Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 25.02.2021, Qupperneq 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2021 www.borgarsogusafn.is Sjó min jas afn ið í Rey kja vík frá bæ rum Lan dná ms sýn ing in safnE itt Árb æja rsa fn Ljó sm ynd asa fn R eyk jav íku r á fi mm Við ey stö ðu m »Draumar og brot- hætt hjörtu var yfir- skrift tónleika í Tíbrár- röð Salarins í fyrra- kvöld. Þar komu fram söngkonurnar kunnu Þóra Einarsdóttir sópr- an og Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópr- an ásamt píanóleik- aranum Peter Máté. Fluttir voru bæði ein- söngvar og dúettar. Draumar og brothætt hjörtu í Salnum Morgunblaðið/Eggert Listamennirnir Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir syngja dúett í Salnum. Peter Mate við flygilinn. Á spjalli Georg Magnússon upptökustjóri hjá Ríkisútvarpinu og bassa- söngvarinn Bjarni Thor Kristinsson ræddu málin fyrir tónleikana. Viðstaddar Listakonurnar Soffía Sæmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir voru mættar á tónleikana. Með grímur Særún Ármannsdóttir og Unnur Hermannsdóttir voru meðal tónleikagesta. Bandaríska ljóðskáldið, listmálarinn og bóksalinn Lawrence Ferlinghetti er látinn, 101 árs að aldri. Hann var sá síðasti á lífi af beat-skáldunum svokölluðu sem höfðu mikil áhrif á bandarískan skáldskap á síðustu öld. Auk þess að sinna eigin listsköpun gaf Ferlinghetti út bækur og rak í nær 70 ár City Lights-bókabúðina í San Francisco en hún var ein þekkt- asta bókaverslun Bandaríkjanna, umtöluð miðstöð skáldskapar beat- skáldanna. Yfirvöld í San Francisco friðlýstu verslunina fyrir tveimur áratugum. Eftir að hafa þjónað í bandaríska hernum í heimsstyrjöldinni síðari við kafbátaleit á Norður-Atlantshafi sneri Ferlinghetti sér að skáldskap. Hann kynntist skáldunum sem síðar voru kennd við „beat“ og gaf út bæk- ur þeirra margra, til að mynda verk Allens Ginsberg, Gregorys Corso og Michaels McClure. Árið 1956 gaf hann út frægasta ljóð Ginsbergs, „Howl“, og var í kjölfarið handtek- inn og kærður fyrir að gefa út dóna- leg skrif. Hann var sýknaður, með tilvísun í málfrelsið sem er tryggt samkvæmt fyrsta viðauka banda- rísku stjórnarskárinnar. Auk þess að gefa út bækur beat- skáldanna sendi Ferlinghetti frá sér fjölmörg ljóðasöfn. Það vinsælasta, „A Coney Island of the Mind“, er meðal söluhæstu ljóðabóka þar í landi. Síðasta ljóðabók hans kom út á aldarafmælinu. Ferlinghetti var eldri en skáldin sem hann gaf út og hefðbundnari í nálgun; hann kvaðst til að mynda varla vera beat-skáld sjálfur heldur nær T.S. Eliot í anda. Auk yrkinganna málaði Ferling- hetti myndir í eina sex áratugi og hafa verk hans verið sýnd víða. AFP City Lights Ferlinghetti stofnaði bókabúðina frægu í San Francisco ásamt félaga sínum árið 1953 og var hún eins konar miðstöð beat-skáldanna. Ferlinghetti, síðasta bítskáldið, látinn Skáldið Á löngum ferli hafði Ferl- inghetti mikil og margvísleg áhrif.  Orti, málaði og rak City Lights- búðina frægu Félag íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) opnar Bókamarkað sinn á Laugardalsvelli í dag í 8. sinn. Markaðurinn er að vanda haldinn í í stúkubyggingunni við fótbolta- völlinn. Bókamarkaðurinn á sér áratuga sögu, en hann var fyrst haldinn í Listamannaskálanum árið 1952. „Þetta er því líklega í 70. sinn sem markaðurinn er haldinn. Á síð- asta ári kom Covid upp hér á landi í miðjum markaði og dró þá mikið úr sölu. Það er von aðstandenda mark- aðarins að betur gangi nú, bæði með almennum smitvörnum og rýmri fjöldatakmörkunum en verið hafa,“ segir í tilkynningu frá Fíbút. Á Bókamarkaðinum þetta árið er að finna um 6.300 titla. Starfsfólk bókasafna fékk forskot á sæluna í gær, enda finnst aðstandendum markaðarins mikilvægt að söfnin geti endurnýjað og bætt bókakost sinn jafnt og þétt. Dyrnar verða síð- an opnaðar almenningi í dag kl. 10. Bókamarkaðurinn stendur til sunnudagsins 14. mars og er opinn alla daga milli klukkan 10 og 21. Bókamarkaðurinn verður opnaður í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Lestrarhestar Bókamarkaðurinn er haldinn á Laugardalsvelli í 8. sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.