Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta í Akureyrarkirkju kl. 11. Brúðuleikhús og sunnudagsskólasyrpa. Atriði úr Grís, sýningu Vasaleikhúss Verkmenntaskólans. Ylfa Krist- jánsdóttir syngur lag. Yngri barnakór Akureyr- arkirkju syngur. Stjórnandi Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Grímuskylda er í kirkjunni, fyrir full- orðna. ÁRBÆJARKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 í tilefni Æskulýðsdags Þjóðkirkjunnar. Fermingarbörn vorsins eru sérstaklega boðin velkomin. Söngur, gleði og gaman. Baldur Björn Arnarsson fermingarbarn syngur. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni þjóna. Birkir Bjarnason leikur á flygilinn. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arn- arsdóttur og Thelmu Rósar Arnarsdóttur. ÁSKIRKJA | Sameiginleg fjölskylduguðsþjón- usta sóknanna í Laugardalsprestakalli kl. 11 í Langholtskirkju. Helgihald fellur því niður í Ás- kirkju. ÁSTJARNARKIRKJA | Æskulýðsdagur Þjóð- kirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 17. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Þórdís Linda Þórðardóttir, sigurvegari Samfés 2020, syngur. Undirleik annast Davíð Sigurgeirsson og prestur er sr. Kjartan Jónsson. Grímuskylda og eins metra regla. Fólk skrái sig við komu til kirkju. BESSASTAÐAKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Lærsiveinar hans leiða sönginn, Ástvaldur Traustason Sigrún Ósk og sr. Hans Guðberg. Kl. 16, frú Agnes Sigurðardóttir setur sr. Hans Guðberg Alfreðsson inn í embætti prófasts Kjalarnessprófastsdæmis. Álftanesskórinn, organisti Ástvaldur Traustason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar ásamt Steinunni Leifsdóttur og Steinunni Þor- bergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Al- þjóðlegi söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna. Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum. Guðsþjónusta á æskulýðsdegi sunnudaginn 7. mars kl. 13. Ath. breyttan tíma. Kór Bú- staðakirkju syngur og kantor Jónas Þórir er við hljóðfærið. Fermingarbörn og messuþjónar að- stoða. Sr. Eva Björk messar og þjónar ásamt sr. Pálma. Fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum eftir messu. Munum hand- þvott og grímur. DIGRANESKIRKJA | Sunnudaginn 7. mars verður æskulýðssdagurinn haldinn hátíðlegur með fjölskyldumessu í Digraneskirkju kl. 11, sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Karen Lind Ólafsdóttir leiða stundina. Ásdís Þorvaldsdótt- ir leiðir söng. Á sama tíma er sunnudagaskóli undir stjórn Höllu Marie æskulýðsfulltrúa og Söru og Ásdísarleiðtoga sunnudagaskólans. DÓMKIRKJAN | Prestsvígsla kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígir, séra Sveinn Valgeirsson þjónar, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Þau sem vígjast eru: Mag. theol. Margrét Lilja Vilmundardóttir, vígist til þjónustu við Fríkirkj- una í Hafnarfirði, Mag. theol. Sigurður Már Hannesson, vígist til þjónustu við Kristilegu skólahreyfinguna. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og pre- dikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. Kaffisopi eftir stundina. Meðhjálpari Helga Björg Gunnars- dóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl.17. Margrét Lilja Vil- mundardóttir predikar og tekur formlega við starfi sem prestur við kirkjuna. Ásamt henni þjóna prestarnir Einar Eyjólfsson og Sigurvin Lárus Jónsson og Sigríður Valdimarsdóttir djákni. Tónlistarstjóri er Örn Arnarson. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl. 14, séra Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Klassísk messa kl. 14. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Allir velkomn- ir. GLERÁRKIRKJA | Messa með altarisgöngu kl. 11. Prestur er sr. Sindri Geir Óskarsson. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valamars Väljaots organista. Sunnudagaskóli kl. 11, sameiginlegt upphaf í messu. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 7. mars sem er æskulýðsdagurinn verður fjöl- skylduguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11. Umsjón hafa sr. Sigurður Grétar Helgason, Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Sunnudaginn 7. mars verður guðsþjónusta í Kirkjuselinu. Guðþjónustan hefst kl. 13. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsdagurinn. Fermingarbörn vorsins þjóna ásamt messuþjónum og sr. Maríu G. Ágústsdóttur. Ásta Haraldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju leiða líflegan söng. Stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna eftir stundina. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15- 18.45, einnig á netinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl. 11. Prestar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Leifur Ragnar Jónsson. Tónlistarflutningur í umsjá barnakórs Guðríðarkirkju, stjórnandi Ásbjörg Jónsdóttir tónskáld. Kirkjuvörður Guðný Ara- dóttir. Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra að mæta. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Fjöl- breytt dagskrá fyrir börn sem fullorðna. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja og ferming- arbörn lesa. Sr. Jónína Ólafsdóttir boðin vel- komin sem nýr sóknarprestur og leiðir hún stundina ásamt Jóni Helga, Bylgju Dís, Helgu og Guðmundi. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu. Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt. allra þeirra sem eru fæddir 2006 og síðar. HALLGRÍMSKIRKJA | Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar: Fjölskylduguðþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur og Rósu Árnadóttur. Fermingarbörn og messuþjónar aðstoða. Fiðlu- nemendur Lilju Hjaltadóttur úr Allegro Suzuki- tónlistarskólanum koma fram. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Stúlkna- kór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Organisti er Guðný Einarsdóttur og prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Miðvikudagur kl. 20 - Passíusálmarnir að fornu og nýju í tón- listarflutningi Kordíu, kórs Háteigskirkju og Guðnýjar Einarsdóttur, organista. Sr. Eiríkur Jó- hannsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir lesa ritningarlestra á undan hverjum sálmi. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Væntanlegt fermingarbarn borið til skírnar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum að guðsþjón- ustu lokinni. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 11. Ólaf- ur H. Knútsson prédikar. KÁLFATJARNARKIRKJA | Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 14. Ungmennakórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Ásamt honum annast Davíð Sigurgeirsson undirleik. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Grímuskylda og eins metra regla. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn 7. mars kl. 20 verður Mottumarsmessa í Keflavíkur- kirkju í samstarfi við Krabbameinsfélag Suð- urnesja. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Arnór Vilbergsson organisti ásamt körlum úr Kirkju- kór Keflavíkurkirkju færa okkur söng og góða tóna. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Miðvikudaginn 10. mars kl. 12 verður kyrrðarstund í Keflavík- urkirkju. KIRKJA heyrnarlausra | Messa verður í kirkju heyrnarlausra í Grensáskirkju 7. mars kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11 á Æskulýðsdegi Þjóðkirkj- unnar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur guðfræðingi sem flytur hugvekju. Félagar úr Skólakór Kárs- ness syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvins- dóttur. Fermingarbörn vetrarins taka þátt í helgihaldinu ásamt sunnudagaskólanum. LANGHOLTSKIRKJA | Sameiginleg fjöl- skyldumessa Ás- og Langholtskirkna á æsku- lýðsdaginn 7. mars kl. 11 í Langholtskirkju. Krúttakórinn og sunnudagaskólabörn eru sér- staklega boðin í fjölskyldumessuna sem sr. Al- dís Rut Gísladóttir og Jóhanna María Eyjólfs- dóttir djákni leiða ásamt Sunnu Karen Einarsdóttur og Björgu Þórsdóttur kórstjórum. LAUGARNESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta í tilefni af æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar kl. 11. Sr. Hjalti Jón Sverrisson stýrir stundinni ásamt Elísabetu Þórðardóttur organista. Mánudaginn 8. mars: Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Miðvikudaginn 10. mars: Foreldrasamvera í safnaðarheimilinu á milli kl. 10 og 12. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Boðið verður upp á stund við hæfi 6-9 ára barna. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar, sem að vanda spilar einnig á píanóið, en auk Óskars spila bassaleikarinn Páll Elvar Pálsson og bás- únusnillingurinn Rolf Gaedeke. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Athöfninni verður streymt bæði á lindakirkja.is og á Facebook-síðu Lindakirkju. Allir velkomnir meðan sóttvarnarreglur leyfa. NESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta með léttum brag kl. 11 á Æskulýðsdegi Þjóðkirkj- unnar. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins F. Sigurðssonar. Fermingar- börn og starfsfólk barna- og æskulýðsstarfs aðstoða í helgihaldi. Undirleikari er Ari Agn- arsson og prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón hafa Sigríður Gunnarsdóttir, Eva María Rúnarsdóttir og Rögnvaldur Val- bergsson. Ung-messa kl. 20. Létt kvöldmessa í sam- vinnu við Nemendafélag FNV á æskulýðsdegi kirkjunnar. Ungmenni í FNV sjá um tónlist og talað orð, hugleiðingu flytur formaður Nem- endafélagins, Birgitta Björt Pétursdóttir. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og Tómas spilar á píanó. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar, félagar úr Kór Selja- kirkju leiða safnaðarsöng, organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Afhelgun alls? Hver eru áhrifin í samfélaginu? Kristrún Heimisdóttir lögfræð- ingur, talar. Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur þjónar ásamt Sveini Bjarka Tómassyni og leið- togum. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprest- ur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Bæna- og kyrrðarstund þriðjudagskvöld 9. mars kl. 20.30. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir stundina. Kyrrlát íhugunarstund við kertaljós. Nánari upplýsingar á sregill.net VÍDALÍNSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Vídalínskirkju og unglinga- kórinn syngja undir stjórn Davíðs Sigurgeirs- sonar. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi leiðir stundina. Brúðuleikrit og biblíufræðsla. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Sjá gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og Stef- án Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð Vandræðagangur ríkisapparatsins í kringum vondan rekstur, rangar ákvarðanir og sam- keppnishamlandi framferði ríkisfyr- irtækisins Íslands- pósts hefur verið sögulegur. Ekki átti greinarhöfundur þó endilega von á því að meðvirknik- ast stjórnmála- og embættismanna færi að snúast um grundvallar- atriði í stjórnskipan ríkisins fyrr en hann las Morgunblaðið fyrr í vikunni. Þar hélt samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið því nefnilega fram, í skriflegu svari til blaðsins, að það skýra ákvæði póstlaganna að verðskrá fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna væri „ekki að öllu leyti virkt“. Þetta væri vegna þess að Alþingi hefði bætt inn í lögin ákvæði um að sama verð ætti að vera á alþjónustu um allt land. Nú er það svo að á Íslandi gildir þrískipting ríkisvaldsins eins og í öðrum vestrænum lýð- ræðis- og réttar- ríkjum. Handhafar framkvæmdavaldsins setja ekki lögin og geta ekki ákveðið að eigin geðþótta að víkja þeim til hliðar, í heild eða að hluta. Það virð- ist þó hafa gerzt í þessu tilviki. Eftirlitsstofnunin hlýðir túlkun ráðuneytisins Greinarhöfundur furðaði sig á því í grein sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku, að Póst- og fjarskiptastofnun virtist hafa gleymt áðurnefndu lagaákvæði. Í febrúar á síðasta ári krafði PFS Íslandspóst um að sýna fram á að ný gjaldskrá fyrir pakkasendingar stæðist ákvæði laganna um raun- kostnað. Ári síðar birti stofnunin rúmlega 40 blaðsíðna ákvörðun um greiðslur til Póstsins, þar sem undirverðlögð pakkagjaldskráin kemur mjög við sögu, án þess að nefna þetta grundvallaratriði lög- gjafarinnar einu orði! Það er nú skýrara en áður að eftirlitsstofnun, sem á að vera sjálfstæð í störfum sínum, hefur látið ráðuneytið segja sér að búið sé að taka hluta af lögum landsins úr sambandi og hún þurfi ekki að líta til þeirra. Ráðuneytið stað- festir opinberlega að þetta sé skilningur þess. Það er vandséð hvernig ákvörðun PFS á að geta staðið óhögguð – að minnsta kosti hlýtur að vera ákaflega hæpið að Alþingi samþykki rúmlega 500 milljóna króna framlag til Pósts- ins af fé skattgreiðenda á grund- velli hennar. Umboðsmaður Al- þingis hefur væntanlega einhvern tímann hnippt í stjórnsýsluna af minna tilefni. Eins og Hörður Felix Harð- arson lögmaður útskýrir ágætlega í viðtali í blaðinu í gær, ber að virða ákvæði í lögum, jafnvel þótt hægt sé að halda því fram að ákveðnir erfiðleikar séu á að framfylgja þeim – sem virðist þó ekki vera í þessu tilviki, enda lög- in skýr. „Ef það á að vera ein og sama gjaldskráin fyrir allt land hlýtur að þurfa að horfa til með- alkostnaðar í þeirri dreifingu og horfa þá þannig á verðlagn- inguna,“ segir Hörður og er óhætt að taka undir þá túlkun. Boltinn er hjá ráðherranum Ef samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytið og undirstofnanir þess telja að vankantar séu á póstlögunum af hálfu Alþingis hlýtur Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra að flytja frumvarp hið snarasta um breytingu á lögunum. Það er hin stjórnskipulega rétta leið, í stað þess að ráðherrann og undirmenn hans grípi fram fyrir hendurnar á löggjafanum. Það er svo sjálfstætt álitaefni að þegar ráðuneytið fór í að velja hvaða lögum ætti að fara að og hvaða lögum ekki varð fyrir valinu sú túlkun sem hefur hvað neikvæðust áhrif á samkeppni og hagsmuni neytenda. Setur framkvæmda- valdið lögin? Eftir Ólaf Stephensen Ólafur Stephensen »Handhafar fram- kvæmdavaldsins setja ekki lögin og geta ekki ákveðið að eigin geðþótta að víkja þeim til hliðar Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Þegar innviða- fjárfestingar eru skipu- lagðar er nauðsynlegt að hugsa til langs tíma. Eins árs gildistími fjár- laga og fjárhagsáætlana sveitarfélaga dugir ekki. Í Noregi hefur verið farin sú leið að op- inberir aðilar hafa gert með sér samgöngu- sáttmála. Fyrsti sátt- málinn var gerður í Björgvin fyrir um 35 árum. Ósló er nú á sínum þriðja sátt- mála. Með þeim ná allir, sem þurfa að koma að samgöngumálum, sér saman um framtíðarsýn. Ákveðið er í hverju verði fjárfest og hvenær. Ekki eru teknar u-beygjur eftir kosningar, þótt auðvitað sé nauðsynlegt að endurskoða áætlunina ef aðstæður breytast. Óhætt er að segja að reynslan í Noregi hafi verið góð. Árið 2019 skrifuðu ríkið og sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu undir sáttmála um samgöngur á svæðinu til 15 ára. Hann er sá fyrsti á Íslandi þannig að það má segja að brotið hafi verið blað í sögu samgöngumála á Ís- landi með undirritun hans. Ákveðið var að stofna fyrirtæki um fjárfesting- arnar, Betri samgöngur ohf. Ráðgert er að fjárfesta fyrir um 52 milljarða í stofnvegum, 50 milljarða í borgarlín- unni, átta milljarða í virkum ferðamát- um, fyrir gangandi og hjólandi, og sjö milljarða í umferðarstýringu og öryggi. Markmiðin eru greiðari samgöngur og fjölbreyttari ferðamátar, aukið öryggi, minni útblástur, gott samstarf og skil- virk framkvæmd. Fjölgum valkostum Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar að meðaltali um 90 í hverri viku. Án metnaðarfullra fjárfest- inga eins og þessara er fyrirséð að umferðartafir myndu aukast enn meira en ella. Boðið er upp á raunverulegt valfrelsi um samgöngumáta. Kannanir sýna t.d. að margir vilja gjarnan fara fleiri ferðir hjólandi en þeir gera nú. Á sama tíma er ljóst að einkabíll- inn verður áfram vinsæll ferðamáti og því þarf leið hans að vera greið. Hraðvagnar í sér- rými, eins og borgarlínan, eru sú leið sem mörg sambærileg borgarsvæði hafa farið til að stytta ferðatíma með góðum árangri. Við þurfum að lyfta umræðu um samgöngumál upp úr þeim skotgröfum sem hún fellur stundum í, hvort sem það er á milli svæða annars vegar eða mismunandi ferðamáta hins vegar. Samgöngur mynda heildstætt kerfi þar sem fjárfesting fyrir einn ferðamáta léttir álagi af öðrum. Við ættum því að fagna fjárfestingu í öllum ferðamátum, þótt við notum þá e.t.v. ekki alla sjálf. Ríkið og sveitarfélögin eru búin að leggja til áætlun og fjármagn. Nú er það okkar að hrinda þessu í fram- kvæmd. Ef vel tekst til verður ferða- tími sem flestra styttri en ella sem skil- ar meiri frítíma og auknum lífsgæðum. Eftir Davíð Þorláksson Davíð Þorláksson » Við ættum því að fagna fjárfestingu í öllum ferðamátum, þótt við notum þá e.t.v. ekki alla sjálf. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. david@betrisamgongur.is Sátt um samgöngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.