Morgunblaðið - 06.03.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 06.03.2021, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Samkvæmt grein- ingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar stefnir í alvarlegan hús- næðisskort á næstu ár- um. Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum allra samfélaga og eitt af mikilvægustu inn- viðum okkar og kjara- málum. Að tryggja fólki, ungu sem öldnu, mannsæmandi lánakjör og aðgengi að öruggu, vönduðu og hagkvæmu hús- næði hlýtur að vera eitt af megin- markmiðum verkalýðshreyfing- arinnar til lengri tíma. Við í verkalýðshreyfingunni höfum unnið í þónokkur ár við að koma leigu- félaginu Blæ af stað sem á að tryggja félagsmönnum okkar aðgengi að öruggu og vönduðu húsnæði á sann- gjörnu verði. Þegar íbúðafélaginu Bjargi var komið á fót á sínum tíma stóð alltaf til að Blæ yrði komið af stað samhliða því. Félag sem er ekki rekið á félagslegum grunni og er opið öllum sem vilja leigja. Markmiðin eru að gera leigu að jafn öruggum bú- setukosti og hjá þeim sem eiga, koma á lang- tímajafnvægi á húsnæð- ismarkaði og lækka kostnað þeirra sem eru á leigumarkaði. Lægri kostnaður við að lifa eru bestu kjarabæturnar. Hugmyndafræðin að baki Blæ er ekki óhagn- aðardrifin en þjónar bæði hagsmunum leigj- enda og langtíma- fjárfesta eins og lífeyr- issjóða. Mótframbjóðandi minn til for- manns VR hefur af einhverjum ástæðum ákveðið að draga þessa vinnu inn í kosningabaráttu sína með afar dapurlegum hætti og mála þessa margra ára vinnu sem aðgerð til að skerða lífeyri gamla fólksins og kallar hana óhagnaðardrifið verkefni. Sem að mínu viti hefur aldrei verið gert. Annaðhvort hefur viðkomandi ekki kynnt sér hugmyndafræðina á bak við hið nýja leigufélag eða er vísvitandi að halda á lofti rangfærslum í veikri von um að fólk trúi því að verkalýðshreyf- ingin, eða formaður VR, hafi það vald eða vilja til að taka fjármuni ófrjálsri hendi úr lífeyrissjóðum og eyða í óarð- bær verkefni til þess eins að skerða réttindi í lífeyrissjóðum. Í dag búa yfir 4.000 manns í ósam- þykktu eða óviðunandi húsnæði. Það er staða sem við getum ekki sætt okk- ur við í auðugu samfélagi. Því miður hefur okkur ekki tekist, þrátt fyrir mikla vinnu, að skapa stöð- ugleika á húsnæðismarkaði. Hreyfingin hefur ekki látið sitt eftir liggja í gegnum tíðina eins og með verkamannabústaðakerfinu, sem síð- ar var aflagt, og svo með uppbyggingu Breiðholtsins með Júní-samkomulag- inu 1964 þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur tóku höndum saman með stjórnvöldum og réðust í stórfelldar umbætur í húsnæðis- málum með því að byggðar yrðu 1.250 íbúðir á næstu fimm árum. Íbúðir í Breiðholti urðu alls um 7.600. Með uppbyggingu Breiðholtshverfisins náðist að útrýma braggahverfum í Reykjavík og tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði. Og nú síðast í kjölfar kjarasamninganna 2015 með stofnun Bjargs íbúðafélags með samvinnu ASÍ og BSRB um uppbyggingu íbúða fyrir tekjulága félagsmenn og með hlutdeildarlánakerfinu sem komið var á árið 2019 til að auðvelda ungu fólki og viðkvæmum hópum inn á húsnæð- ismarkað, svo fátt eitt sé nefnt. Greinarhöfundur ólst upp í Breið- holtinu og kom að stofnun Bjargs og tók virkan þátt í að koma hlutdeild- arlánakerfinu á ásamt því að leiða vinnu á vettvangi ASÍ við að koma Blæ af stað. Hugmynd okkar gengur út á að stofna húsnæðisfélag sem þjónar bæði hagsmunum leigjenda og langtíma- fjárfesta eins og lífeyrissjóða. Við er- um að vinna útfærslur og hugmyndir á vettvangi ASÍ og BSRB. Lífeyris- sjóðir hafa almennt tekið vel í þessa hugmynd þar sem um er að ræða góða og trausta langtímaávöxtun, dreifir áhættu þeirra og býr til raun- veruleg verðmæti til framtíðar og þjónar hagsmunum sjóðfélaga í leið- inni. Hagsmunir sjóðfélaga eru lífskjör okkar alla ævina. Og húsnæðisöryggi er einn af lykilþáttum velferðar og sömu hagsmuna. Lífeyrissjóðir væru góðir eigendur í svona félögum þar sem fjárfestingar þeirra eru til lengri tíma en ekki með skammtímagróða að leiðarljósi eins og sorglegur vitnisburður með komu hræGamma inn á húsnæðismarkað ber vitni um. Einnig ber að nefna að í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við eru lífeyrissjóðir virkir fjárfestar á húsnæðismarkaði með sambærilegum hætti og við leggjum til. Eignir íslenskra lífeyrissjóða telja nú um 6.000 milljarða og ljóst að ekki er um háar fjárhæðir að ræða í stóra samhenginu. En er ekki tími til kom- inn að sjóðirnir fjárfesti í verkefnum sem skapa samfélaginu raunveruleg verðmæti til framtíðar. Aðgengi fólks að hagkvæmu og öruggu húsnæði og hagstæðum lána- kjörum lækkar kostnaðinn við að lifa og lækkar stöðugan þrýsting á kaup- gjaldið. Að fjárfesta í steypu hefur til lengri tíma litið verið ein besta fjárfestingin í samanburði við ávöxtun verðbréfa. Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að raunvirði um 4,3% á ári síðastliðin 24 ár. Sem eitt og sér er langt umfram þá kröfu sem sjóðirnir setja sem viðmið. Ef við berum það saman við fjárfestingar sjóðanna í tveimur kísilverksmiðjum og þeirri þriðju sem aldrei var reist eða þegar innlendur hlutabréfamarkaður þurrk- aðist út árið 2008. Allt tal um að verið sé að nota líf- eyrissjóði í annarlegum tilgangi eða skerða réttindi sjóðfélaga með mögu- legri aðkomu þeirra að uppbyggingu á húsnæðismarkaði eru rangfærslur af verstu sort. Eiga lífeyrissjóðir að fjárfesta í húsnæðisuppbyggingu? Eftir Ragnar Þór Ingólfsson »Hugmyndafræðin að baki Blæ er ekki óhagnaðardrifin en þjónar bæði hags- munum leigjenda og langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er formaður VR. ragnar@vr.is Grein þessi er framhald af grein sem rýnir bólu- efnaleiðina úr kófinu. Bent var á að engar rannsóknir væru á áhrifum bóluefnisins á íbúa elliheimila, endingin væri skammvinn og það kæmi ekki í veg fyrir smit. Enn fremur gæti aukning Covid-andláta í lönd- um sem hraðast hafa bólusett staf- að af skammtímaónæmisbælandi eiginleikum bóluefnisins. Á Íslandi létust margir á elli- heimilum eftir fyrstu bólusetningu. Rannsókn Norðmanna á svipuðum andlátum fann möguleg tengsl 1) er fólk fékk í magann eða hita eftir sprautu. Íslenska rannsóknin var bara heimildagreining 2) án krufn- ingar. Einnig skerðir trúverðug- leika íslensku rannsóknarinnar að skipuleggjendur hennar báru ábyrgð á ákvörðuninni um að bólusetja alla íbúa elliheimila Íslandi strax áður en nokkuð var vitað um hætt- urnar sem fylgdu. Niðurstaðan var lítt sannfærandi: Í fyrri sprautu voru sjö dauðsföll talin „eðlileg“, en í seinni sprautu urðu aðeins eitt til þrjú dauðsföll í sama hópi. Hvað gerð- ist? Varð hópurinn skyndilega heilsuhraustari? Ein skýring kann að vera að land- læknir breytti fyrirmælum 3) og ráðlagði gegn því að veikt fólk fengi seinni sprautuna. Ef veiku viðkvæmu fólki var gefið ónæm- isbælandi bóluefni í fyrri sprautu, er erfitt að sjá hvernig slíkt gæti ekki verið lífshættulegt fyrir suma. Í öðru dæmi sem greinarhöf- undur þekkir, fékk einstaklingur við stöðuga heilsu fyrir bólusetn- ingu, í magann strax eftir sprautu og dó. Sömu einkenni og Norð- mennirnir vöruðu við. Við að veðja á bóluefnaleiðina, gengu yfirvöld í lið með bólefnasölum og enginn var eftir til að gæta hagsmuna al- mennings. Sem skaðabótaskyldur aðili máls eru yfirvöld líka orðinn gerandi ef til málareksturs kæmi. Afar óheppilegt er að gerandinn sé eini rannsóknaraðilinn. Slíkt er réttarbrot á fórnarlömbum bólu- efnanna og aðför að réttarríkinu. Margt er enn óljóst með bólu- efnin og langur tími gæti liðið þar til raunveruleg hætta sem af þeim stafar kemur í ljós. Covid-óþol (Vaccine Associated Enhanced Di- sease) og dulin langtímaáhrif eru dæmi um stórhættulegar auka- verkanir sem verða rannsakaðar a.m.k. fram til 2023. Sjálfsblekkingunni verður að linna Eftir ofríki um allan heim í skjóli gegndarlauss áróðurs, er nánast pólitískur ómöguleiki að viðurkenna loks nú að fórnirnar hafi verið til einskis og takast á við Covid-19 eins fyrri tíma pestir, eins og Asíuflensuna 1957-1958 sem kláraðist að mestu á þrem mánuðum án þess að hafa áhrif á efnahagskerfi heimsins 4). Aðeins galdralausn eins og bóluefni sem læknar allt getur gefið manngerðu hörmungunum tilgang. En bólu- efnin voru aldrei prófuð á þeim sem átti að vernda, koma ekki í veg fyrir smit og gefa svo skamm- lífa vernd að þau duga vart yfir sumarið. Væntingarnar eru svo fjarri raunveruleikanum að blekk- ingar þarf til að brúa bilið. Gamla fólkið sem dó fékk líkast til aldrei að vita að það var að taka þátt í tilraun og lét bólusetja sig til að fá að hitta barnabörnin. Fólki með slæmar aukaverkanir er ekki sagt að aukaverkanirnar séu ónæmiskerfið að ráðast á líkam- ann, heldur að verkirnir séu bara merki um að bóluefnið sé að virka, aðeins ef allir nota (gagnslausar) grímur aðeins oftar, aðeins ef fólk hættir að hittast, aðeins ef landa- mærunum er lokað aðeins lengur og aðeins betur. Bjarni tekur bara nýtt lán og þetta reddast. En ekkert reddast með blekk- ingum og krefja verður yfirvöld um heiðarlega upplýsta umræðu. Það sem af er ári hafa tíu látist eft- ir bólusetningu og tveir í bílslysi sem sóttvarnarreglur höfðu mögu- lega áhrif á. Þetta eru fleiri andlát en í allri fyrri bylgju Covid-19 síð- asta vor. Skaðinn er miklu hærri ef einnig eru talin með andlát vegna hjartasjúkdóma, krabbameins, eit- urlyfjaneyslu og sjálfsmorða sem sóttvarnaraðgerðir hafa haft áhrif á. En þessi skaði er ekki metinn. Það er ekki hægt að komast hjá slíkum afleiðingum með því að setja kíkinn á blinda augað og tím- inn er að renna út. Í fjármála- áætlun ríkisins 5) 2021-2025 er gert ráð fyrir 900 þúsund ferðamönnum í ár sem er óraunhæft með lokuð landamæri. Atvinnuleysið og neyð- in munu því framlengjast um ár ef fólk fer ekki að vakna. En hvað er til ráða? Þeir sem fórna frelsi fyrir öryggi uppskera oftast hvorugt. Stjórn- málamenn stýra ekki náttúrunni en þeir geta svift okkur frelsinu. Loforð þeirra um að ábyrgjast heilsu okkar getur því bara leitt til meiri frelsisskerðinga og þjóðin sekkur dýpra inn í blindgötu sjálfsblekkinga. Blindgötu sem ekki verður snúið úr nema við viðurkennum að allt hafi verið til einskis. Eina leiðin til að fá aftur stjórn á eigin lífi er að við tökum aftur ábyrgð á eigin heilsu. Án þess mun vegferðin aldrei enda. Opna verður landamærin strax og hætta öllum íþyngjandi (gagns- lausum) sótttafaaðgerðum. Sú að- ferðafræði hefur alltaf virkað gegn fyrri faröldrum sögunnar og mun líka virka nú. Enn er hægt að bjarga sumrinu. Vænisýkinni verð- ur að linna. Heimildir: 1) https://www.bmj.com/content/ 372/ bmj.n167 2) https://www.frettabladid.is/ frettir/ rannsokn-vegna- andlata-thrithaett/ 3) https://www.frettabladid.is/ frettir/ ekki-haegt-ad-utiloka- orsakasamband-i- einu-andlati/ 4) https://www.aier.org/article/ in-the- asian-flu-of-1957-58- they-rejected- lockdowns/ 5) https://www.stjornarradid.is/ li- brary/01--Frettatengt--- myndir-og- skrar/FJR/FJR_ Fjarmalaaetlun_V5.pdf Eftir Jóhannes Loftsson Jóhannes Loftsson » Óskhyggja og sjálfs- blekking duga skammt til að leiða þjóð- ina úr kófinu. Breyta þarf um stefnu strax ef komast á hjá brotlend- ingu í sumar Höfundur er verkfræðingur. covidspyrnan@gmail.com Björgum sumrinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.