Morgunblaðið - 06.03.2021, Page 12

Morgunblaðið - 06.03.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er óður til gamla fólks-ins og ellinnar. Við reynumað æfa fólk í að takast á viðóttann við ellina, því hann getur skemmt svo mikið fyrir, sér- staklega heilsufarslega. Ótti getur brotist út í streitu og öðru sem hefur slæm áhrif á heilsuna,“ segja þau Ragnar Ísleifur Bragason og Hrefna Lind Lárusdóttir, en þau stjórna saman námskeiði hjá Endur- menntun Háskóla Íslands þar sem þau ætla að hjálpa fólki að sjá hvers- dagsleikann í nýju ljósi. „Þetta fjallar um það hvernig við getum hægt aðeins á hversdeg- inum. Við erum að vinna með ellina á þessu námskeiði og ég mun bregða mér í hlutverk gamals manns og við leyfum fólki að æfa sig í því að verða gamalt og gera allt hægar. Líka að sjá hversdags- legar athafnir í nýju ljósi, eins og til dæmis að hella vatni í glas, svara í símann og annað slíkt,“ segir Ragn- ar og Hrefna bætir við að þetta sé að einhverju leyti ný nálgun á nú- vitund. „Við yngra fólkið tölum svo mikið um að við þurfum að hægja á okkur, en það reynist erfitt. Við hægjum kannski á í nokkra daga en svo virðumst við alltaf auka hrað- ann á okkur aftur. Við finnum þetta vel einmitt núna, þegar covid- hömlur losna, þá er hraðinn strax farinn að aukast. Ef við erum svo heppin að verða gömul þá verðum við að gera allt hægar, við getum þá ekkert labbað hraðar,“ segja þau Ragnar og Hrefna og bæta við að þau ætli líka á námskeiðinu að koma inn á tilhneigingu hjá fólki að reyna að forðast að eldast. „Allir vilja vera ungir enda- laust, en við viljum gefa gamla fólk- inu gaum og benda á að ef maður verður gamall og heldur heilsunni, þá er maður frekar heppinn, því þá er maður lengur lifandi. Það er ekki neikvætt.“ Fólk æfi sig í að vera gamalt Þau segja að ef fólk gleymi sér í hraða nútímans þá sé hætta á að fólk gleymi að horfa inn á við og tapi fyr- ir vikið sínum lífskrafti. „Við látum fólk gera æfingar á námskeiðinu til að tengja við sjálft sig og umhverfið í nýju ljósi. Kraftur þarf ekkert endilega að vera eitt- hvað sem er rosalega hratt eða sterkt. Kraftur getur líka verið að- eins óáþreifanlegri. Við erum að reyna að sýna fram á að það getur líka verið kraftur í því að gera hlut- ina hægt og setjast aðeins niður og hugsa. Við erum samt ekki að segja að allir eigi að setjast niður heima hjá sér og vera fjóra klukktutíma að bursta tennurnar eða sjóða pasta. Það er samt gott að prófa það og æfa sig í því.“ Grunnhugmyndin í námskeiði þeirra Ragnars og Hrefnu kviknaði þegar þau gerðu saman leiksýning- una Gamli, þar sem Hrefna leik- stýrði en Ragnar lék gamlan mann. „Hugmyndin hlóð utan um sig í þessu covid-ástandi sem heimurinn hefur verið í undanfarið. Við bjóðum líka upp á styttri vinnustaðafyrir- lestra, mætum á staðinn í fyrirtæki og þeir taka aðeins 45 mínútur. Þetta er hugsað fyrir starfsmenn til að tengjast sér og öðrum, og líka til að hafa gaman. Þá fær starfsfólkið smá æfingar í því að verða gamalt, setjast niður sem gamalt og standa upp sem gamalt, ganga um og fleira. Ég sýni þeim hvernig ég geri þetta sem gamli maðurinn í sýningunni gerir og við leyfum fólki að sjá kosti ellinnar,“ segir Ragnar og Hrefna bætir við að rétt eins og á námskeið- inu þá snúist vinnustaðafyrirlestr- arnir um að leiðbeina hvernig við getum hægt á okkur og séð hvað við erum í raun alltaf að gera frábæra og fallega hluti hversdags, allar hreyfingar okkar og fleira, sem fer framhjá okkur flestum í asa nú- tímans. Og að hafa gaman saman. Fagna því að verða gömul