Morgunblaðið - 25.02.2021, Page 47

Morgunblaðið - 25.02.2021, Page 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 ✝ Agnes SteinaÓskarsdóttir fæddist í Bolung- arvík 22. mars 1939. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 6. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Óskar Halldórsson, sjó- maður, f. 9. sept- ember 1916 í Bol- ungarvík, d. 30. janúar 1941, og Jóhanna Pétursdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1917 í Bolungarvík, d. 25. febrúar 1962. Eftirlifandi eiginmaður Agnesar Steinu er Stefán Ævar Ragnarsson járnsmíðameistari, f. 20. janúar 1936 á Ísafirði. Þau gengu í hjónaband 6. júní 1959 og eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Óskar Ævarsson vélfræðingur, f. 11. desember 1958 á Ísafirði, maki Andrea Vikarsdóttir, f. 6. mars 1963 í Reykjavík. Fyrir átti Óskar fjög- ur börn, a) Finnbogi, f. 1978, maki hans Karen Pálsdóttir, f. 1981, þau eiga tvö börn. b) Agnes Steina, f. 1981, maki hennar Hilmar Björn Hróðmars- son, f. 1973, þau eiga þrjú börn. c) Róbert Örn, f. 1987, og d) 1961 á Ísafirði. Maki hans er Eva Rowan Ævarsson, f. 1973. Agnes Steina var fædd og uppalin í Bolungarvík. Faðir hennar fórst í sjóslysi með Baldri ÍS í janúar 1941 og var Agnes Steina alin upp af móður sinni. Eftir barnaskóla gekk hún í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og útskrifaðist þaðan 1957 með hæstu einkunn. Agga Steina kynnist eftirlif- andi manni sínum Ævari Ragn- arssyni þegar hún var á seinna ári gagnfræðaskólans. Þau hófu fljótlega húsbyggingu í Sjó- mannablokkinni á Hlíðarvegi á Ísafirði þar sem þau eignuðust sín þrjú börn og seinna byggðu þau sér svo hús á Völusteins- stræti 9 í Bolungarvík. Agnes Steina og Ævar fluttu til Hafn- arfjarðar árið 1974 þar sem hún bjó til æviloka, lengst af í Álfa- bergi 30, en það hús byggðu þau Ævar einnig. Agga Steina vann hin ýmsu störf um ævina svo sem versl- unarstörf, sem talsímakona, við fiskvinnslu, skrifstofustörf, sem leikskólakennari og sérkennari. Hún útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands árið 1980 og síðar sem leikskólasérkennari árið 1991. Lengst af starfaði hún á leik- skólunum Álfabergi, Víðivöll- um, Arnarbergi og lauk starfs- ævinni á leikskólanum Hlíðar- bergi. Útför Agnesar Steinu fór fram í kyrrþey 18. febrúar 2021 frá Hafnarfjarðarkirkju. Brynja Huld, f. 1987. Saman eiga Óskar og Andrea tvö börn, e) El- ísabet Rán, f. 1992, maki hennar Mark Doulin, f. 1992, þau eiga eina dóttur, f) Natan Ævar, f. 1998. Fyrir átti Andrea tvo drengi, Magnús Þór Óm- arsson, f. 1980, maki hans Álfhildur Ásgeirs- dóttir, f. 1983, þau eiga fjögur börn, og Davíð Þór Ómarsson, f. 1983, maki hans Solmaz Pour- mohammad, f. 1993, þau eiga tvo syni. 2) Bryndís Ævarsdóttir leik- skólakennari, f. 26. nóvember 1959 á Ísafirði, maki hennar er Þorvaldur Friðþjófsson, f. 31. janúar 1959 í Hafnarfirði. Sam- an eiga þau fjögur börn. a) Gyða Hrund, f. 1982, maki Sonny Stark, f. 1983, b) Ævar, f. 1986, d. 1995, c) Sigurður Óli, f. 1988, sambýliskona hans Ólína Krist- jana Arnfjörð, f. 1988, saman eiga þau tvo syni, d) Bergþóra, f. 1997, sambýlismaður hennar Hákon Örn Harðarson, f. 1996. 3) Jóhann Ævarsson vél- virkjameistari, f. 4. desember Elsku mamma mín. Þegar ég hugsa um lífshlaup þitt þá hugsa ég um hversu öflug þú varst. Kornung með þrjú börn á fjór- um árum, eiginmaðurinn úti á sjó og báðir foreldrar þínir fallnir frá. Þegar þú fórst til London um margra vikna skeið með bróður minn til lækninga. Þegar þú skelltir þér í Flensborg til að mennta þig meira. „Við erum tvær, gömlu konurnar,“ sagðir þú. Og síðan í Fóstruskólann það- an sem þú útskrifaðist rúmlega fertug. Ekki fannst þér nóg kom- ið þá, þú vildir geta gert eitthvað meira til að efla þau börn sem þurftu meira. Svo þú fórst í framhaldsnám og útskrifaðist með sérkennslu barna með sér- þarfir, eins og það hét þá. Það var sko enginn svikinn af því að hafa þig sem kennara, þú sinntir öllu af alúð og metnaði. Við afkomendur þínir fengum líka að njóta þessara eiginleika þinna. Og þegar barnabörnin fædd- ust eitt af öðru fengu þau sinn skerf af fróðleik, kennslu, ást og umhyggju. Þar sem farið var að draga af þér