Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
✝ Kristín Þ.G.Jónsdóttir,
Lalla, fæddist 18.
september 1926 á
Njálsgötu 1,
Reykjavík. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
16. febrúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Haf-
liðason, f. 8.3 1891,
d. 24.1. 1981, og
Ingibjörg Margrét Þorláks-
dóttir, f. 3.10. 1887, d. 5.2.
1941.
Bræður Kristínar voru: Haf-
liði, f. 1.6. 1916, d. 29.10. 1917,
Hafliði Þórir, f. 16.7. 1918, d.
15.6. 2014, og Þorlákur Klem-
enz, f. 28.7. 1921, 16.12. 1924.
Kristín giftist 5. ágúst 1955
Marteini P. Kristinssyni, f. 9.6.
1928, d. 17.7. 2013. Foreldrar
hans voru Kristinn Óskar Krist-
Kristín (Lalla) fæddist og ólst
upp á Njálsgötu 1 og bjó þar
alla sína tíð þar til hún fluttist
fyrir ári á Hjúkrunarheimilið
Sóltún. Ung að árum fékk hún
berkla og dvaldi á Vífilsstöðum
og á berklahælinu Vejlefjord í
Danmörku. Eftir heimkomu
vann hún eins og kraftar leyfðu
í verslun bróður síns á Njáls-
götu 1, vefnaðarvöruverslun,
og síðar sem klínikdama í fjög-
ur ár á tannlæknastofu Jóns
Hafstein. Eftir giftingu gerðist
hún heimavinnandi húsmóðir
og um 1975 fór hún að vinna
hjá versluninni Kerinu sem
afgreiðslukona, síðar hjá Gjafa-
vöruhúsinu og seinast hjá Þjóð-
minjasafni Íslands, inni í sölum
og í gjafavörubúð safnsins.
Kristín (Lalla) hafði yndi af
að dansa og þau hjónin voru
lengi í Kátu fólki, einnig starf-
aði hún mikið með Félagi eldri
kvenskáta í Reykjavík. Í seinni
tíð nutu Kristín og Marteinn
þess mikið að fara til sólar-
stranda.
Kristín verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
25. febrúar 2021, klukkan 13.
jánsson, f. 7.10.
1899, d. 25.8 1958,
og Jónína Guðjóns-
dóttir, f. 8.10. 1890,
d. 17.1. 1967. Hann
var yngstur sex
bræðra, þeirra
Ólafs, Karls,
Svana, Carlos og
Dadda, allir fallnir
frá.
Börn Kristínar
og Marteins eru: 1)
Ingibjörg Þóra, f. 22.9. 1956,
maki Hilmar Teitsson, f. 2.11.
1955, börn þeirra: a) Hildur, f.
3.10. 1980, maki Jóhann Örn
Sigurjónsson, börn þeirra eru
Alda Marín og Aron Snær. b)
Katrín, f. 24.11. 1984, sonur
hennar Atli Freyr. 2) Kristinn
Óskar, f. 29.7. 1962, maki Þóra
Stefánsdóttir, f. 11.2. 1966, son-
ur þeirra: Stefán Ottó, f. 8.2.
1997.
Til móður minnar
Ó mamma mín nú leiðir skilja að
sinni
og sorgartárin falla mér á kinn.
En hlýjan mild af heitri ástúð þinni
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærust
ljómar
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær ég aldrei skal ég
gleyma.
Þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og hald fast í drottins hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó mamma mín þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árna Gunnlaugsson)
Nú kveðjum við ástkæra
móður sem hefur lifað tímana
tvenna, alltaf á sama staðnum,
þar sem hún fæddist, að Njáls-
götu 1, í húsi foreldra sinna, þar
sem margir ættliðir bjuggu.
Stuttu eftir fermingu dó móðir
hennar og tóku þá bróðir henn-
ar og mágkona hana undir sinn
verndarvæng ásamt ömmu Þóru
og var hún þeim ævinlega þakk-
lát. Alla ævi bar hún mjög
sterkar tilfinningar til staðarins
og reyndist það henni erfið
ákvörðun að fara þaðan en þeg-
ar hún tók skrefið var hún mjög
sátt og ánægð enda svo ein-
staklega lánsöm að fá að fara á
Hjúkrunarheimilið Sóltún, þar
sem hún mætti einstöku við-
móti, hlýju og umhyggju og
verðum við ævinlega þakklát
fyrir það.
