Morgunblaðið - 06.03.2021, Page 11

Morgunblaðið - 06.03.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun telur ekki líklegt að fyrirhuguð framkvæmd Carbfix ohf. við Nesjavallavirkjun muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og sé því ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Þetta kemur fram í svari Ust. við erindi Skipulagsstofn- unar vegna áforma Carbfix og Orku náttúrunnar um tilraunaföngun og förgun á koldíox- íði og brenni- steinsvetni (CO2 og H2S) frá Nesjavallavirkj- un og með nið- urdælingu í berg. Carbfix áform- ar að reisa til- raunaloft- hreinsistöð með niðurdælingu við Nesjavallavirkjun sem mun fanga koltvísýring og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar og binda í jarðlög undir virkjanasvæðinu. Til- raunastöðin verður í einni 40 feta gámaeiningu á lóð virkjunarinnar auk þess sem lögð verður 2.200 metra löng lögn fyrir þéttivatn sem verður að mestu niðurgrafin að bor- holu og lögn niður á 950 metra dýpi í borholunni. Mynda stöðugar steindir Jarðhitagas verður leitt í gegnum þvottaturn, þar sem gösin verða leyst upp í vatni, og þéttivatninu dælt 950 metra niður borholuna þar sem uppleystu gösin mynda stöð- ugar steindir undir þrýstingi. Reikn- að er með að lofthreinsistöðin muni binda um 500 tonn af brennisteins- vetni og 1.000 tonn af koldíoxíði á ári og að tilraunin muni standa í 1-2 ár. Verkefnið á Nesjavöllum er sam- bærilegt við verkefni við Hellisheið- arvirkjun, en þar hófst förgun á kol- díoxíði og brennisteinsvetni á iðnaðarskala árið 2014. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir ráðgert að hefja fram- kvæmdir við Nesjavallavirkjun síðar á árinu og hefja niðurdælingu á fyrri hluta næsta árs. Unnið er að því að afla allra leyfa sem til þarf sam- kvæmt lögbundnum ferlum. Kostn- aður er alls áætlaður 400-500 millj- ónir en þar af fæst töluverður hluti í styrk frá Evrópusambandinu þar sem verkefnið er hluti af stóru sam- evrópsku nýsköpunarverkefni. Edda Sif segir að nú séu bundin 35 tonn af koldíoxíði á dag við Hellis- heiðarvirkjun og um 15 tonn á dag af brennisteinsvetni. Alls hefur 100 þúsund tonnum verið dælt niður frá 2014 og var þeim áfanga náð í vik- unni. Lögbundnum ferlum fylgt Í umsögn UST segir meðal ann- ars: „Umhverfisstofnun ítrekar það sem fram hefur komið í fyrri um- sögn að það er mat stofnunarinnar að niðurdæling á koltvísýringi til steinrenningar falli undir skilgrein- ingu á geymslu koltvísýrings í jarð- lögum og sé því óheimil nema í rann- sóknar-, þróunar- eða prófunarskyni þar sem ætlunin er að geyma minna en samtals 100 kílótonn koltvísýr- ings, skv. 32. gr. a. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál. Umhverfisstofnun telur umfjöllun tilkynningarskýrslu um nýnæmi og rannsóknargildi til- raunarinnar fullnægjandi.“ Stofnunin bendir á að ef ætlunin sé að koma upp varanlegri föngun og förgun á koldíoxíði og brennisteins- vetni við Nesjavallavirkjun þurfi að hefja ferli mats á umhverfisáhrifum tímanlega þar sem niðurstaða mats- ins sé lögð til grundvallar við gerð starfsleyfis. Edda Sif segir um síðastnefnda atriðið að öllum lögbundnum skipu- lags- og leyfisferlum verði að sjálf- sögðu fylgt þegar komi að því að fara í varanlega föngun og förgun á CO2 og H2S. Mat á umhverfisáhrif- um falli þar undir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bólstrar Séð frá Þingvöllum yfir að Nesjavöllum þar sem áformað er að niðurdæling í berg hefjist við virkjunina á næsta ári. Hengillinn gnæfir yfir. Föngun og förgun við Nesjavelli  Carbfix áformar að reisa tilraunalofthreinsistöð með niðurdælingu  Ekki umtalsverð umhverfis- áhrif  Alls hefur 100 þúsund tonnum af brennisteinsvetni verið dælt niður við Hellisheiðarvirkjun Edda Sif Pind Aradóttir Mikilvægt er að létta á ýmsum hindrunum í starfsumhverfi ís- lensks atvinnulífs, svo því sé mögu- legt að komast fljótt aftur af stað þegar kórónuveiran hefur verið lögð að velli. Til þess að skapa góð efnahagsleg lífsgæði þarf að auka landsframleiðsl- una um 545 milljarða króna á næstu fjórum ár- um. Auka þarf gjaldeyristekjur um 300 milljarða króna yfir tíma- bilið og fjölga störfum um 29 þúsund til að ná atvinnuleysinu niður og mæta fólksfjölgun. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í vikunni. „Hindranir og fjötrar hafa því miður allt of lengi tilheyrt starfs- umhverfi íslensks atvinnulífs. Okk- ur hefur gengið illa að komast úr slíku hugarfari við setningu laga og reglugerða eða álagningu óhóf- legra skatta og gjalda, þrátt fyrir að engin augljós nauðsyn kalli á hindranir eða fjötra. Nú þegar margir eru án atvinnu og verð- mætasköpun í lágmarki er mikið í húfi. Allt eru þetta mannanna verk sem hægt er að breyta, einkum nú þegar aðstæður krefjast þess,“ segir Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. „Við þekkjum að afgreiðsla er- inda í bygginga- og skipulagsmál- um tekur oft langan tíma og hið opinbera á oft á tíðum erfitt með að vinna saman þvert á stofnanir og ráðuneyti. Flækjustig í reglu- verki eru mörg og stafræn af- greiðsla á ýmsum sviðum er ekki komin í gagnið sem vera skyldi, þótt boltinn sé farinn að rúlla ann- ars staðar.“ Orkutengd tækifæri Árni leggur áherslu á umhverfis- vænar lausnir eins og fram kemur í ályktun Iðnþings. „Við höfum mörg orkutengd tækifæri, meðal annars á grundvelli nýrrar orkustefnu stjórnvalda til 2050, að því gefnu að við getum tryggt samkeppn- ishæft starfsumhverfi hér á landi. Atvinnulífið er best til þess fallið að stuðla að breytingum á fram- leiðsluferlum, starfsemi sinni eða öðrum þáttum til að halda áhrifum á umhverfið í lágmarki. Þessi aukna áhersla hefur, og mun áfram leiða til þróunar í grænni tækni, umhverfisvænni framleiðsluferlum, rafrænum lausnum og orkuskipt- um í samgöngum,“ segir formaður SI. sbs@mbl.is Engin nauðsyn að krefjast hindrana Árni Sigurjónsson  Skapa verður 29 þúsund störf Skipholti 29b • S. 551 4422 TILBOÐSDAGAR TRAUST Í 80 ÁR Skoðið laxdal.is Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SKÓ- SENDING Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 10.900 Str. M-XXXL Vatteruð vesti Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.