Hvað kveikti á hugmynd ykkar að leikritinu um Gamla á sínum tíma? „Við vildum vinna með að hafa gamla fólkið meira sýnilegt í sam- félaginu. Við vildum vinna gegn þeirri hugmynd að við séum öll að berjast við að verða ekki gömul á einhvern hátt, það varð kveikjan að sýningunni. Við viljum fara inn í hugmyndina að verða gömul og fagna henni. Við erum ekki að segja að allt gamalt fólk sé lokað inni á stofnunum, en við vildum draga það fram, því það er staðreynd að gamalt fólk er ótrúlega ósýnilegt og það passar ekki inn í samfélag okkar hinna sem höfum lítinn tíma eða pláss fyrir gamalt fólk. Maður stendur sjálfan sig að óþolinmæði þegar maður er til dæmis í langri röð í verslun og einhver gömul manneskja er fyrir framan mann og hann eða hún er lengi að ná í debet- kortið sitt og raðar hægt í pokana. Við þurfum að muna að gamalt fólk er partur af samfélaginu og við verð- um vonandi líka gömul og viljum þá vafalítið láta taka tillit til okkar. Það væri næs ef fólk mundi hlakka til að verða gamalt og gæti æft sig í því. Við höfum farið í nokkur fyrirtæki með fyrirlesturinn okkar og fólki finnst þetta svolítið sniðugt, og það er gaman að æfa sig í að hreyfa sig hægt. Það er alveg fjör á þessum fyrirlestri og námskeiðið er í raun lengri útgáfa og dýpri, þar förum við meira í hugleiðslupartinn.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja þau Ragnar og Hrefnu hvort þau hlakki til að eldast en þau eru fædd 1977 og 1985. „Já, hiklaust. Við ætlum að njóta þess og vonumst eftir góðri heilsu. Við höfum lært af gömlu fólki í kringum okkur að ef maður heldur heilsunni þá er bara algjört æði að eldast,“ segja þau Ragnar og Hrefna sem bæði eru sviðslistafólk en Hrefna er líka jógakennari. Óður til gamla fólksins og ellinnar Þau vilja varpa ljósi á kosti ellinnar, kosti þess að hægja á sér í daglegu amstri. Ragnar og Hrefna eru sviðslistamenn sem leiða námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands undir því langa heiti: Hversdagsleikinn í nýju ljósi – lifandi námskeið um hvernig ellin virkjar lífs- kraftinn. Þau bjóða fyrirtækjum einnig að fá styttri útgáfu af námskeiðinu fyrir starfsfólk sitt. Morgunblaðið/Eggert Sviðslistamenn Hrefna Lind og Ragnar Ísleifur hlakka bæði til þess að eldast og vonast eftir góðri heilsu. Námskeiðið verður 26. mars og hægt er að spyrjast fyrir um vinnustaðafyrirlesturinn hjá hug- rung@hi.is. Nánar á: www.endur- menntun.is.  Hvernig hægt er að dvelja í sjálfum sér.  Að dýpka skynjun á sköpunar- flæðinu sem býr í hversdeginum.  Hvernig líkami og hugur vinna saman.  Hvernig allt í kringum okkur getur verið skapandi og innihaldsríkt ef við bara leyfum okkur að staldra við og skoða það örlítið öðruvísi en við er- um vön.  Kosti þess að eldast og skoplegar hliðar þess. Ávinningur:  Þú lærir aðferðir við að draga úr streitu með því að tileinka þér æfing- ar sem kenna þér að hægja á hvers- dagslegum athöfnum þínum.  Þú kynnist því að vera með sjálf- um/sjálfri þér og skynja umhverfið á nýstárlegan hátt.  Þú kynnist leiðum við að takast á við óþolinmæði og eirðarleysi.  Þú kynnist kostum þess að gera minna og upplifa meira.  Þú öðlast innsýn í hvernig má virkja sköpunarkraftinn, þróa hug- myndir og miðla þeim á listrænan hátt. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja öðlast nýtt sjónarhorn á hversdaginn til sköpunar og tileinka sér aðferðir til að staldra við. Námskeiðið: Hversdagsleikinn í nýju ljósi Hvað er fjallað um á námskeið- inu hjá Ragnari og Hrefnu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.