Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 Það er mikil ábyrgð að veraforeldri og ala upp börn.Þótt allir vilji börnum sínum það besta þarf líka að kunna góðar uppeldisaðferðir – aðferðir sem skila árangri og byggjast á vís- indaþekkingu og jákvæðri nálgun. En það er ekki sjálfgefið að uppeld- ið gangi hnökralaust og eðlilegt að þurfa leiðsögn eða ráðgjöf. Samvinna og markmið Barnauppeldi er mjög gefandi verkefni, en það er líka krefjandi og tekur tíma og orku. Best er að foreldrar/uppalendur tali saman um hvernig þeir vilja hafa uppeldið, frekar en að láta hlutina ráðast þangað til það koma upp vandamál. Foreldrar sem vilja til dæmis að börnin verði sjálfsörugg, hafi góða félagsfærni, eigi vini og geti sinnt áhugamálum þurfa að setja sér þessi markmið og vinna að þeim jafnt og þétt. Foreldrar eru fyrirmyndir Þótt allir hafi sín sérstöku per- sónueinkenni hafa foreldrar mikil áhrif á hvernig manneskjur börn þeirra verða. Hegðun sem slík er nefnilega ekki meðfædd heldur lærð og börn læra mikið af því að herma eftir. Þar sem foreldrarnir eru mikilvægasta fyrirmyndin um hvernig á að haga sér þýðir þetta að þeir þurfa að vera meðvitaðir um hvað þeir gera og segja fyrir framan börnin. Börnin fylgjast nefnilega stöðugt með og hafa augu og eyru opin, þótt ekki sé verið að tala beint við þau. Kenna hegðun Það er nauðsynlegt að kenna börnum hegðun sem foreldrar vilja að þau kunni og sýni. Við getum ekki ætlast til að börn læri „góða“ hegðun sjálfkrafa. Við þurfum að ákveða hvaða hegðun okkur þykir æskileg og kenna börnunum hana á markvissan hátt. Með því að sýna þeim hegðunina, gefa bein fyrir- mæli og leiðbeiningar og leyfa börnunum að æfa sig. Svo þarf að hrósa þegar vel gengur, en líka fyr- ir að reyna þótt það takist ekki allt strax. Jákvæð svörun Rannsóknir sýna að jákvæð umb- un virkar mun betur en skammir, tuð og refsingar. Því er gott ráð fyrir foreldra að reyna að styrkja jákvæða hegðun sem mest og hunsa neikvæða. Vissa hegðun er þó ekki hægt að hunsa eins og t.d. þegar börn meiða aðra eða skemma hluti. Þá getur þurft að beita væg- um viðurlögum svo sem að fjar- lægja hlutinn eða færa barnið úr aðstæðunum. Ef foreldrar telja ein- hvers konar viðurlög nauðsynleg er best að skoða málin vel og leita ráða hjá fagaðilum sem til þekkja. Grípa börn góð Foreldrar þurfa að passa að missa ekki af þegar börnin gera eitthvað jákvætt og æskilegt. Þetta kallast „að grípa börnin góð“. En það er ákveðin tilhneiging til að hunsa óvart æskilega hegðun og taka frekar eftir og bregðast við óæskilegri hegðun. Þetta er skilj- anlegt því ef barnið er rólegt að dunda sér er freistandi að láta það eiga sig og trufla það ekki. En þá er verið að missa af mikilvægu tækifæri til að kenna barninu og ýta undir æskilega hegðun. Auðvit- að á ekki stöðugt að vera að trufla börn við leik eða aðra æskilega iðju – en það þarf að passa að vera til staðar og veita viðurkenningu með athygli eða hrósi þegar við á. Skýr skilaboð og rútína Börn þurfa skýr skilaboð til að skilja hvað fullorðna fólkið meinar og til hvers er ætlast af þeim. For- eldrar þurfa líka að vera sam- kvæmir sjálfum sér og banna ekki í dag það sem má á morgun. Best er að fyrirmæli til barna séu ekki spurningar! Til að barnið borði morgunmatinn sinn er betra að segja „nú skaltu borða“ en „ætl- arðu ekki að fara að borða?“ Þegar barnið á að fara í útiföt segja „nú skaltu fara í skóna, úlpuna“ og þess háttar frekar en að segja „viltu ekki klæða þig?“ Fyrirmæli þurfa líka að segja börnunum hvað við viljum að þau geri, frekar en hvað þau eigi ekki að gera. Ef barnið fiktar mikið í hlutum er betra að segja „nú skaltu passa hendurnar“ frekar en „ekki fikta“. Ef barnið ætlar að rjúka í burtu er betra að segja „nú skaltu ganga og leiða mig“ frekar en „ekki hlaupa“ og svo framvegis. Það er hjálplegt ef foreldrar koma á rútínu og föstum venjum í hversdagslífinu og hafa hlutina sem mest í sömu röð og á svipuðum tíma. Fyrirsjáanleiki veitir börnum öryggi og sparar þeim óvissu og foreldrum vesen. Þetta á ekki síst við um morgna, matmáls- og hátta- tíma og auðveldast er að byggja upp rútínu meðan barnið er ungt. Skjánotkun og uppeldi Foreldrar þurfa frá upphafi að vera mjög meðvitaðir um eigin skjánotkun í návist barna. Best er að foreldrar reyni að mestu að sleppa því að nota skjái þegar þeir eru að sinna börnunum. Ef við er- um upptekin í símanum eða tölv- unni finna börnin að við erum ekki fullkomlega til staðar og hlustum ekki nógu vel. Þetta getur haft neikvæð áhrif á mikilvæga tengslamyndun. Of mikil skjá- notkun barna er líka að verða vandamál og mikilvægt að setja börnunum mörk um þetta. Muna að foreldrarnir eru mikilvægar fyrirmyndir í þessum efnum eins og öðrum. Í ung- og smábarnavernd Heilsugæslunnar býðst ráðgjöf og námskeið þar sem nánar er farið í þessi og fleiri uppeldisráð. Hvaða aðferðir virka í uppeldi? Ljósmynd/Colourbox Börn Ekki sjálfgefið að uppeldið gangi hnökralaust og eðlilegt að þurfa leiðsögn eða ráðgjöf, segir m.a. í greininni. Heilsuráð Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur og forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Það þarf að passa að vera til staðar og veita viðurkenningu með athygli eða hrósi þegar við á. Ungar athafnakonur, UAK, standa núna í fyrsta sinn fyrir UAK-vikunni, sem félagið heldur í aðdraganda ráð- stefnunnar „Frá aðgerðum til áhrifa – vertu breytingin“. Markmið vikunnar, sem og ráðstefnunnar, er að hvetja ungar konur í íslensku atvinnulífi til að koma sjálfar á mikilvægum breyt- ingum á sínum vettvangi með því að vera sjálfar breytingin, eins og segir í fréttatilkynningu. Síðan á mánudag hafa nokkrir stafrænir viðburðir verið haldnir og ráðstefnan fer fram nk. laugardag á netinu. Verður henni streymt á síð- unni uak.is frá Norðurljósasalnum í Hörpu og dagskráin hefst kl. 10 með opnunarávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem jafnramt er formaður heimsráðs kvenleiðtoga. Meðal fyrirlesara verða Hrund Gunn- steinsdóttir, Sigríður Margrét Odds- dóttir, Emma Holten, Caritta Seppa, Salam Al-Nukta og Sigurlína Ingv- arsdóttir. Meðal viðburða í vikunni má nefna að hlaðvörpin „Normið“ og „Þegar ég verð stór“ hafa sent út sérstaka þætti með fyrirlestrum og vinnustof- um. Vikan tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu Frá aðgerðum til áhrifa Ljósmynd/UAK Athafnakonur Stjórn Ungra athafnakvenna stendur núna í stórræðum. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Nýskráður 07/2020, ekinn 5 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid, drægni 69 km) 218 hö, sjálfskiptur (8 gíra). Stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur, Night pack o.fl. Verð aðeins 5.990. M.BENZ A 250 E SALOON Eigumeinnig til steingráan bíl ekinn aðeins 3 þkm!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.