrir framan okkur og mér
datt fyrst í hug að hann hefði losnað
og lent á Gnúpnum. Ég og fleiri
hlupum út á þilfar þegar þetta högg
kom og brátt spurðist út að þetta
hefði verið jarðskjálfti.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vélstjórar Ægir Óskar Gunnarsson,
t.v, og Viðar Geirsson á bryggjunni.
Skipið gekk
upp og niður
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Jarðvísindamenn og fleiri fylgjast nú
grannt með framvindu mála eftir
jarðskjálfta á Reykjanesskaganum í
gærmorgun. Fyrsti skjálftinn reið
yfir laust eftir
klukkan 10,
mældist 5,7 og
átti upptök sín
nærri Keili. Frek-
ari hræringar
fylgdu í kjölfarið
og fram til klukk-
an 13 námu mæl-
ar Veðurstofunn-
ar alls 11
jarðskjálfta yfir
4,0 að stærð. Þeirra varð vart víða,
svo sem á Suðurnesjum, höfuðborg-
arsvæðinu, á Ísafirði og í Húnaþingi.
Síðasti stóri skjálftinn mældist 4,8 að
stærð og kom kl. 12.37.
Upptökin á 20
kílómetra löngum kafla
Um eftirmiðdaginn í gær lýsti rík-
islögreglustjóri yfir hættustigi al-
mannavarna vegna skjálftanna sem
eiga upptök sín á um 20 kílómetra
kafla frá Grindavíkurvegi að Kleif-
arvatni. Varað er við grjóthruni á
Reykjanesskaga meðan á hrinunni
stendur og eins því að fólk sé á gangi
undir fjallshlíðum og við aðrar sam-
bærilegar aðstæður. Þannig mátti í
gær sjá hvar stór grjótfylla hafði
grunið úr lágri fjallshlíð eða hraun-
kambi nærri Ísólfsskála við Suður-
strandarveg, um 5 kílómetra vestan
við Grindavík. Engin merki eru um
gosóróa á svæðinu.
Eignatjón af völdum skjálftans er
óverulegt, nema hvað sums staðar
féllu lausir munir úr hillum, myndir
skekktust á veggjum og fleira slíkt,
sem verður að teljast óverulegt. All-
ur þykir þó varinn góður; í Grindavík
sneri fólk heim frá vinnu á nokkrum
stöðum, svo sem í stóru fiskvinnsl-
unum. Þá var nokkuð um að foreldr-
ar kæmu og sæktu börnin sín í
skólana, en starfsemi þeirra hélt þó
áfram og verður væntanlega á réttu
róli í dag.
Hjá Grindavíkurbæ gildir bæði
viðbragðs- og rýmingaráætlun
vegna náttúruhamfara. Fannar
Jónsson segir ráðstafanir vegna
jarðskjálftanna verða samkvæmt
þeim bókum, sem og ráðstöfunum al-
mannavarnanefndar sem starfar fyr-
ir Suðurnesin öll.
Samfélagið er í
viðbúnaðarástandi
„Við fundum að fólki var mjög
brugðið eftir jarðskjálftana, en þetta
var rórra þegar leið á daginn,“ sagði
Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri
lögreglu í Grindavík, sem var á ferð-
inni um bæinn þegar Morgunblaðið
tók hann tali. Sigurður segir skjálft-
ana kalla á að varðstaða á svæðinu sé
efld meðan hættuástand vari eða
ástæða þyki til. Staðan verði reglu-
lega í endurmati og nú í morguns-
árið, fimmtudag, verði stöðufundur
þar sem mál verða vegin og metin.
„Vegna jarðhræringa hefur sam-
félagið hér í Grindavík nánast allt
verið í viðbúnaðarástandi síðasta ár-
ið. Fólk hefur því vanist þessari
óvissu að nokkru leyti, svo langt sem
það nær,“ segir Sigurður Bergmann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hrun Bergfylla féll fram úr fjallshlíð eða hraunkambi nærri Ísólfsskála, sem er spölkorn austan við Grindavík. Upptök skjálftans voru við fjallið Keili.
Stöðug óvissa í Grindavík
Snarpur skjálfti með eftirköstum Varð vart víða um land Áætlanir virkj-
aðar og hættuástandi lýst yfir Íbúum var brugðið, segir varðstjóri lögreglunnar
Ljósmynd/Óskar Sævarsson
Krýsuvíkurberg Vestast í Hælsvíkinni mátti sjá hvar mikið stykki sem var
sprungið frá berginu hafði fallið í sjó fram í jarðskjálftanum í gærdag.
Sigurður
Bergmann
„Jarðskjálftinn skapaði mjög
óþægilega tilfinningu og ég varð
hrædd,“ segir María Magnúsa Ben-
ónýsdóttir sem starfar í söluskál-
anum Aðalbraut í Grindavík.
„Ég var að grilla hamborgara
þegar fyrsti skjálftinn kom og þeg-
ar þetta dundi yfir hljóp ég hér út á
stétt. Tengdasonur minn sem á
sjoppuna og ég vinn með, Kári
Steinsson, var fljótur að grípa spað-
ann og ljúka grillmennskunni svo
allt fór vel. Engar skemmdir urðu í
sjoppunni, né hjá mínu fólki. Ég
hringdi bæði í móður mína og börn-
in til að athuga með stöðu mála hjá
þeim. Þar var allt í þessu fína og
líka heima hjá mér. Vonandi verða
hlutirnir fljótir aftur að komast í
eitthvert jafnvægi. Auðvitað hafa
oft áður komið jarðskjálftar hér í
Grindavík en ekki svona margir og
sterkir. Ég er því verulega skelkuð
eftir daginn; tilfinningin er önnur
en eftir fyrri skjálfta sem hér hafa
komið yfir,“ segir María sem telur
sig mega mæla fyrir munn margra
þegar hún lýsir ugg sínum.
„Jarðskjálftarnir voru satt að
segja eina umræðuefni þeirra sem
komu í sjoppuna í dag. Fólk spyr
margra spurninga sem mikilvægt
er að jarðfræðingar geti komið með
svör við. Slíkt eyðir óvissunni sem
er alltaf erfiðust í svona að-
stæðum.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðalbraut Ég hljóp út á stétt frá
grillinu, segir María Magnúsa.
Tilfinningin
er óþægileg
Skjálftahrina á Reykjanesi