Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 34
BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Búið er að selja 39 af 57 íbúðum í nýju fjölbýlishúsi í Álalind 18-20. Byggingin er í íbúðahverfinu Glaðheimum í Kópa- vogi, en rétt um mánuður er frá því að íbúðirnar fóru fyrst í sölu. Jón Ágúst Garðarsson, framkvæmdastjóri Bestlu sem sér um byggingu hússins, segir að afar vel hafi gengið að selja íbúðirnar. Um er að ræða íbúðir á mjög breiðu bili, bæði hvað stærð og verð varðar. Hægt er að fá íbúðir sem kosta allt frá 41 milljón króna upp í 115 milljónir króna. „Frá síðasta laugardegi er liðinn einn mánuður frá því að fyrsta opna húsið var haldið. Strax þá fóru 20 íbúð- ir og svo hefur þetta í raun verið alveg stanslaust. Það er íbúð að seljast á tveggja daga fresti,“ segir Jón Ágúst og bætir við að allar þriggja herbergja íbúðir séu seldar. Mest af því sem enn er óselt eru litlar íbúðir, eða í kringum 50 fermetrar. „Við bjuggumst einmitt við því að þessar minni íbúðir yrðu fyrstar til að fara og stærri íbúðirnar gætu tekið einhvern tíma. Hins vegar er það svo að allar þriggja herbergja íbúðirnar eru seldar og mest er eftir af þessum minni. Við erum með margar tegundir af íbúðum enda húsið alls ekki einsleitt með bara litlum eða stórum eignum.“ Fátt ungt fólk meðal kaupenda Tvö ár eru frá því að framkvæmdir hófust en Jón Ágúst kveðst ráðgera að afhenda íbúðirnar í maímánuði. Verið er að klára vinnu við lóðina utan við húsið auk þess að innrétta síðustu íbúðirnar. Aðspurður segir hann að kaupendur íbúðanna séu á öllum aldri. Fátt ungt fólk hafi þó fest kaup á eign í húsinu. „Meirihluti þeirra sem eru að kaupa íbúðir á þessu svæði er fólk sem er komið yfir fertugt. Ég held að unga fólkið sé ekki að kaupa sér nýjar íbúðir heldur fer það frekar í notaðar. Við vorum heldur ekki með neitt inni í hlutdeildarlánunum,“ segir Jón Ágúst, en flestar minni íbúðanna hafa farið til einstæðinga fremur en til ungs fólks. „Við erum að hugsa þetta hvort heldur sem er fyrir einstaklinga eða ungt fólk. Við höfum byggt aðrar blokkir á þessu svæði og þá hafa þess- ar minni íbúðir verið að fara til fólks sem býr eitt.“ Lóðin sem Álalind 18-20 stendur á er afar glæsileg. Mikið hefur verið lagt upp úr bæjarhönnun hverfisins með áherslu á fallegan gróður, líflegt efn- isval í gangstéttum og göngugötum ásamt vandaðri umhverfislýsingu. Vesturendi byggingarinnar snýr út að fallegu torgi þar sem staðsett eru leik- tæki og bekkir. Staðsetningin er sömu- leiðis mjög góð, en stutt er í stofn- brautir og helstu þjónustu. Að sögn Jóns Ágústs eru íbúðirnar í húsinu í dýrari kantinum. „Við erum með dýra lóð, en við þurftum að kaupa hús og rífa niður. Þetta er langdýrasta lóðin í þessu hverfi auk þess sem gert er ráð fyrir bílakjallara. Það þurfti því að borga meira en gengur og gerist.“ Hafa selt meirihluta íbúða í nýrri byggingu í Álalind Morgunblaðið/Baldur Nýbygging Framkvæmdir ganga vel en að sögn Jóns Ágústs, framkvæmdastjóra Bestlu, lýkur þeim í maímánuði. Framkvæmdir » Framkvæmdir við nýbygg- inguna í Álalind 18-20 hafa tek- ið um tvö ár. » Íbúðirnar eru dýrar og skýr- ist það af staðsetningunni og niðurrifi á húsi sem var á reitn- um. » Íbúðirnar eru mjög ólíkar, en hægt er að fá eignir á mjög breiðu bili í blokkinni.  