þegar yngstu barnabörnin fæddust kynntust þau ekki öllu fjörinu og uppátækjunum sem þau eldri muna. Mörg síðustu ár einkenndust af miklum veikindum sem skertu lífsgæði þín verulega. Veikindi og líðan gerðu það að verkum að þú gast ekki notið þeirra tæki- færa sem lífið bauð upp á. Hafðu þökk fyrir allt elsku mamma mín. Vonandi ertu kom- in í faðm þeirra sem fóru á undan og þú saknaðir alltaf sárt. Þín dóttir, Bryndís og fjölskylda. Elsku amma mín, nafna og vinkona lést eftir slys á hjarta- deild Landspítalans þann 6. febr- úar. Síðustu dagana í lífi hennar vakti ég yfir henni og er ég þakk- lát fyrir að ég gat hugsað um ömmu mína eins og hún hugsaði alltaf um mig. Þakklát fyrir að ég gat þakkað henni fyrir allt sem hún var mér. Taugin á milli okkar ömmu var mjög sterk og höfðum við þörf fyrir að heyra í hvor annarri mjög reglulega. Það verður skrítið að geta ekki komið við hjá ömmu eða heyrt í henni í síma eins og við gerðum svo oft. Amma var mjög þolinmóð við okkur afleggjarana og var hún alltaf klár í föndur og leiki sama hvaða hlutverk hún fékk; barn, amma, hestur, hundur. Amma hafði mikla frásagnar- hæfileika og man ég að þegar hún bæði las og sagði sögur af Dimmalimm, Hlina kóngssyni, Búkollu o.fl. sat ég hugfangin í hvert sinn þrátt fyrir að ég þekkti sögurnar út í gegn því þær voru alltaf jafn spennandi og lifandi í frásögn ömmu. Í sumarbústaðnum kenndi amma okkur að þekkja blóm, rækta kartöflur og radísur. Kvöldgöngur og kvöldkaffi voru fastir liðir fyrir svefn. Amma hafði unun af nátt- úrunni og vildi kenna okkur að umgangast hana af virðingu. Hún flokkaði sorp áður en ég man eftir mér og predikaði hand- þvott löngu áður en „þríeykið“ kom til sögunnar. Hún hafði metnað fyrir því að vera amma og allt sem hún gerði með okkur snerist um að við vissum meira í dag en í gær. Mér þótti alltaf notalegt að koma til ömmu og ég naut þess svo sannarlega að vera nálægt henni, það færðist alltaf yfir mig notaleg værð í návist hennar. Við amma gátum talað um hjartans mál sem og mál líðandi stundar og gátum við týnt klukkutímum í spjalli. Amma var svo sannarlega með fallega sál og viðkvæma og hefði þurft meiri kærleik og hlýju í líf- inu en hún fékk, einnig frá sjálfri sér. Ég hef alltaf verið stolt af því að bera nafn hennar því hún amma mín var ótrúleg kona og lét sér virkilega annt um alla þá sem skiptu hana máli. Hún var meiri stoð í mínu lífi en hún gerði sér nokkurn tímann grein fyrir, þrátt fyrir að ég segði henni það oft. Þú varst okkur amma svo undur góðÞú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma mín, söknuðurinn er yfirþyrmandi en minningin lif- ir í brjóstum okkar um aldur og ævi. Minning um fallega, ljúfa sál og góða ömmu. Ömmu verður sárt saknað. Hvíldu lúin bein, elsku amma mín. Þín Agnes Steina og fjölskylda. Agnes Steina Óskarsdóttir ert viðvik var of mikið. Þegar við stóðum í framkvæmdum þá mætti hann á hverjum degi og hélt iðnaðarmönnunum við efn- ið með sinni góðu nærveru. Eins og einn iðnaðarmaðurinn sagði, það væri ekki annað hægt en að láta verkin tala undir hlýrri útgeislun tengda- pabba. Lýður var listrænn og mikill hagleiksmaður. Hann lærði snemma á hljóðfæri og spilaði vel á orgel. Á seinni árum sneri hans sér að harmóníkunni og spilaði á hana þar til hann hafði ekki lengur líkamlega burði til þess. Hann skar út í tré og við eig- um marga fallega muni sem munu halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Svo teikn- aði Lýður og byggði sumarbú- stað í Grafningi sem varð þeim Helgu vin á efri árum. Það eru ófáar minningar sem tengjast samverustundum okkar í sum- arbústaðnum með tengdó. Lýð- ur var góður sögumaður og það var alltaf skemmtilegt að heyra sögur frá því þegar hann var að alast upp á Ströndum, var í til- hugalífinu með tengdamömmu eða frá störfum hans hjá Sam- bandinu svo dæmi séu tekin. Alltaf skemmtilegar og fallegar sögur enda talaði Lýður aldrei neikvætt um nokkurn mann eða atburði. Hann var þannig mað- ur. Elsku tengdapabbi, mikið er ég þakklátur fyrir allar sam- verustundirnar, hlýjuna og að vera til staðar fyrir okkur fjöl- skylduna. Ég hefði ekki getað verið heppnari með tengda- pabba og þín verður sárt sakn- að. Eftir sitja hlýjar minningar um einstaklega vel gerðan mann. Hafsteinn Bragason. Elsku afi er farinn. Hann var alltaf til staðar og það er svo margt að muna. Við munum eftir harmóníkuleiknum þínum í stofunni, eftir sögunum sem þú sagðir okkur, eftir sundferð- unum og pylsunum sem við fengum okkar saman eftir sundið, eftir skutlinu í leikfimi, crossfit, fótbolta, karate og parkour, eftir samræðum í bíln- um með þér og ömmu, eftir sumarbústaðarferðunum til afa og ömmu, eftir ferðunum upp í kartöflugarð að tína kartöflur og jarðarber, eftir kótilettunum sem þú bjóst til og smjörinu með smá brauði. Við söknum símtalanna frá þér þegar þú hringdir í okkur á ferðalögum og skátamótum. Við vorum heppnir að fá að hafa þig í lífi okkar og kynnast þér vel elsku afi og erum þakklátir fyrir allar góðu minningarnar sem þú hef- ur gefið okkur öll þessi ár. Lýður og Hlynur. Elsku afi minn, ég get ekki annað en talið mig heppinn að hafa fengið að eiga þig sem afa og vin í 26 ár. Þú sem gerðir svo mikið fyrir mig og baðst um svo lítið í staðinn. Við eyddum mörgum stund- um saman og brölluðum margt. Góðar eru minningarnar sem ég á með þér og ömmu í Stóra- gerðinu. Þar sem við sátum í eldhús- króknum og borðuðum kóte- lettur í raspi og saltað hrossa- kjöt. Þar sem við settum saman flugvélamódelin sem svo prýddu efstu hillurnar í stof- unni. Þar sem við sátum í hæg- indastólunum, borðuðum súkkulaði, gláptum á Spaug- stofuna og sáum hvort þið hefð- uð unnið milljónirnar í lottóinu. Þar sem ég fékk að gista á svefnsófanum sem ég var búinn að eigna mér. Við fórum í langar bílferðir til Hólmavíkur að skoða æsku- slóðirnar með hamborgara- stoppum í Brúarskála. Við fleyttum kerlingar á Þingvalla- vatni á leiðinni upp í sumarbú- stað þar sem þú leyfðir mér að fikta í eldinum í kamínunni þótt mamma væri búin að banna mér það. Við fórum í óteljandi sundferðir, þar sem oftar en ekki þurfti ég að bíða þolinmóð- ur á meðan þú talaðir við allt fólkið sem þú þekktir. Þú verð- launaðir biðina þó alltaf með pylsu eftir sundið. Það er skrítið að setjast ekki lengur upp í bílinn hjá þér og ferðast um bæinn. Bílinn sem ég fékk ungur að stýra á meðan þú sast undir mér uppi í sum- arbústað. Bílinn sem skutlaði mér á fótboltaæfingarnar og í fiðlutímana. Bílinn sem var allt- af með harmonikkutónlist í kassettutækinu og beiskan brjóstsykur í hanskahólfinu. Þegar ég fékk það verkefni að taka viðtal í sagnfræðinám- inu kom ekki til greina að tala við neinn nema þig enda varstu stútfullur af skemmtilegum sögum af langri og viðburða- ríkri ævi. Og þótt ég sé búinn að heyra þær allar mörgum sinnum, þá hefði ég ekkert á móti því að heyra þær allar einu sinni enn. Takk fyrir allt afi minn, við sjáumst. Atli Sigurðarson. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Okkar ástkæri, FRIÐRIK BJÖRNSSON, Ársölum 3, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 16. febrúar. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 1. mars klukkan 13. Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en einnig verður streymt frá athöfninni á lindakirkja.is/utfarir Gunngeir Friðriksson Edda Björg Sigmarsdóttir Sigurrós Friðriksdóttir Steinar Óli Jónsson Ásgeir Herdísarson Kristín Hinriksdóttir barnabörn og barnabarnabarn Hjartkæri eiginmaður minn, vinur og félagi, faðir barnanna okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐLAUGSSON skipstjóri, Birkihólum 10, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 19. febrúar. Fyrir hönd barnanna okkar, Alda Særós Þórðardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HENNÝ SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sólvangi, lést mánudaginn 22. febrúar í faðmi sinna nánustu. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/jlTZw6tUL6M Guðmundur H. Gústafsson Þorbjörg Steins Gestsdóttir Ásmundur Gústafsson Stefanía Sigfúsdóttir Gústaf J. Gústafsson Sigurður Gústafsson Emil Gústafsson Elfa B. Hreinsdóttir Henný S. Gústafsdóttir Erna J. Erlendsdóttir Árni Þ. Gústafsson Sonja Bent barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN LOVÍSA MAGNÚSDÓTTIR, Lyngholti Vogum, er látin. Systkinin Lyngholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.