Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021
✝ Anna Þor-steinsdóttir
fæddist 26. október
1928 í Götu í Ása-
hreppi. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 3. febr-
úar 2021. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún
Pálsdóttir, f. 1891,
d. 1988, og Þor-
steinn Tyrfingsson,
f. 1891, d. 1973, ábúendur í
Götu og Rifshalakoti í 34 ár, síð-
ar í Bræðraborg á Hellu. Anna
var næstyngst í röð fimmtán
systkina, sem tólf komust til
fullorðinsára. Systkini Önnu
sammæðra voru: Steinn, f.
1916, d. 1961, Bjarnhéðinn, f.
1917, d. 1985, Tyrfingur Ár-
mann, f. 1918, d. 2004, Guðrún
Sigríður, f. 1920, d. 2014, Sig-
urður, f. 1921, d. 2001, Guð-
björn Ingi, f. 1923, d. 1924, Þór-
dís Inga, f. 1924, d. 2020,
drengur, f. 1924, d. 1924, Að-
alheiður, f. 1926, d. 2006, Pálína
Salvör, f. 1926, d. 1926, og
Þóra, f. 1927, d. 2017. Börn Þor-
steins og Guðbjargar Bjarna-
f. 1968, Atli, f. 1981, barnsmóðir
Eva Rós Ólafsdóttir, f. 1984, og
Elfa, f. 1992, maki Ólafur Hers-
ir Arnaldsson, f. 1990. Barna-
börn: Agnes Lára, f. 1995, Daní-
el Freyr, f. 1998, Arnar Kári, f.
2008, Sóley Kría, f. 2010, og
Vaka Rut, f. 2016. 3) Guðrún
Hrönn, f. 1961, maki Hörður
Þór Harðarson, f. 1958, d. 2018.
Börn þeirra: Andri, f. 1985, Sig-
rún Sif, f. 1989, og Ívar, f. 1993.
Fyrir átti Smári Rúnar, f. 1947,
d. 2012. Börn hans: Marta Sig-
urlilja, f. 1969, maki Úlfur Ingi
Jónsson, f. 1969, Einar Geir, f.
1973, maki Marzena Burkot, f.
1981, og Eygló, f. 1987. Barna-
börn Rúnars: Ragnhildur Marta
Lólíta, f. 2010, og Emil, f. 2018.
Saman voru Anna og Smári í
liðlega sjö áratugi, leigðu á
Vallarbraut 10 meðan þau
byggðu á Hvolsvegi 12, og voru
meðal frumbýlinga á Hvolsvelli.
Í lok níunda áratugar síðustu
aldar fluttu þau svo í Öldugerði
10 þar sem þau bjuggu þar til
þau fluttu árið 2010 á Suður-
landsbraut 58 í Reykjavík. Anna
vann ýmis störf, m.a. í Hagkjör
áður en hún hóf störf á Sauma-
stofunni Sunnu árið 1970, en
þar starfaði hún lengst af sem
verkstjóri í hartnær 20 ár.
Útför Önnu fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði 19. febr-
úar 2021 að viðstöddum nán-
ustu ættingjum.
dóttur, f. 1886, d.
1970: Ingibjörg, f.
1925, d. 2007, Þór-
hildur, f. 1926, d.
1927, og Þórhildur
Svava, f. 1931. Þór-
hildur Svava lifir
systkini sín.
Þann 14. október
1950 giftist Anna
Smára Guðlaugs-
syni, f. 1925. For-
eldrar Smára voru
hjónin Láretta Sigríður Sig-
urjónsdóttir, f. 1894, d. 1978, og
Guðlaugur Bjarnason, f. 1889,
d. 1984, bændur á Giljum í yfir
fimm áratugi frá árinu 1927.
Börn Önnu og Smára eru: 1)
Ómar Bjarki, f. 1950, maki
Katrina Downs-Rose, f. 1958.
Börn þeirra: Anna Veronika, f.
1986, Elvar Karl, f. 1988, maki
Natsha Bo Nandabhiwat, f.
1986) og Bríet Dögg, f. 1992,
kærasti Sigurgeir Ólafsson, f.
1993. Fyrri kona Guðrún Sig-
ríður Haraldsdóttir, f. 1956, d.