Góð sala íbúða í Álalind 18-20  Tuttugu íbúðir seldust á fyrsta opna húsinu 34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 25. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.79 Sterlingspund 179.8 Kanadadalur 101.31 Dönsk króna 20.87 Norsk króna 15.044 Sænsk króna 15.406 Svissn. franki 141.76 Japanskt jen 1.2128 SDR 184.46 Evra 155.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.7196 Hrávöruverð Gull 1809.5 ($/únsa) Ál 2136.5 ($/tonn) LME Hráolía 65.51 ($/fatið) Brent ● Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir það á misskilningi byggt sem kom fram í ViðskiptaMogganum í gær að fulltrúar bankans hefðu farið til London meðal annars til að kynna sér húsgögn. Hið rétta sé að fulltrúar bankans hafi farið til London „til að kynna sér verk- efnamiðaða vinnuaðstöðu, ekki meðal annars til að kynna sér húsgögn“. Því er hér með komið á framfæri en ekki fylgdi með nánari útskýring á því af hálfu bankans hvað verkefnamiðuð vinnuaðstaða felur í sér. Þegar Morgunblaðið tók stöðuna í lok janúar var um 75% af uppsteypu á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans við Hörpu lokið. Stefnt var að því að ljúka henni í júlí. Bankinn áformar að taka húsið í notkun á næsta ári. baldura@mbl.is Kynntu sér verkefna- miðaða vinnuaðstöðu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Austurhöfn Nýjar höfuðstöðvar Lands- bankans eru að rísa við höfnina. STUTT Sala Icelandic Seafood dróst saman um 15% árið 2020 samanborið við árið þar á undan. Var þar um að kenna takmörkunum sem í gildi voru vegna kórónuveirunnar m.a. í S-Evrópu. Þetta kemur fram í upp- gjöri félagsins fyrir árið 2020 sem birt var í gær. Hagnaður Icelandic Seafood fyrir skatta nam 5,1 milljón evra en til samanburðar var hagnaðurinn um 11,4 milljónir evra árið 2019. Vonir eru bundnar við að starfsemin nái sér aftur á strik á þessu ári, en að því er segir í til- kynningu hefur árið 2021 byrjað vel. Áætlanir gera ráð fyrir um 12 til 17 milljóna evra hagnaði fyr- ir skatta. Bjarni Ár- mannsson, for- stjóri félagsins, kvaðst í tilkynn- ingu bjartsýnn á rekstur Icelandic Seafood á komandi ári. Hagnaður Icelandic Seafood dróst saman Bjarni Ármannsson Smásölufyrirtækið Festi hagnaðist um 526 m.kr. á lokafjórðungi ársins 2020 samkvæmt tilkynningu. Á sama tíma árið á undan nam hagnaðurinn 715 m.kr. og minnkar því um 26% milli ára. Hagnaður ársins í heild hjá Festi var 2,3 milljarðar króna og dróst hann saman um tæp 19% milli ára, en hann var 2,8 ma. 2019. Eignir félagsins námu í lok tímabilsins rúm- um 83 milljörðum króna. Eigið fé Festi var í lok ársins tæpir 30 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfall er 35,7% samanborið við 35,3% í lok árs 2019. „Rekstur Festi samstæð- unnar á árinu 2020 gekk vel þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæð- ur þar sem sam- komubönn og sóttvarnarráð- stafanir höfðu mikil áhrif á öll dótturfélögin,“ segir Eggert Þór Kristófersson for- stjóri félagsins í tilkynningunni. Hagnaður Festi 526 m.kr. á lokafjórðungi Eggert Þór Kristófersson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.