Ung að árum greindist hún
með berkla og dvaldi á Vífils-
stöðum í rúmlega eitt ár. En því
miður tóku þeir sig upp aftur og
þá fór hún til Vejlefjord í Dan-
mörku sér til heilsubótar og var
svo einstaklega lánsöm að ná
bata þar.
Fljótlega eftir að heilsu var
náð við heimkomu fór hún að
vinna bæði hjá bróður sínum og
síðar sem klinikdama á tann-
læknastofu Jóns Hafstein. Síðar
kynntist hún ástinni sinni, Mar-
teini P. Kristinssyni, og gengu
þau í hjónaband 5. ágúst 1955
og gengu út ævina saman, í
samvinnu og ást. Eignuðust
okkur systkinin og mikið var
alltaf gott hjá okkur, ólumst
upp saman, fjölskyldurnar í
húsinu, mamma og pabbi með
okkur á efri hæðinni og Heiða
og Hafliði á neðri hæðinni með
dæturnar þrjár. Margt var
brallað og leikið sér, ævintýrin í
bústaðnum í Þrastaskógi minn-
isstæð, bústað þeirra Heiðu og
Hafliða. Þangað var farið á
hverju sumri og dvalið löngum
stundum og í minningunni var
alltaf gott veður.
Mamma og pabbi elskuðu að
dansa og voru lengi í Kátu fólki
og hún var virkur félagi í Félagi
eldri kvenskáta og oft var horft
á eftir dásamlegum súkku-
laðikökum sem fóru á basara.
En auðvitað var mikið bakað og
nutum við þess til fullnustu.
Eitt var það sem fylgdi henni
alla tíð og það var kúluspilið
fræga, sem keypt var í brúð-
kaupsferðinni, í Svíþjóð, og er
enn til og verður lengi spilað
áfram.
Minnumst við börnin margra
stunda þeirra vinkvenna,
mömmu og Dídíar, sitjandi í sóf-
anum að spila kúluspil. Á seinni
árum höfðu þau mikla unun af
því að fara til sólarlanda, með
góðum vinum og áttu góðar
minningar úr þeim ferðum.
Ávallt mætti okkur mikil
gleði og ástúð er við komum,
börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn og er okkur
þakklæti efst í huga.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Minning þín lifir
Þín börn,
Ingibjörg Þóra, Hilmar,
Kristinn (Kiddi), Þóra, börn
og barnabörn.
Amma Lalla var sannkölluð
miðbæjarfrú, fædd og uppalin á
Njálsgötu 1 þar sem ómurinn
frá Hallgrímskirkju sló í takt
við upptrekktu klukkur heim-
ilisins og hún sannarlega vissi
engan stað betri. Í heimsóknum
hjá ömmu Löllu voru upptökur
af Tomma og Jenna og Cirkus
Arena með kremkexi og brjóst-
sykri úr kristalsskál fastir liðir.
Ekki var bara margt spennandi
að skoða á Njálsgötunni, krist-
alsstyttur og dularfullt háaloft,
heldur líka margar framandi
sögur að heyra. Eftir því sem
við urðum eldri áttuðum við
okkur á hversu margslungið líf
ömmu Löllu hafði alla tíð verið.
Ung stúlka sem missir móður
sína, dvöl á berklahæli í Dan-
mörku, dansleikir, skátastarf og
kóngsins Kaupmannahöfn.
Amma og afi höfðu mikla unun
af sólarlandaferðum og munum
við vel eftir þeim sólbrúnum og
sælum í útlandafötunum sínum,
alltaf með eitthvað fallegt handa
okkur í farteskinu. Amma Lalla
vann við ýmislegt en við munum
best eftir henni á Þjóðminja-
safninu. Hún talaði alltaf af
hlýju um safnið og það var
ávallt gaman að koma í heim-
sókn til hennar í búðina og fá að
skoða þetta glæsihús. Amma
Lalla var alltaf himinlifandi að
fá heimsóknir og passaði upp á
að eiga nóg af kremkexi og gosi
upp á skör, hvort sem var
handa okkur eða langömmu-
börnunum.