2018. 2) Edda Sjöfn, f. 1955,
maki Erlendur Árni Hjálm-
arsson, f. 1955. Börn þeirra:
Björk, f. 1974, maki Karl Hólm,
Farskólinn í Vetleifsholts- og
Bjóluhverfi í Ásahreppi hefur
verið einstök menntastofnun ef
horft er til lífshlaups systkinanna
frá Götu. Minnist þess þegar
mamma og nágrannakonurnar
voru að taka upp snið úr Burda-
blöðum, sem voru ótrúlega flókin
og illa læsileg ungum dreng. En
úr þessum sniðum urðu til fínustu
flíkur. Það einstaka innsæi sem
mamma hafði fyrir handverki
leiddi til þess að eftir ýmis störf,
m.a. í versluninni Hagkjöri,
bauðst henni vinna á Saumastof-
unni Sunnu, 1969-1990, lengst af
sem verkstjóri.
Matargerð og kökubakstur
fórust mömmu einstaklega vel úr
hendi og hún dekraði við okkur
með fjölbreytilegu mataræði, þótt
ég nyti þess sjaldnar eftir 13 ára
aldur verandi á heimavistarskóla
að Skógum og Laugarvatni.
Þegar um fór að hægjast og
eftir að hún hafði ekki lengur
þrek til stærri verka tók hún sig
til og prjónaði ullarsokka á af-
komendur sína og maka þeirra.
Það vakti furðu að þótt viðtakand-
inn byggi í fjarlægu landi hinum
megin á hnettinum, þá smellpöss-
uðu sokkarnir. Þvílíkt var innsæi
hennar.
Ferðaglaðir voru foreldrar
mínir alla tíð og þá kom það í hlut
mömmu að nesta okkur upp fyrir
ferðalagið, sama hvort um var að
ræða dagsferðir um nágranna-
sveitirnar eða lengri ferðir þar
sem yfirleitt var gist í tjaldi. Allt-
af var útbúið veglegt nesti fyrir
daginn og séð til þess að allir
gengju mettir til náða. Reyndar
nestaði hún óvart upp heilt fót-
boltalið í ferð sem ég ætlaði að
taka þátt í sumarið 1970, en fékk
svo þegar til kom ekki frí úr
vinnu. Nestið mitt kom þá að góð-
um notum fyrir liðsfélagana.
Þegar tjaldferðum fækkaði
tóku sumarbústaðarferðirnar við,
en foreldrar mínir höfðu greiðan
aðgang að orlofshúsum víða um
land í gegnum verkalýðsfélög.
Það var engum í kot vísað sem tók
þátt í þeim ferðum eða heimsóttu
þau í bústað eða íbúðina á Akur-
eyri. Þess naut ég vel í síðustu
ferðinni sem þau fóru saman í bú-
stað austur á Hérað, sumarið
2007. Þá var m.a. skroppið í Mjóa-
fjörð og að Dalatanga. Og þótt
dagleiðin austur væri löng var
hún farin í einum áfanga, báðar
leiðir. Af öðrum ferðum er ein-
staklega minnisstæð ferð sem
farin var um Kjöl og norður í
Ófeigsfjörð sumarið 1980. Eftir
nokkra daga á Ströndum var
ferðinni heitið austur að Mývatni.
Tjaldað var í Öxnadal undir
morgun 10. júlí. Þegar skriðið var
út úr tjaldinu undir hádegið sást
hvar undarlegt ský steig upp á
austurhimninum og fljótt varð
ljóst að þar var farið að gjósa.
Þangað var haldið og tjaldað
norðan við Gæsafjöll næstu tvær
nætur og fylgst með gosi í Gjá-
stykki. Að því loknu var haldið
heim yfir Sprengisand og komið á
Hvolsvöll undir morgun. Pabbi sá
um aksturinn en við mamma sát-
um í aftursætinu og sáum um
söng og önnur skemmtiatriði til
að tryggja að ökumaðurinn héld-
ist vakandi.
Eftir að foreldrar mínir fluttu
til höfuðborgarinnar lögðust sum-
arbústaðarferðirnar að mestu af,
enda heilsan ekki sú sama og áð-
ur.
Ég minnist móður minnar með
þakklæti fyrir allt það sem hún
gaf mér og þá óeigingjörnu um-
hyggju sem hún sýndi okkur
systkinum, börnunum okkar,
mökum og barnabörnum, alla tíð.
Ómar Bjarki Smárason.
Elsku Anna tengdamamma, nú
verður ekki meira bakkelsi, svo
sem Ameríkanar hjá þér.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar ég sest niður og
minnist þín.
Það var alla tíð einhver þráður
milli okkar sem gæti verið erfitt
að útskýra en þegar þú átt í hlut
þá er málið mjög eðlilegt og skýr-
ingarnar eðlilegar, þú varst svo
elskuleg í alla staði.
Fyrsta sinn sem ég sá þig hafði
ég hitt flotta stúlku, hana Eddu
mína, á balli í Hvolnum sumarið
1973. Edda bauð mér heim á
Hvolsveginn „í kaffi“ og þegar við
komum inn þá segir þú við mig
má ekki bjóða þér eitthvað? Að
sjálfsögðu þáði ég það og var
þetta upphaf að margra ára vin-
áttu okkar.
Ég átti eftir að eiga margar
góðar stundir á Hvolsvelli og ég
man vel eftir því hvað ég slappaði
vel af þegar ég kom til þín og
Smára, ég átti það til að leggja
mig á sófann og þá sagðir þú við
Eddu leyfðu honum að sofa hann
er svo þreyttur, þetta var þér líkt.
Það eru margar góðar sögur
sem hægt er að segja um þig.
Þegar við Edda og Björk
bjuggum í Horsens í Danmörku
fyrir mörgum árum síðan komuð
þið Smári í heimsókn færandi
hendi. Flogið var að sjálfsögðu til
Köben og þaðan til Jótlands. Toll-
verðirnir stoppa ykkur í Köben
og byrja að skoða í töskurnar
ykkar, þeir taka filmur upp og
opna þær en þegar þeir ætla síðan
að opna stóra Gunnars Majónes
dós þá var þér misboðið og sagðir
á þinn röggsama hátt á íslensku
„þetta er bara rabarbarasultutau
og láttu það vera“. Að sjálfsögðu
hlýddi tollarinn og sultan komst í
réttar hendur til okkar.
Annað atrið sem var lýsandi
fyrir þig, það var í sömu ferð og
við erum niðri í bæ að versla, þá
segir þú við mig: „Elli, viltu koma
með mér í nærfatadeildina því ég
kann ekki dönsku.“ Að sjálfsögðu
gerði ég það fyrir þig elsku
tengdamamma.
Þrátt fyrir lélega fætur sagðir
þú oft við mig á ég ekki að bera
pokana Elli minn því þú er svo
slæmur í bakinu? Fyrst að hugsa
um aðra en ekki þig sjálfa.
Margar góðar stundir áttum
við Edda mín og fjölskylda með
þér og Smára í sumarbústöðum
eða íbúðum víða á landinu. Þá
vorum við saman í eldhúsinu ég
og þú, það voru góðar stundir.
Það var í einni slíkri ferð þegar
við vorum í bæjarferð og þú hras-
aðir og að sjálfsögðu dastu á rétt-
an hátt eins og þú sagðir sjálf,
maður þarf að kunna að detta svo
maður brotni ekki. En eftir þetta
óhapp þá fékk ég að sjálfsögðu að
leiða þig og enginn annar í þeirri
ferð.
Ekki má gleyma öllu því sem
þú saumaðir eða prjónaðir á okk-
ur fjölskylduna. Ógleymanlegir
eru mokkajakkar, húfur og vett-
lingar sem við fengum þegar við
bjuggum í Danmörku.
Þú varst svo góð, fyndin og
elskuleg manneskja, góð við
börnin og barnabörnin okkar. Það
er mikið meira sem ég gæti talið
upp elsku Anna en eftir stendur
hvað við áttum margar góðar
stundir saman, því gleymi ég
ekki.
Ég veit að þú varst hvíldinni
fegin en söknuðurinn er samt sem
áður fyrir hendi ekki síst hjá
Smára þínum og fjölskyldu.
Kveðja,
Erlendur Árni Hjálmarsson,
tengdasonur og vinur.
Anna
Þorsteinsdóttir
Með þessum orð-
um viljum við
kveðja kæran sam-
starfsfélaga til
margra ára. Sigmundur hóf störf
á sjúkrahúsinu í október 1984.
Hann var ráðinn yfirlæknir nýrr-
ar geðdeildar, en hún var þó ekki
formlega opnuð fyrir en einu og
hálfu ári síðar eða í mars 1986.
Sigmundur vann samfellt á
sjúkrahúsinu til loka maímánað-
ar 2016 þegar hann hætti störfum
sökum aldurs. Sigmundur lagði
Sigmundur
Sigfússon
✝ SigmundurSigfússon
fæddist 26. júlí
1945. Hann lést 29.
janúar 2021.
