Morgunblaðið - 25.02.2021, Page 46

Morgunblaðið - 25.02.2021, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 ✝ Rafn Magn-ússon vélfræð- ingur fæddist 25. febr. 1932 á Þránd- arstöðum í Kjós. Hann lést 15. febr. 2021 á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ. For- eldrar Rafns voru Magnús Eiríksson, bóndi á Þránd- arstöðum og Hvammsvík í Kjós, f. 1899, d. 1987 og Vilborg Runólfsdóttir, f. 1907, d. 1995. 26. desember 1954 giftist Rafn eftirlifandi eig- inkonu sinni, Evu Guðmunds- dóttur, f. 26. sept. 1931, frá Eystri-Móhúsum á Stokkseyri. Foreldrar Evu voru Stefanía Sig- urðardóttir, f. 1889, d. 1974 og Guðmundur Hannesson, f. 1892, d. 1974, Eva og Rafn eignuðust þrjú börn: 1. Vilborg, f. 1952. Vilborg giftist Jóni Snorrasyni, þau slitu samvistum. Vilborg og Jón eign- uðust fjóra drengi: Óskírður Jónsson, f. 1970, d 1970, Snorri Júlíus, f. 1972. Snorri giftist Vig- dísi Sæunni Ingólfsdóttur, f. 1969, þau slitu samvistum. Þau eignuðust tvö börn, Sævar, f. 1995, og Dagnýju Evu, f. 2003. Rafn ólst upp í Hvammsvík í Kjós, voru systkinin sex. Rafn byrjaði snemma að vinna, fyrst í vegavinnu. En hugurinn stefndi til að vinna með vélar og er ekki ólíklegt að nánd við vélbúnað setuliðsins í Hvalfirði hafi mótað þann áhuga. Rafn fór í Iðnskól- ann í Reykjavík og sem lærlingur í Vélsmiðjunni Hamri. Hann út- skrifaðist sem sveinn í vélvirkjun 1952. Hugurinn stefndi til frek- ara náms og fór hann í Vélskóla Íslands, lauk vélstjórnarnámi 1954 og rafmagnsdeild 1955. Rafn hóf störf hjá Hval hf. 1954. Vann hann nánast alla sína starfsævi hjá Hval hf. Frá 1954 til 1970 var hann vélstjóri á skipum félagsins og lengst af sem yfirvél- stjóri. 1970 til 1971 starfaði Rafn í álverinu í Straumsvík. Rafn hóf störf sem smíða- og suðukennari við Vélskóla Íslands 1971 og starfaði við það þar til hann hætti störfum árið 2001. Frá 1974 var Rafn stöðvarstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði á sumrin. Eftir að hann hætti sem kennari í Vélskóla Ís- lands var hann prófdómari í smíða- og vélfræðigreinum, einn- ig hafði hann eftirlit með hval- bátum Hvals hf. þar sem þau lágu í Reykjavíkurhöfn. Árið 2008 fékk Rafn heiðursmerki sjó- mannadagsráðs fyrir störf sín. Útför Rafns fer fram frá Vídal- ínskirkju í dag, 25. febrúar 2021, klukkan 13. Sambýliskona Snorra er Judith Orlishausen, f. 1969, eiga þau tvö börn, Jón, f. 2013 og Sól, f. 2017. Rafn Magnús, f. 1981. Sambýliskona Rafns er Telma Borgþórsdóttir, f. 1986, eignuðust þau fjögur börn: Vil- borg Hekla, f. 2013, Ingi Rafn andvana fæddur, 2016, Aron Ingi, f. 2017 og Ingunn Gréta, f. 2019. Daníel, f. 1985. Daníel er gift- ur Aðalheiði Maríu Sigmars- dóttur, f. 1991, eiga þau tvo drengi, Sigmar Þór, f. 2014 og Daníel Berg, f. 2017. 2. Kristinn, fæddur 1954. Kristinn er giftur Sólborgu Tryggvadóttur, f. 1955 og eign- uðust þau þrjú börn, Rafn, f. 1981, d. 1999, og tvíburana Birnu og Val, f. 1985. Valur er giftur Katrínu Ósk Eyjólfsdóttur, f. 1985, eiga þau eina dóttur, Eriku Ósk, f. 2017. 3. Elsa, fædd 1959. Elsa á einn son, Hlyn Andra, f. 1984. Hlynur Andri er giftur Huldu Snorra- dóttur, f. 1988, eiga þau einn son, Baldur, f. 2017. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Kveðja frá fjölskyldu Eva Guðmundsdóttir. Rafn Magnússon, samkennari okkar og vinur, hefur nú yfirgefið okkur. Það er mikill sjónarsviptir að honum og verður hans sárt saknað í hópi gamalla samkenn- ara Vélskóla Íslands en hann var fastur gestur á mánaðarlegum hittingi okkar fyrir Covid. Rafn kom til skólans 1971 og kenndi rafsuðu, logsuðu og aðrar smíðagreinar, við góðan orðstír um 30 ára tímabil. Þá var hann umsjónarkennari nemendahópa og um árabil deildarstjóri smíða- greina í skólanum og bar þannig faglega ábyrgð á þessum grein- um. Rafn, eða Rabbi, eins nemendur og samkennarar kölluðu hann, var farsæll kennari og áhugasamur. Hann var alltaf hress á góðlátleg- an máta og nýttist það honum vel í kennslunni, enda ætíð vel liðinn af nemendum. Rabbi gerði kröfur til nemenda sinna og komust þeir ekki upp með neitt slugs við æfing- arnar. Hann var réttlátur og óhlut- drægur þegar kom að námsmati. Hann sinnti kennslunni vel, var mikill fagmaður enda litu allir svo á að Rabbi „ætti“ suðuaðstöðuna í skólanum. Þar var hann einráður. Margir samkennaranna þræddu stærstan hluta starfsæv- innar á sömu miðum, voru fyrst saman á hvalveiðum og síðan sem samkennarar í Vélskólanum. Eftir að þátttöku í hvalveiðum lauk ákváðu vélstjórarnir á bátunum að halda hópinn áfram og komu sam- an ásamt eiginkonum í fjölda ára við ýmis tilefni undir heitinu „Hvalagrúppan“. Um 40 ára skeið hefur líka verið árviss samvera á þorranum og verður skarð fyrir skildi að hafa Rabba ekki lengur í hópnum. Við minnumst Rabba sem bros- milds og glaðværs félaga sem gott var að eiga samskipti við. Afskap- lega gefandi samvera er þökkuð með söknuð í hjarta. Evu, konu hans, börnum og öðrum nákomn- um ættingjum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Fyrrverandi samkennarar í Vélskóla Íslands, Sigurður R. Guðjónsson. Mín raunverulegu kynni af Rafni eða Rabba eins og við köll- uðum hann ævinlega hófust 1956, en þá var hann 2. vélstjóri á Hval 1 en ég var þar messi 13 ára gam- all. Þetta var mín frumraun til sjós. Næst vorum við skipsfélagar á Hval 2 og Hval 7 samtals í fjórar hvalvertíðir, ég sem háseti og Rabbi vélstjóri. Rabbi sagði mér að aðdragandi þess að hann réðst til Hval hf. var að skólabróðir hans í Vélskólan- um bað hann að leysa sig af í hálf- an mánuð í byrjun hvalvertíðar 1954 sem 3. vélstjóri á Hval 2. Úr varð að Rabbi var alla ver- tíðina og gott betur hjá Hval hf. Hann var næstu tvær hvalvertíðir á Hval 1 og síðan á Hval 2 þar til hann sótti Hval 7 til Noregs um sumarið 1961 sem 1. vélstjóri. Var hann 1. vélstjóri á Hval 7 þar til hann hætti til sjós eftir hvalver- tíðina 1970. Rabbi var nú ekki búinn að segja alveg skilið við okkur hjá Hval hf. því hann leysti félaga sína af hluta úr vertíð næstu ár. Rafn réð sig sem stöðvarstjóra í hvalstöðinni frá 1974 meðfram því sem hann hafði eftirlit með vélbúnaði hvalbátanna og sá um samskipti við vélstjórana. Öll umsvif hjá Hval hf. minnk- uðu auðvitað verulega er hval- veiðar hættu eftir vertíðina 1989 er hið svonefnda hvalveiðibann tók gildi. Áfram varð að líta eftir skipunum og sjá til þess að allt væri í lagi um borð. Fólst það m.a. í að snúa aðalvélinni og smyrja hana reglulega og margt fleira. Rabbi þekkti manna best hvern krók og kima í hvalbátun- um svo hér var ekki kot vísað. Natni, vandvirkni og snyrti- mennska var Rabba í blóð borin er kom að eftirliti og því sem þurfti að gera svo skipin yrðu klár í slaginn er kallið kæmi. Er það svo loks gerðist 2006 er Hvalur 9 fór í stutta vertíð í lok sumars og veiddi sjö langreyðar, þá var skip og vélbúnaður í eins góðu ástandi og maður gat best á kosið eftir að hafa legið í Reykja- víkurhöfn síðan haustið 1989. Samviskusemi Rabba sýndi sig hér áþreifanlega. Eftir að Rabbi hætti hjá Hval hf. að eigin ósk vegna aldurs í lok árs 2006, þá 74 ára, hafði hann þó áfram vökult auga með okkur og fylgdist vel með því hvað um var að vera. Kom hann oft í kaffi til að ræða málin eins og gengur og gerist. Eftir að Rabbi hætti til sjós byrjaði hann fljótlega að kenna smíðar í Vélskólanum á veturna. Það var mikið lán fyrir Hval hf. að hafa fengið mann eins og Rabba til starfa hjá félaginu, mann sem kunni sitt fag og var úrræðagóður ef eitthvað bjátaði á. Þegar ég hugsa til baka þá var ég nú ekki hár í loftinu 13 ára á Hval 1 en þar um borð var einvala áhöfn og margir þeirra störfuðu hjá fyrirtækinu í áratugi eins og Rabbi, enda leið mér vel þar og síðar til sjós með þeim. Það hefur verið mikið lán fyrir mig persónulega að hafa átt sam- leið með Rabba í nær 65 ár er hann kveður okkur nú. Hann kenndi mér margt um gufuvélar en þær þekkti hann eins og lófana sína. Að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar senda Evu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Loftsson. Rafn Magnússon ✝ Lýður ValgeirBenediktsson fæddist á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð 2. september 1931. Hann lést á Land- spítalanum 7. febr- úar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Lýðs- dóttir frá Skrið- insenni, f. 22. júní 1895, d. 1. sept- ember 1983, og Benedikt Gríms- son, bóndi og hreppstjóri, f. 17. apríl 1898, d. 21. júlí 1980. Bræð- ur Lýðs eru Grímur, f. 7. maí 1927, d. 18. maí 2018, Sigurður Matthías, f. 29. desember 1928, d. 28. maí 2005. Fóstursystir Lýðs er Rósa Jónída, f. 16. júní 1936, d. 19. ágúst 2018. Lýður giftist eftirlifandi konu sinni, Helgu Guðrúnu Valdi- marsdóttur, f. 23.4. 1938, hinn 20. september 1959. Foreldrar síðan einn vetur á Héraðsskól- ann á Reykjum og lauk þaðan landsprófi. Eftir það fór hann suður til Reykjavíkur og gekk þar í Samvinnuskólann og lauk þaðan samvinnuskólaprófi. Lýð- ur vann nokkur ár sem aðalbók- ari í Kaupfélagi Strandamanna á Hólmavík og var þá eitt ár hreppstjóri á Hólmavík. Árið 1960 fluttu Lýður og Helga til Reykjavíkur og byrjaði hann þá að vinna í Skipadeild Sambands- ins sem síðar varð Samskip. Lýð- ur vann hjá Samskip þar til 2001 en lét þá af störfum eftir 41 ár. Lýður var lengi í stjórn Átt- hagafélags Strandamanna og var í mörg ár gjaldkeri félagsins. Árið 1991 hóf hann að læra á harmonikku, þá 60 ára gamall, og gerðist fljótlega félagi í Harmonikkufélagi Reykjavíkur. Hann lék einnig í nokkur ár í danshljómsveit Ulrichs Falkn- ers. Eftir að Lýður hætti að vinna spilaði hann á harmonikku um 15 ára skeið undir söng hjá félagsmiðstöð aldraða á Dal- braut 18 í Reykjavík. Útför Lýðs fer fram frá Grensáskirkju í dag, 25. febrúar 2021, klukkan 15. hennar eru Valdi- mar Guðmundsson, f. 16.8. 1910, d. 28.10. 2001, og Ey- björg Áskelsdóttir, f. 10.1. 1910, d. 29.1. 1992. Dætur þeirra eru: 1) Ragnheiður sjúkraþjálfari, f. 18. maí 1959. Hún er gift Sigurði Jóns- syni, f. 30.12. 1957, og eiga þau tvo syni, Atla, f. 20.12. 1994, og Dav- íð, f. 27.10. 2000. Fyrir átti Sig- urður Ásdísi Írenu, f. 4.5. 1980, og Telmu Rut, f. 20.10. 1992. 2) Linda Bára sálfræðingur, f. 5. maí 1967. Hún er gift Hafsteini Bragasyni, f. 14.7. 1967, og eiga þau tvo syni, Lýð, f. 3.8. 1999, og Hlyn, f. 17.4. 2004. Lýður var fæddur og uppalinn á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Átján ára fór hann einn vetur á Héraðsskólann á Laugarvatni og Í dag kveðjum við elskulega tengdapabba, Lýð Benedikts- son. Lýður fæddist á Ströndum árið 1931, að Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Þar ólst hann upp við gott yfirlæti hjá for- eldrum sínum og bræðrum. Eins og ungra manna siður af framsóknarættum var á þess- um tíma fór Lýður um tvítugt í Samvinnuskólann sem þá var starfræktur í Reykjavík. Að loknu samvinnuskólaprófi vann hann í Kaupfélagi Stranda- manna á Hólmavík. Þar kynnt- ist hann æviástinni sinni og vini, Helgu Valdimarsdóttur. Um þrítugt fluttu þau alfarið suður er Lýður hóf störf í skipadeild Sambandsins sem síðar varð Samskip. Þar starf- aði hann alla sína starfsævi. Lýður var einstaklega vel lið- inn samstarfsmaður, traustur, hlýr og úrræðagóður. Tengdapabbi var einstakur öðlingur sem vildi öllum gott gera. Hann var mikill þátttak- andi í okkar lífi og nátengdur barnabörnum sínum. Hann var alltaf boðinn og búinn að að- stoða eða létta undir með okk- ur þegar á þurfti að halda. Það voru ófá skiptin sem hann skutlaðist með drengina okkar Lindu á æfingar, í skátana eða í kringum skólastarfið. Lýður og Helga voru gjarnan heima hjá okkur þegar strákarnir komu úr skólanum sem var okkur ómetanlegt. Það er því engin tilviljun að strákarnir okkar voru mjög hændir að afa sínum og syrgja hann sárt. Lýður var hjálpsamur og það var gott að leita til hans. Ekk- Lýður Valgeir Benediktsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár BJÖRN KRISTINSSON, rafmagnsverkfræðingur, prófessor emeritus, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 22. febrúar. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Hallgrímsdóttir Elskuleg systir okkar, ÞÓRDÍS LÁRUSDÓTTIR, Dísa, Grundartúni 12, Hvammstanga, lést laugardaginn 20. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Lárusson Svanhildur Hall Grímur Lárusson Finnur Lárusson Merrily Lárusson Hafliði Lárusson Catherine Alaguiry Pétur Þröstur Baldursson Anna Birna Þorsteinsdóttir Kristín Heiða Baldursdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN JOHNSON, Fellsási 9, Mosfellsbæ, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 21. febrúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Örn Johnson Jóhanna Laufdal Aðalsteinsd. Björn Hrannar Johnson Pétur Sigurjónsson Friðrik Johnson Haukur Johnson Lars Wallström Óttar Örn Johnson Tereza Kociánová Ásgeir Thor Johnson Dagný Vala Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRLEIF ANDRÉSDÓTTIR, Leirhöfn, andaðist á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, fimmtudaginn 18. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 27. febrúar klukkan 14 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík, njóta þess, kt. 511298-2969, reikningsnr. 1110-15-201156. Hjartans þakkir til starfsfólks Hvamms fyrir góða og hlýja umönnun í gegnum árin. Athöfninni verður streymt á facebook-viðburðinum Jarðarför Dýrleifar Andrésdóttur, Leirhöfn Andrea Jóhannsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Steinar Matthíasson Arnfríður Jóhannsdóttir Hildur Jóhannsdóttir Jón Þór Guðmundsson barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.