Við hugsum með hlýju til
elsku ömmu Löllu og minnumst
hennar í hvert sinn sem við för-
um fram hjá Njálsgötunni. Eftir
aðskilnað sem virtist aldrei
venjast er gott að vita til þess
að amma og afi eru sameinuð á
ný, að njóta í sólinni. Hvíl í friði,
þínar
Hildur og Katrín.
Kristín Þ. G.
Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og vinur,
MARGRÉT SIGRÚN MARINÓSDÓTTIR,
lést á heimili sínu föstudaginn 12. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 26. febrúar klukkan 15.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Hringinn
eða Krabbameinsfélagið.
Athöfninni verður streymt, hægt er að nálgast hlekk fyrir
streymið á: www.streyma.is.
John Yeoman Klara Sigurbjörnsdóttir
Kristín Yeoman Emil Björnsson
Erik Yeoman Sigrún Guðmundsdóttir
Elsa Yeoman Hrannar Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Tryggvi Hákonarson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓSEF ÓLAFSSON
læknir,
áður til heimilis í Kvíholti 8,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi
í Kópavogi mánudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. mars klukkan 15. Allir eru
velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hlekk á streymi verður hægt
að nálgast á mbl.is/andlat
Sólveig Birna Jósefsdóttir Sigurður Einarsson
Ólafur Mar Jósefsson Ásta Margrét Karlsson
Snorri Jósefsson Halla Jónsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
bróðir, tengdafaðir og afi,
EYÞÓR HANNESSON
frá Sæbóli,
Borgarfirði eystra,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
laugardaginn 20. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Alda Ósk Jónsdóttir
Eva Björk Eyþórsdóttir
Erna Rósa Eyþórsdóttir
Hannes Ívar Eyþórsson
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNESAR HELGASONAR,
útvarpsvirkjameistara og kennara.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar Landspítala og K2
Landakoti fyrir einstaka aðhlynningu og alúð í hans garð.
Fríða S. Traustadóttir
Sigríður Jóhannesdóttir
Björg Jóhannesdóttir Hringur Sigurðsson
Olgeir Jóhannesson Margareth Hartvedt
Una Jóhannesdóttir Óskar S. Magnússon
Trausti Jóhannesson Steinunn L. Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir og mágkona,
RANNVEIG ÞORVALDSDÓTTIR
kennari,
Sogavegi 130A, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
20. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík
mánudaginn 1. mars kl. 13. Streymt verður frá athöfninni á
https://utfor-rannveig.is
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kraft, stuðningsfélag,
Krabbameinsfélagið eða Ljósið.
Sverrir Scheving Thorsteinsson
Áslaug, Ingibjörg og Þóra
Þorvaldur Karl Helgason Þóra Kristinsdóttir
Ingibjörg Þorvaldsdóttir Vilhjálmur Kvaran
Helga Þorvaldsdóttir
Kristinn Þorvaldsson Fríður Skeggjadóttir Þormar
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
jarðarfarar ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, bróður, afa og langafa,
SIGURÐAR TH. INGVARSSONAR
frá Ísafirði,
Sléttuvegi 29, Reykjavík,
sem jarðsunginn var 12. febrúar. Umhyggja ykkar og hlýhugur
hefur verið okkur ómetanlegur stuðningur.
Arndís Ólafsdóttir
Sigríður B. Sigurðardóttir Hilmar Guðmundsson
Ólafur Sigurðsson Svala Guðmundsdóttir
Anna Ólafía Sigurðardóttir Stefán Hrafnkelsson
Björk Sigurðardóttir
Sigrún Stella Ingvarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR,
Víðilundi 21, Akureyri,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð
fimmtudaginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. mars
klukkan 13.30. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu
ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður streymt á
facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar
útsendingar.
Hilmar Henry Gíslason
Þorvaldur Kr. Hilmarsson Alda Ómarsdóttir
Ólafur Gísli Hilmarsson Eva Sif Heimisdóttir
Kristín Hilmarsdóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ELÍAS GUNNLAUGSSON
frá Gjábakka í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis á Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum,
lést föstudaginn 5. febrúar.
Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
föstudaginn 26. febrúar klukkan 14. Streymt verður frá
athöfninni á landakirkja.is.
Hjördís Elíasdóttir Hannes G. Thorarensen
Björk Elíasdóttir Stefán Örn Jónsson
Viðar Elíasson Guðmunda Áslaug Bjarnad.
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn