Morgunblaðið - 06.03.2021, Page 21

Morgunblaðið - 06.03.2021, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 „Megi vopnaskak hætta og ofbeldi og öfga- hyggja víkja. […] Írak hefur þurft að þola hrylli- legar afleiðingar styrjaldar, skærur hryðju- verkamanna og aðskilnaðarátök,“ sagði Frans páfi í sögulegri heimsókn sinni til Íraks í gær. Sagði páfinn nú mikilvægt að Írakar, sem aðrir, gefi friði tækifæri. Ummælin lét hann falla í við- urvist Barham Salih Íraksforseta, stjórnmála- manna og annarra diplómata. Hópurinn kom saman í konungshöllinni í Bagdad. Gríðarleg öryggisgæsla var allt í kringum páf- ann og fylgdarlið, hundruð vopnaðra manna. AFP Írakar hafi þurft að þola hrylling styrjaldar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Enn hefur aukist á þá spennu sem ríkir milli Bandaríkjanna og Írans eftir eldflaugaárás á íraska herflug- völlinn Ain al-Asad sem meðal ann- ars hýsir bandarískar hersveitir. Árásin var gerð síðastliðinn miðviku- dag, en Bandaríkjamenn segja hana bera öll merki þess að hafa verið framkvæmd af vígamönnum sem njóta stuðnings Írana. Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, segir hermenn sína á flugvellinum ekki hafa særst í árás- inni. Borgaralegur verktaki lét hins vegar lífið í kjölfar hjartaáfalls, en maðurinn mun hafa veikst skyndi- lega er hann leitaði skjóls fyrir sprengjuregninu. Ekki hefur verið greint nánar frá hinum látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir yfirvöld þar vestra nú rann- saka atvikið af mikilli nákvæmni. „Guði sé lof þá lést enginn vegna eldflaugarinnar. […] Við vinnum nú að því að bera kennsl á þann sem ber ábyrgðina og munum við í kjölfarið draga ályktanir,“ hefur fréttaveita Reuters eftir forsetanum er hann var á leið til fundar á skrif- stofu sinni í Hvíta húsinu. Írösk yfirvöld hafa gefið út að tíu eldflaugum hafi verið skotið á herflugvöllinn. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað staðfesta þetta. Þau hafa þó gefið út að allt bendi til að eldflaugum hafi verið skotið frá nokkrum mismunandi stöðum aust- an við flugvöllinn. Verða reglulega fyrir árás Stutt er síðan ráðist var á bandaríska ríkisborgara í Írak, nú seinast í febrúar síðastliðnum. Var þá á rúmri viku í þrígang ráðist á hermenn, diplómata og verktaka. Tveir létust í þeim árásum. Heimildarmenn Reuters innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja árásina á herflugvöllinn bera merki þess að vera studd af Íran. Pentagon hefur ekki viljað staðfesta þetta. „Við getum á þessari stundu ekki sagt hver ber ábyrgð. Og við höfum ekki heildarmyndina um um- fang tjónsins,“ segir John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Til þessa hefur enginn vígahóp- ur enn lýst yfir ábyrgð sinni á árás- inni á Ain al-Asad-herflugvöll. AFP Íranar sagðir viðriðnir árás  Spenna eykst enn milli ríkjanna Viðbúnaður Íraskar öryggissveitir sjást hér við störf. Árásir hafa verið nokkuð tíðar í landinu að undanförnu, einkum gegn Bandaríkjamönnum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mjög í Sýrlandi að undanförnu, en samkvæmt fréttaveitu Reuters fór smitum að fjölga um miðjan febrúar. Bágt efnahagsástand landsins hefur gert það að verkum að stjórnvöldum hefur að undanförnu gengið illa að grípa til umfangsmikilla lokana til að hefta útbreiðslu kórónuveiru. „Ég hef ekki nákvæma prósentu- tölu, þar sem ég er aðeins læknir. En ég ræði auðvitað við mína samstarfs- menn um ástandið. Hafi ég á sjúkra- stofunni séð tvö til þrjú tilfelli á dag í fyrra þá eru þau fimm til sex núna,“ hefur Reuters eftir Nabough al- Awa, lækni í Damaskus. Samkvæmt opinberum tölum hafa greinst 15.753 tilfelli af kórónuveiru í Sýrlandi frá því að faraldurinn hófst. Dauðsföll eru sögð vera 1.045. Þess- ar tölur hafa af mörgum verið dregn- ar í efa og er óttast að tilfellin séu mun fleiri en gefið hefur verið upp. Er það m.a. í ljósi þess hve fá sýni eru tekin til greiningar. Veiran herjar mjög á Sýrland  Eiga erfitt með að grípa til lokana vegna fjárhagsstöðu AFP Lífið Tvær konur á göngu í landinu. Bandaríski uppboðsvefurinn eBay mun ekki taka að sér endursölu á sex barnabókum eftir Dr. Seuss í kjölfar þess að útgefandi bókanna hætti útgáfu þeirra vegna mynd- skreytinga sem hann segir sýna kynþáttafordóma. Bækurnar sem um ræðir eru: If I Ran the Zoo; Scrambled Eggs Su- per; McElligot’s Pool; On Beyond Zebra!; And To Think That I Saw It On Mulberry Street og The Cat́s Quizzer. Bækur þessar hækkuðu mjög í verði vegna þessa, fór ein þeirra t.a.m. úr tæpum 15 dölum í rúmlega 800 á einum degi. BANDARÍKIN Meintir fordómar juku verðgildi bóka Í ljósi þess hve vel hefur gengið að bólusetja almenning á Bretlandi fyrir Covid-19 hafa stjórnvöld á Kýpur ákveðið að bjóða bólusetta Breta velkomna til landsins frá og með 1. maí næstkomandi. Er með þessu vonast eftir góðum kipp í gangi ferðaþjónustu þar. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Kýpverja grátt og hefur ferðaþjónusta þar svo gott sem hrunið. Í fyrra komu þangað tæp- lega 632 þúsund erlendir ferða- menn en voru tæpar fjórar millj- ónir árið 2019. KÝPUR Hliðin opnuð fyrir bólusettum Bretum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.