Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 16

Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 en eru tilbúnir í samtal við borgina á útfærslu á íbúðarbyggingu í viðbót ofan á bílaverkstæðinu. Þannig verði komið til móts við bæði deiliskipu- lagið og ósk borgarinnar um þétt- ingu byggðar. Í umsögn skipulagsfulltrúa um er- indið kemur fram að í núgildandi deiliskipulagi fyrir reitinn, Trygg- ingastofnunarreit, var lagt upp með að iðnaðarhúsnæðið við Grettisgötu yrði rifið og þess í stað byggt íbúðar- húsnæði í beinu framhaldi af Snorra- braut nr. 35. Gert er ráð fyrir að ný- byggingar gildandi deiliskipulags verði þrjár hæðir. Eigendur Grett- isgötu 87 benda á í greinargerð til skipulagsfulltrúa að flókin eignarað- ild meðlóðarhafa hafi aftrað upp- byggingu á reitnum. Skipulagsfulltrúi óskaði eftir um- sögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur (HER) vegna fyrirspurnarinnar: HER bendir á að starfsemi bif- reiðaverkstæða og íbúðarhúsnæði fari ekki vel saman. Oft sé unnið lengi fram eftir á bifreiðaverk- stæðum og einnig um helgar. Frá starfseminni geti stafað hávaða- mengun en einnig sjónmengun og lyktarmengun í einhverjum til- vikum. Slysahætta fyrir börnin Þar sem loftræsitúður íbúðar- húsnæðis eru á þakinu sé hætta á að leysiefnamengað loft gæti borist inn í íbúðir og útblæstri slegið niður og hann borist inn um glugga. Þá þurfi bifreiðaverkstæði oft að hafa bifreið- ar sem bíða viðgerðar á athafna- svæði sínu í misgóðu ástandi og af þeim gæti stafað slysahætta fyrir börn. Var það niðurstaða skipulagsfull- trúa að fallast ekki á tillögu um blöndu bílaverkstæðis og nýrra íbúða á efri hæðum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk um að hækka þegar sam- þykkt húsnæði bílaverkstæðis að Grettisgötu 87 um tvær til þrjár hæðir og innrétta þar íbúðir. Starf- semi bifreiðaverkstæða og íbúðar- húsnæði fari ekki vel saman. Forsaga málsins er sú að húsið brann 7. mars 2016. Það er ónýtt og verður rifið. Eins og húsið er í dag er það lýti á hverfinu. Fyrir liggja sam- þykktar teikningar frá Arkþing arkitektum hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur af sams konar húsnæði og fyrir var, þ.e. bílaverkstæði. Teikningarnar voru stimplaðar 1. október 2019. Í erindi sem eigendur lóðarinnar sendu skipulagsfulltrúa í desember sl. kemur fram að þeir geti nú þegar hafið byggingu á bílaverkstæðinu, Morgunblaðið/sisi Staðan í dag Svona hefur byggingin við Grettisgötu 87 staðið undanfarin fimm ár, allt frá því kviknaði í henni í mars árið 2016. Sannarlega lítil prýði fyrir nánasta umhverfi. Fá ekki að byggja íbúðir ofan á bíla- verkstæðið á Grettisgötu sem brann Morgunblaðið/Golli Bruninn á Grettisgötu Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang enda var stórbruni og mikil hætta á ferðum. Íbúar í nágrenninu yfirgáfu heimili sín. „ÍSÍ er mótfallið þjálfunar- aðferðum sem stríða gegn reglum og viðmiðum íþróttahreyfing- arinnar,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, sendi frá sér í gær vegna umræðu í samfélaginu um heimildarmyndina Hækkum rána. Eftir sýningu á myndinni hefur m.a. komið fram gagnrýni á þjálf- unaraðferðir Brynjars Karls Sig- urðssonar körfuboltaþjálfara og þær taldar of harkalegar. ÍSÍ segir að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi sé mikil og almenn á Íslandi, í al- þjóðlegum samanburði. Íþrótta- félögin standi fyrir metnaðarfullu starfi sem stýrt sé af velmennt- uðum þjálfurum sem fái greitt fyrir störf sín. Þar sé pláss fyrir alla, börn og ungmenni hafi jafnan rétt til þess að stunda íþróttir og vera metin að eigin verðleikum. Minnt er á að stefna ÍSÍ í íþrótt- um barna og unglinga hafi verið samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 1996 og endurskoðuð 2015. Sú stefna byggist á „viðurkenndri þekkingu úr fræðasamfélaginu“. Bendir ÍSÍ á að í stefnunni sé mikil áhersla lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og leikurinn að skipa stóran sess. Árangur sé hægt að mæla á ólíkan hátt, en auk sigra í keppnum sé aukin þátttaka, ánægja iðkenda og að halda iðkendum í starfinu einnig hluti af árangri. Fyrir tveimur árum voru hegð- unarviðmið ÍSÍ endurskoðuð en þau eru siðareglum ÍSÍ til stuðnings. Í hegðunarviðmiðum fyrir þjálfara er m.a. lögð áhersla á að bera virð- ingu fyrir mótherjum, foreldrum/ forsjáraðilum, dómurum, sjálf- boðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki og stuðla að því að iðk- endur geri slíkt hið sama. ÍSÍ bregst við mynd- inni Hækkum rána  Mótfallið aðferðum sem stríða gegn reglum íþróttahreyfingarinnar Morgunblaðið/Eggert Körfubolti ÍSÍ minnir á stefnu og viðmið íþróttahreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.