Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 25.02.2021, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 Frjálst lýðræð- isþjóðfélag byggist m.a. á þeirri von að fólk muni haga sér vel þegar það hefur val- kosti og betra þjóð- félag verði að veru- leika þegar hugmyndafræði frels- isins ræður. Byggt er á því að fara verði að lögum og stjórnvöld geti ekki gripið til íþyngjandi ráð- stafana gagnvart borgurunum nema fylgt sé svonefndri lögmæt- isreglu, sem felur það í sér að ákvörðun ríkisvaldsins og annarra stjórnvalda þurfi að vera í sam- ræmi við lög og málefnaleg sjón- armið. Heilbrigðisyfirvöld töldu sig ekki hafa nægar heimildir til að bregðast við þeirri vá sem stafar af Covid-farsóttinni og fóru fram á það við ríkisstjórn að lögunum yrði breytt, þannig að valdheimildir heilbrigðisyfirvalda yrðu auknar. Alþingi samþykkti samhljóða ákveðnar breytingar á sótt- varnalögum, sem tóku gildi í byrj- un febrúar í ár. Þar með voru lög- festar nýjar og auknar valdheimildir heilbrigðisráðherra og sóttvarnayfirvalda til að setja íþyngjandi reglur til að bregðast við farsóttum og smitsjúkdómum. Í greinargerð með frumvarpi sem og í frumvarpinu til breytinga á sótt- varnalögum var vísað til lögmætisreglunnar og reglu um meðalhóf. Heimildir heilbrigð- isyfirvalda eru bundn- ar við þau sjónarmið og lengra mega þau ekki ganga í því að skerða frelsi og rétt- indi borgaranna eða íþyngja þeim. Með- alhófsreglan er lögfest í 12. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993, en þar segir: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lög- mætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og væg- ara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“ Samkvæmt lög- um landsins hafa stjórnvöld því ekki rétt til að takmarka frelsi borgaranna nema það sé heimilað í lögum og frelsisskerðingin má aldrei vera meiri en svo að aðrar og vægari aðgerðir dugi ekki til. Í ljósi þessa er nauðsyn að skoða hvort eðlilega sé staðið að málum og í samræmi við lög af hálfu heil- brigðisyfirvalda og heilbrigð- isráðherra. Í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 með áorðnum breyt- ingum segir nú „opinberum sótt- varnaráðstöfunum skal aflétta svo fljótt sem verða má“. Í því sam- bandi er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort farið hafi verið að lögum miðað við lögmætisreglu og með- alhóf, að beita sérstökum ráðstöf- unum innanlands eftir mán- aðamótin janúar-febrúar sl. þar sem þá hafði ekki greinst smit ut- an sóttkvíar í 11 daga. Hvað sem öðru líður þá virðist farið umfram meðalhóf þegar sérstakar sam- komutakmarkanir, lokunarreglur og grímuskylda gilda svo nokkur atriði séu tekin, eftir að fyrir ligg- ur að tíðni sjúkdómsins er ekki umfram það sem skýra má með því að um tilviljun sé að ræða, svo gripið sé niður í skilgreiningu sóttvarnalaganna á hugtakinu „farsótt“ eins fátækleg og hún nú er. Þá ber einnig að skoða nýtt ákvæði 3. mgr. 12. gr. sótt- varnalaga þar sem segir með til- vísun í 2. mgr. að opinberum sótt- vörnum skuli ekki beita nema brýn nauðsyn krefji til verndar heilsu og lífi manna og við beit- ingu ráðstafana sem og við aflétt- ingu skuli gæta meðalhófs og jafn- ræðis… og ekki skuli stöðva atvinnurekstur nema að því marki sem starfsemin felur í sér hættu á útbreiðslu farsóttar… Ekki verður séð að ráðstafanir heilbrigðisyf- irvalda hafi verið í samræmi við þessi ákvæði sóttvarnalaga und- anfarnar vikur, þannig að hvorki hefur verið gætt meðalhófs né lög- mætisreglu. Hvorki ríkisstjórn né heilbrigðisyfirvöld hafa markað ákveðna stefnu til lengri tíma varðandi viðbrögð við Covid-19- farsóttinni. Þannig eru engin við- mið um ráðstafanir sem eðlilegt er að grípa til miðað við tíðni smita eða annars. Heilbrigðisyfirvöld freistast því til að mæla fyrir um sem harðastar reglur og ráðherra samþykkir þær allar án at- hugasemda og virðist ekki skeyta um lögmætisregluna, reglu um meðalhóf og jafnvel ekki ótvíræð- an lagatexta sóttvarnalaga og hef- ur því, ef rétt er, gerst sek um valdníðslu gagnvart borgurunum. Nýlega samþykkti heilbrigð- isráðherra reglugerð nr. 161/2021 um sóttkví og einangrun og sýna- töku við landamæri Íslands vegna Covid-19. Þar er ferðamönnum gert skylt að framvísa neikvæðu PCR-prófi sem ekki má vera eldra en 72 klukkustundir við byrðingu (hvað svo sem það nú þýðir). Þessi regla kemur til viðbótar þeim reglum sem hafa gilt á landamær- unum, sem hafa gefist vel miðað við það markmið sem þeim er ætl- að að ná. Nú er spurningin, fyrst reglurnar sem hafa verið í gildi ná markmiði sínu, hvort það sé ekki umfram meðalhóf að gera þessa kröfu um að ferðamaður framvísi sérstöku PCR-prófi. Ekki verður annað séð en það sé umfram það sem málefnaleg sjónarmið geta réttlætt að gert sé. Við beitingu valdheimilda verður að fara að lögum og í samræmi við stað- reyndir. Sé það ekki gert eru yf- irvöld að níðast á borgurunum og geta bakað sér bótaskyldu gagn- vart þeim. Mikilvægast er þó, að yfirvöld beri virðingu fyrir þeim lögum og lýðréttindum sem gilda í landinu og taki ákvarðanir í sam- ræmi við þau. Lögmæti eða valdníðsla Eftir Jón Magnússon »Ekki verður séð að ráðstafanir yfirvalda séu í samræmi við ákvæði laga hvað varðar meðalhóf og lögmæt- isreglu. Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður. jm@ilog.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.