Sigmundur var
jarðsunginn 22.
febrúar 2021.
mikið af mörkum við
að móta þjónustu í
geðlækningum á
Norður- og Austur-
landi, enda var
starfstíminn langur,
og hann sinnti hlut-
verki sínu af lífi og
sál og leiddi fagið og
mótaði á sinn hóg-
væra hátt. Hann
hafði sérstakt næmi
fyrir að sjá og skilja
hið félagslega samhengi sem fag-
ið á sér að hluta til rætur í. Hann
bar mikla umhyggju fyrir skjól-
stæðingum sínum og sinnti mörg-
um þeirra árum saman. Hann var
vel liðinn af samstarfsfólki sínu,
sem hann sýndi umhyggju, þol-
inmæði og virðingu. Sigmundur
var góð fyrirmynd annarra með
rólyndi sínu og stefnufestu. Hann
var góður hlustandi sem hafði í
för með sér að oftar en ekki hlaut
hann einstaka yfirsýn. Sigmund-
ur var mjög fróður maður og búa
margir, bæði fyrrum samstarfs-
menn og skjólstæðingar, að ýmsu
sem hann kenndi þeim.
Við fyrrum samstarfsfólk hans
af göngu- og legudeild geðdeildar
SAk þökkum fyrir góð kynni í
gegnum árin og sendum aðstand-
endum Sigmundar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Orð
milli vina
gerir daginn góðan.
Það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
og verður að blómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal)
Samstarfsfólk á geðdeild
Sjúkrahússins á Akureyri,
Guðrún Jóhannesdóttir.
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og vinsemd vegna andláts
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR HELGA VALGARÐSSONAR
vélstjóra.
Valgarður Sigurðsson
Fanney Sigurðardóttir Birgir Einarsson
Kjartan Pétur Sigurðsson Heng Shi
Dröfn Sigurðardóttir Guðmundur Þorsteinsson
Kolbrún Sigurðardóttir Jón Þór Guðmundsson
barnabörn og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð vegna andláts og
útfarar kærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
AAGE STEINSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
heimahjúkrunar og félagsþjónustu Kópavogs.
Torfi Steinsson Tina Weber
Árni Steinsson Kristrún Gísladóttir
Bryndís Steinsson Örn Eyjólfsson
Eva Steinsson Kristján Guðjónsson
Sjöfn Heiða Steinsson Halldór Þorgeirsson
Steinn Ágúst Steinsson Susi Haugaard
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinsemd við andlát og
útför eiginkonu, móður, tengdamóður,
dóttur, systur, mágkonu og barnabarns,
SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
viðskiptafræðings,
Siggu okkar,
Lækjarvaði 11, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11E á Landspítala og
líknardeildar í Kópavogi fyrir einstaklega hlýlegt viðmót og
hjálpsemi. Þeim sem vilja minnast Sigríðar er bent á
Minningarsjóð Siggu, reikningur 0331-13-905355 kt.
160166-5419 v/gjöf til styrktar Landspítala Íslands. Einnig viljum
við þakka þeim innilega sem þegar hafa styrkt sjóðinn.
Bjarni Einarsson
Guðmundur Bjarnason Esther Friðriksdóttir
Dagur Bjarnason
Birta Bjarnadóttir
Guðmundur Egilsson Hulda Pétursdóttir
Helga Guðmundsdóttir Jón Gunnlaugur Sævarsson
Fanney Guðmundsdóttir Svavar Már Gunnarsson
Jóhanna Einarsdóttir Hilmar Sæmundsson
Sumarliði Gísli Einarsson
Sveinbjörn Einarsson
Sigríður Skarphéðinsdóttir
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Suðurlandsbraut 58,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðviku-
daginn 3. febrúar. Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
hjúkrunarheimilið Mörk njóta þess.
Smári Guðlaugsson
Ómar Bjarki Smárason Katrina Downs-Rose
Edda Sjöfn Smáradóttir Erlendur Árni Hjálmarsson
Guðrún Hrönn Smáradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SVAVA ÞURÍÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Bala, Þykkvabæ,
lést á dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn
17. febrúar.
Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 27. febrúar
klukkan 11. Þar sem takmarka þarf fjölda kirkjugesta verður
útförinni streymt á facebook-viðburðinum: Jarðarför Svövu
Þuríðar Árnadóttur frá Bala.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar