Morgunblaðið - 25.02.2021, Side 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
✝ Anna GuðrúnSigurðardóttir
fæddist 18. sept-
ember 1975 í
Reykjavík. Hún
lést 16. febrúar
2021 á Landspít-
alanum, eftir erf-
iða baráttu við
krabbamein.
Anna Guðrún
ólst upp í Grinda-
vík og í Keflavík,
en bjó í Reykjavík lengst af.
Eftirlifandi faðir Önnu Guð-
rúnar er Sigurður Þorsteins-
son, f. 9. apríl 1941, búsettur í
Reykjavík, hann er ættaður frá
Skálanesi í Hraunhrepp Mýr.
Móðir hennar var Sigríður
Anna Sveinbjörnsdóttir, f. 18.
febrúar 1943, d. 30. desember
2015. Sigríður Anna var ættuð
frá Litlu-Ávík á Ströndum.
Anna Guðrún átti þrjú systk-
ini en tvö dóu ung. Guðjón
(eldri), f. 20. apríl 1962, d. 27.
maí 1963, og Anna Guðrún
(eldri), f. 8. mars 1966, d. 7.
febrúar 1969.
Eftirlifandi
bróðir Önnu Guð-
rúnar er Guðjón, f.
27. október 1964,
eiginkona hans er
Andrea Margrét
Þráinsdóttir, f. 5.
desember 1966.
Guðjón og Andrea
eiga þrjár dætur
og átta barnabörn,
dætur þeirra eru
Þórdís Jóna, f.
1984, sambýlismaður hennar
er Helgi Einarsson, f. 1986,
synir þeirra eru Bergur Ísak
og Hilmir Hrafn, Snædís Ósk,
f. 1985, sambýlismaður hennar
er Bogi Adolfsson, f. 1976,
þeirra börn eru Selma Líf,
Guðjón Darri og Margrét Jara,
og Árdís Sif, f. 1991, sambýlis-
maður hennar er Þórarinn
Arnarson, f. 1987, dætur
þeirra eru Andrea Margrét,
Þórdís Etna og Auður Huld.
Útför Önnu Guðrúnar fer
fram frá Langholtskirkju í
dag, 25. febrúar 2021, klukkan
13.
Í dag kveðjum við elsku systur
og mágkonu sem lést eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Orð
megna lítils en við viljum þakka
af heilum hug fyrir liðinn tíma og
þær minningar sem við eigum
um þig. Minningarnar lifa áfram í
hjörtum okkar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku pabbi/tengdapabbi, við
vottum þér og öllum öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð. Kærleikskveðjur,
Guðjón og Andrea.
Elsku frænka og vinkona, mér
finnst þú alltaf vera systir mín þó
að þú sért dóttir bróður míns.
Það var margt mjög erfitt í lífi
þínu en það ætla ég ekki að skrifa
um.
Ég man alltaf eftir þér bros-
andi alla daga fyrir utan nokkra
daga. Mikið á ég eftir að sakna
þín og allra ferðalaganna, það er
sárt að hugsa til þess að þú átt
ekki eftir að keyra með eftir okk-
ur inn í Þórsmörk aftur. Það var
svo gott að þú kæmir með á eigin
bíl „Fatlafólinu“ þínu. Harkan í
þér að koma þér sjálf í hjólastóln-
um á brennuna og svo þegar við
komum til baka spiluðum við
10000 fram undir morgun.
Einni skemmtiferð man ég
sérstaklega eftir, þú baðst mig að
koma með þér á Selfoss til ömmu
þinnar (mömmu minnar), þá
varst þú nýbúin í kjálkaaðgerð og
varst á fljótandi fæði. Það var
heitt í veðri og þig langaði í ís svo
við fengum okkur bara ís. Þú
gast ekki haldið honum uppi í
þér, svo ísinn lak út um allt. Við
hlógum svo mikið að ég hélt að þú
myndir keyra út af. Svona man
ég eftir þér, alltaf gaman og gleði
í kringum þig. Árið 2010 fórum
við í ferð sem var frekar óspenn-
andi, það var þegar við skruppum
til Stokkhólms þegar þú varst
með stíflaða æð í höfðinu. Þegar
við lentum í Stokkhólmi fórst þú í
sjúkrabíl á gjörgæslu en ég í
leigubíl en ég vissi ekki hvar
gjörgæslan var. Eftir klukkutíma
fann ég þig, þá var búið að tengja
þig við alls konar mæla og rit.
Þegar búið var að fóðra æðina
fengum við hláturkast í stærra
lagi, ég varð svo hrædd þegar ég
sá blóðþrýstingsmælinn þjóta
upp en daginn eftir fengum við að
fara heim.
Svo komst þú í flestar systk-
inaferðirnar á Vog á Mýrum,
Hítardal, Skorradal, Snæfellsnes
og marga fleiri staði og alltaf var
sungið og spilað fram undir
morgun og þú í þínu besta skapi.
Svo komstu á þorrablótin hjá Sæ-
unni og Óla, þá gistir þú með
okkur í bústaðnum á tjaldstæð-
inu.
Það var svo gott að koma til
þín á Sléttuveginn og drukkum
við mikið kaffi en svo veiktist þú
sem var ömurlegt. Mér finnst þú
hafa gengið í gegnum nóg á æv-
inni. Hvers vegna þurftir þú að fá
krabbamein?
Síðast þegar ég heimsótti þig á
krabbameinsdeildina á Landspít-
alanum varstu mjög hress og kát
og fíflaðist með að það væri stutt
í næsta kaffiboð hjá þér.
Nú er þetta búið, þú þarft ekki
að kveljast lengur. Þú ert komin
til ömmu og afa á Langó, mömmu
og stóru systkina þinna. Takk
elsku frænka fyrir allt sem þú
hefur kennt mér og það er nú
ekki lítið.
Elsku Siggi bróðir, Guðjón og
fjölskylda, megi góður Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Björk frænka.
Skjótt hefur sól brugðist
sumri, kom upp í hug minn þegar
ég varð að trúa því að Anna Guð-
rún bróðurdóttir mín væri horfin
okkur, eftir stranga en ekki
langa baráttu við krabbamein, en
þótt sólin bregðist stundum
sumrinu og okkur öllum, þá læt-
ur hún alltaf aftur sjá sig, lýsir
upp og yljar tilveru okkar, það
var einmitt þannig sem hún elsku
frænka mín reyndi alltaf að sjá
björtustu hliðarnar og ég veit að
það væri hennar ósk að við gæt-
um brosað í gegnum tárin á þess-
um erfiðu dögum.
Ég man hvað ég varð glöð og
upp með mér þegar Siggi og
Sissa spurðu mig hvort ég myndi
vilja halda á nýfæddri dóttur
þeirra undir skírn, Anna Guðrún
var skírð í höfuðið á föðurömmu
sinni. Hún fæddist með klofinn
hrygg og þurfti því í aðgerð strax
daginn eftir og vorum við því
hálfkvíðin fyrir komandi dögum,
en sú stutta óx og dafnaði, en oft
þurfti hún að fara á Barnaspít-
alann að laga hitt og þetta, en
hún tók þessu öllu með undra-
verðri rósemi. Hún efldist með
hverju árinu, fyrst var hún á
hækjum en síðar eingöngu í
hjólastól.
Hún leit alltaf björtum augum
á framtíðina enda tók hún alltaf
þátt í öllum uppákomum í fjöl-
skyldunni, í vinnunni og fé-
lagsstarfi fatlaðra og átti marga
og góða vini.
Það var mikil bylting fyrir
hana þegar hún tók bílpróf og
fékk sinn sérútbúna bíl, enda
hentist hún um land allt, hvar
sem okkur frænkum hennar og
pabba datt í hug að halda hinar
árlegu systkinaferðir, sem voru
nú kannski ekki allar þær heppi-
legustu fyrir hjólastólafólk, en
það var ekkert verið að væla
neitt, þótt við reyndum nú oftast
að fá staði sem voru þolanlegir
fyrir hana. En í anda Önnu Guð-
rúnar verðum við að sætta okkur
við tilveru okkar án hennar, þótt
erfitt verði að fylla skarðið sem
verður í öllum okkar samveru-
stundum, sem ekki voru svo fáar,
þar sem við systkinin reynum að
hittast oft og vera með afkom-
endum okkar og alltaf var það
elsku frænka sem var duglegust
að mæta og vera með okkur.
Hvað við megum vera þakklát
fyrir að hafa hana samferða okk-
ur þessi 45 ár, sem mér finnst að
hefði mátt vera mun lengri sam-
vera. Takk fyrir allt og allt elsku
Anna Guðrún mín.
Elsku Siggi, Guðjón, Andrea
og dætur, hugheilar samúðar-
kveðjur, sorgin og söknuðurinn
er okkar allra.
Sæunn.
Við kveðjum með söknuði
Önnu Guðrúnu sem kvaddi þenn-
an heim langt um aldur fram eftir
erfið veikindi.
Anna Guðrún var bæði góð
vinkona og vinnufélagi. Við
kynntumst fyrir rúmum aldar-
fjórðungi þegar hún flutti í íbúð í
Sjálfsbjargarhúsinu, á þeim tíma
sem ég vann á skrifstofu Sjálfs-
bjargar lsh. Eftir þann tíma
störfuðum við saman í atvinnu-
lífsnefnd Sjálfsbjargar lsh. í
nokkur ár. Þegar því lauk héld-
um við áfram að vera í sambandi
með hléum.
Vegir okkar lágu síðan aftur
saman þegar við unnum báðar á
skrifstofu Öryrkjabandalagsins
en hún kom þangað nokkrum
mánuðum á undan mér. Hún
vann þar samfellt í 8 ár, á ár-
unum 2007 - 2015, við ýmis störf.
Eitt af verkefnum hennar var
umsjón með skrifstofuvörum og
að sjá um pantanir á þeim. Þegar
við fluttum í nýtt skrifstofuhús-
næði árið 2014 voru vörurnar
geymdar í herbergi við hliðina á
móttökuborðinu þar sem hún
vann. Þegar merkja átti herberg-
ið fékk það heitið „Önnubúð“
enda gekk það undir því heiti í
daglegu tali. Í hvert sinn þegar
við starfsfólkið förum inn í Önnu-
búð að sækja það sem okkur van-
hagar um hugsum við hlýtt til
hennar.
Anna Guðrún sinnti fjölbreytt-
um verkefnum og hafði góða
þekkingu á málefnum fatlaðs
fólks. Þegar hún lét af störfum
hjá ÖBÍ fór hún til Þekkingar-
miðstöðvar Sjálfsbjargar þar
sem hennar kunnátta og reynsla
kom að góðum notum við ráðgjöf
og upplýsingagjöf.
Hún hafði mikinn áhuga á fé-
lagsstörfum, en hún starfaði
meðal annars innan Íþróttasam-
bands fatlaðra og var virk í fé-
lagsstarfi Sjálfsbjargar lsh.
Ásamt þátttöku í atvinnulífs-
nefnd Sjálfsbjargar lsh. var hún
einnig í ferlinefnd og í fram-
kvæmdastjórn landssambands-
ins. Þá var hún einnig í stjórn
Ný-ungar, ungliðahreyfingar
Sjálfsbjargar, og í stjórn
DNHFU, bandalagi ungliða-
hreyfinga fatlaðs fólks á Norð-
urlöndum.
Anna Guðrún var félagsvera,
glaðlynd, traust og góð vinkona
enda átti hún marga vini. Hún
var einnig opinská og hreinskipt-
in og lá ekki á skoðunum sínum.
Hún lagði alla tíð áherslu á mik-
ilvægi þess að lifa sjálfstæðu lífi.
Hún hafði ánægju af hreyfingu
og útivist og ljómaði öll þegar
hún var á leið í hina árlegu Þórs-
merkurferð með stórfjölskyld-
unni þar sem hún átti góða að
sem skipti hana miklu máli. Faðir
hennar var henni ætíð innan
handar, hannaði og smíðaði með-
al annars lyftu til að hún kæmist
hjálparlaust inn og út úr íbúðinni
þar sem þau bjuggu saman um
tíma. Þá kom hann upp lyftubún-
aði í bílnum hennar til að hún
gæti ferðast um landið.
Hana dreymdi stundum
merkilega drauma og skiptumst
við á tímabili á draumum. Ef
hana dreymdi sérstakan draum
átti hún til að senda mér tölvu-
póst eða hringja til að ræða hvað
hann gæti þýtt. Við reyndum að
lesa í þá í sameiningu því
draumar eru oft svo persónulegir
að erfitt getur verið að ráða í þá
án þess að átta sig á samhengi
hlutanna.
Minning hennar lifir í hugum
okkar. Aðstandendum og vinum
vottum við innilegustu samúð.
F.h. Öryrkjabandalags Ís-
lands
Lilja Þorgeirsdóttir
Elsku vinkona. Mikið ofsalega
er sárt að geta ekki hitt þig aftur.
Ég var farin að trúa að jákvæðni
þín, baráttuviljinn og æðruleysið
myndu láta hið ómögulega ger-
ast. Ef einhverjum hefði tekist
það þá hefði það verið þú.
Ég gleðst yfir þeirri hugsun að
þér líði vel núna og í huga mér
ertu í himnaríki með flottum bíl-
um, fjallaferðum og fiskveiðum.
Samt sem áður syrgi ég að öll
ævintýrin sem biðu okkar verða
ekki að veruleika. Í huga mér
hljómar hlátur þinn og ég minn-
ist væntumþykju þinnar, stað-
festu og kærleiks. Ég veit að þú
munt passa upp á alla þá sem þér
þótti svo ofur vænt um.
Elsku Sigurður og fjölskylda,
megi guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Guðný Bachmann.
Það er þyngra en tárum taki
að manneskja i blóma lífsins, með
ný tækifæri í sjónmáli og full af
eldmóði fyrir brýnum baráttu-
málum, sé hrifin burt eftir bar-
áttu við skæðan sjúkdóm. Anna
Guðrún okkar var baráttujaxl,
alltaf stutt í brosið og engin upp-
gjöf.
Hún var vön baráttu, lífið var
barátta eins og þeir þekkja sem
búa við hreyfihömlun í daglegu
lífi.
IF hafði þá reglu að velja á
norrænt barna- og unglingamót
nokkra einstaklinga sem ekki
voru virkir í íþróttastarfi. Anna
Guðrún var í þeim hópi þegar
hún var valin á slíkt mót 1991.
Síðar sagði hún sögu sína í kynn-
ingarstarfi ÍF og þar tók hún
alltaf fram „að lífið hefði byrjað
1991“. Þetta mót varð hennar
stóri stökkpallur út í lífið, sjálfs-
traustið efldist og hún blómstraði
í ferðinni.
Við sem fylgdumst með áttum
ekki orð. Feimna, þögla stelpan
kom úr ferðinni full af eldmóði og
eftir nokkra mánuði hafði hún
ásamt góðu fólki stofnað íþrótta-
félagið Nes og varð þar fyrsti for-
maður. Hún var ráðin til ÍF 1996
og þar skilaði sér vel sú reynsla
sem hún bjó að, ekki síst þegar
ræða þurfti við áhyggjufulla að-
standendur sem voru að senda
börn í fyrsta keppnisferðalagið.
Eftir um 10 ára störf hjá ÍF hélt
hún áfram að starfa að hags-
munamálum fatlaðra, hjá Sjálfs-
björg og ÖBÍ, en hún þekkti vel
þann heim sem takmarkar að-
gengi að jöfnum tækifærum og
vildi vinna að úrbótum, ekki síst
fyrir fólk með hreyfihömlun. Hún
rak sig á marga veggi og vildi
brjóta þá niður, ekki bara sín
vegna heldur allra hinna. Hugur
hennar stóð til framhaldsnáms
en slæmt aðgengi hafði áhrif á að
það varð styttra en til stóð. Að
bjarga sér sjálf, vera sjálfstæð og
eiga skemmtilegar samveru-
stundir með fjölskyldu og vinum,
það var það sem skipti máli í lífi
hennar. Nýlega höfðu opnast
nýjar dyr og NPC-aðstoðin henn-
ar var sannarlega rétt mann-
eskja á réttum stað.
Það var yndislegt að upplifa
einstakt samband hennar við
ömmu sína sem nú er fallin frá,
hún elskaði fjölskylduna og litlu
frændsystkinin en stóri klettur-
inn var pabbi hennar. Hann
græjaði allt, ekkert var of flókið
og nú síðast var það sérhannaður
húsbíll. Ferðalögin voru ævin-
týraheimur, veiðiskapur og úti-
vist en útivist getur verið tak-
mörkuð þegar farartækið er
hjólastóll. Árið 2017 eftir endur-
hæfingu á Reykjalundi var talið
mjög mikilvægt heilsunnar
vegna að hún héldi áfram eigin
endurhæfingu og í samráði við
fagfólk var sótt um styrk til
kaupa á handhjóli.
Þannig gæti hún nýtt eigin
hjólastól til útivistar og endur-
hæfingar. Hún var tilbúin að taka
ábyrgð á eigin heilsu. Beiðni um
styrk var hafnað, málið var kært
og var enn í ferli þegar kveðju-
stund rann upp.
Það var henni mjög mikilvægt
að málið hefði jákvæð áhrif til
framtíðar fyrir aðra í sömu spor-
um og þeirri ósk verður fylgt eft-
ir, hún vissi það.
Elsku Anna Guðrún, þitt hlut-
verk var mikilvægt fyrir svo
marga. Við söknum þín sárt hjá
ÍF og þökkum allar góðu sam-
verustundirnar. Guð geymi þig.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar allrar.
F.h. Íþróttasambands fatl-
aðra,
Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir.
Elsku frænka.
Það er sárt að kveðja svona
snemma. Þú í blóma lífsins og allt
orðið eins og þú vildir hafa það.
Þú varst baráttujaxl og hörku-
tól. Þú elskaðir okkur systur og
börnin okkar og við þig og þér
fannst svo gaman að fylgjast með
þeim og heyra af þeim sögur.
Alltaf hlupu þau til þín í knús
og þér leiddist það sko ekki.
Þín er sárt saknað og við
geymum minningarnar í hjörtum
okkar.
Takk fyrir allt og allt.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Snædís Ósk, Bogi og börn.
Anna Guðrún er fallin frá
langt fyrir aldur fram aðeins 45
ára gömul. Anna lét mótlæti ekki
slá sig út af laginu og reyndi allt
sem hún gat til að láta drauma
sína rætast. Hennar hreyfihöml-
un stóð þar hvergi í vegi. Hún var
útivistarmanneskja fram í fing-
urgóma og naut sín inn til dala og
upp til heiða á sínum fjallabíl. En
Anna var líka félagsmálamann-
eskja. Þekkingarmiðstöð Sjálfs-
bjargar naut starfskrafta hennar
um tíma auk þess sem hún sat í
framkvæmdastjórn Sjálfsbjarg-
ar landssambands sem ritari í 6
ár frá 2004-2010 en að auki í þó
nokkrum nefndum á vegum
landssambandsins. Lengi vel þar
á eftir var hægt að leita til Önnu
sem fundarritara á landsfundum
Sjálfsbjargar. En Anna var líka
baráttumanneskja og vakti hún
m.a. athygli á reglum Sjúkra-
trygginga, sem ekki borga nein
hjálpartæki er flokka má sem æf-
ingatæki. Draumur hennar um
að fá æfingahjól með hjálparmót-
or framan á hjólastólinn rættist
því miður ekki, þar sagði tölvan
nei. Nú sjá ættingjar hennar og
vinir á eftir þessari góðu konu
sem var vinur vina sinna og vildi
öllum vel. Ég vil senda föður
hennar, bróður svo og öllu henn-
ar venslafólki mínar dýpstu og
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Sjálfsbjargar, landssam-
bands hreyfihamlaðra, Bergur
Þorri Benjamínsson formaður.
F.H Sjálfsbjargar landssam-
bands hreyfihamlaðra,
Bergur Þorri Benjamínsson
formaður.
Anna Guðrún
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Prestshólum)
Elsku Anna Guðrún mín,
það er sárt að kveðja, engin
orð geta tjáð hve sárt ég
sakna þín.
Kveðja,
pabbi.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI MAGNÚS EMILSSON,
fyrrverandi útibússtjóri,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í
Garðabæ mánudaginn 1. mars klukkan 13.
Vegna takmarkana á fjölda kirkjugesta verður útförinni streymt á
slóðinni https://www.sonik.is/arni.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á að styrkja góð málefni að eigin vali.
Þórunn B. Sigurðardóttir
Orri Árnason Anna Rún Ingvarsdóttir
Arna Árnadóttir
Ágústa Rós Árnadóttir Svavar Jósefsson
Úlfur, Victoria, Salka og Hrafn Styrkár
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
HALLFRÍÐUR GEORGSDÓTTIR,
Urðarholti 1, Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðju-
daginn 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 1. mars
klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ás
styrktarfélag og minningarsjóð Sóltúns.
Georg Magnússon Steinunn Júlía Steinarsdóttir
Kristín Magnúsdóttir
Guðbjörg Magnúsdóttir Sigurður Óskar Lárusson
Hallsteinn Magnússon Sigríður Jónsdóttir
Hrafnhildur Georgsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn