Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 39
Fjölskylda Eiginkona Sigmundar Ernis er Elín Sveinsdóttir, f. 25.2. 1963 í Reykjavík, förðunarfræðingur að mennt frá París, en hefur lengst af unnið sem útsendingarstjóri á Stöð 2 og RÚV og framleiðandi og upp- tökustjóri mikils fjölda sjónvarps- þátta á vegum SERES hugverka- smiðju ehf. Þau eru búsett á Laufás- vegi í Reykjavík. Foreldrar Elínar eru hjónin Auður Sigurborg Vé- steinsdóttir bankastarfsmaður, f. 29.8. 1939, d. 30.12. 2015 og Sveinn Viðar Jónsson rafvélavirkjameistari, f. 5.12. 1939. Fyrri eiginkona Sig- mundar Ernis er Bára Aðalsteins- dóttir þroskaþjálfi, f. 24.2. 1959. Börn Sigmundar Ernis og Báru eru Eydís Edda, f. 4.1. 1985, d. 23.3. 2009, og Oddur, tónlistarmaður og tónskáld í Reykjavík, f. 17.2. 1987. Börn Sigmundar Ernis og Elínar eru Birta, f. 29.8. 1990, stjórnmála- og aðferðafræðingur hjá BBC í Lundúnum, maki: Daníel Guðjóns- son, viðskiptafræðingur, dóttir þeirra er Ragnhildur Edda, f. 2015; Rúnar, f. 13.3. 1992, læknisverk- fræðingur í Stokkhólmi, maki: Pia Desai, doktorsnemi í sjúkraþjálfun; Ernir, f. 24.2. 1996, ferlasérfræð- ingur hjá Vodafone í Reykjavík, maki: Saga Ísafold Arnarsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vodafone; Auður, f. 10.11. 2004, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Systkini Sigmundar Ernis eru Gunnar Örn Rúnarsson, f. 4.6. 1956, smiður á Akureyri; Sigrún Rúnars- dóttir, f. 3.6. 1957, hjúkrunarfræð- ingur á Akureyri; Guðrún Sigfríð Rúnarsdóttir, f. 4.4. 1967, skrifstofu- maður á Akureyri. Foreldrar Sigmundar Ernis: Hjónin Helga Sigfúsdóttir, f. 30.12. 1935, d. 14.7. 2017, húsmóðir og skrifstofumaður á Akureyri, og Rúnar Heiðar Sigmundsson, f. 8.4. 1933, viðskiptafræðingur á Akur- eyri. Sigmundur Ernir Rúnarsson Guðmundur Guðmundsson bóndi á Melum ElísabetGuðmundsdóttir bóndi á Melum Sigmundur Guðmundsson bóndi á Melum og síðar starfsmaður KEA á Akureyri Sigrún Guðmundsdóttir bóndi á Melum í Trékyllisvík og síðar húsmóðir á Akureyri Rúnar Heiðar Sigmundsson viðskiptafræðingur á Akureyri Guðmundur Ásgrímsson sjómaður í Ólafsvík Vigdís Bjarnadóttir húsmóðir í Ólafsvík Kristján Helgason verkamaður á Akureyri Helga Jóhanna Bjarnadóttir húsmóðir á Akureyri Sigfús Kristjánsson verkamaður á Akureyri Guðrún Vilborg Gísladóttir húsmóðir og verkakona á Akureyri Gísli Þorleifsson bóndi á Hólshjáleigu á Héraði Jónína Ólafsdóttir verkakona á Héraði Úr frændgarði Sigmundar Ernis Rúnarssonar Helga Sigfúsdóttir húsmóðir og skrifstofumaður á Akureyri DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 er fáanleg í öllum helstu apótekum, barnavöruverslunum, Hagkaup, Fjarðarkaup og á Heimkaup.is Bio oil er háþróuð húðolía Bætir ásýnd húðslita og öra Hefur gríðarleg áhrif á öldrun og raka húðar Dregur úr líkum á húðslitum Hægt er að finna nánari upplýsingar og niðurstöður úr klínískum rannsóknum inn á bio-oil.com. „ekki þetta net!” „FÓLK ER FARIÐ AÐ KVARTA UNDAN ÞVÍ HVERSU OFBELDISFULLAR MYNDIRNAR Á HELLISVEGGJUNUM ERU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að safna minningum en ekki eignum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann DJÖ! HEF EKKI HUGMYND ÉG TÝNDI ENN EINUM SOKKI Í ÞURRKARANUM! EKKI ÉG HELDUR HVERT FARA ÞEIR EIGINLEGA? MÉR FINNST ÉG EIGA STÖÐUHÆKKUN SKILIÐ! ÉG ER SAMMÁLA! HÉR EFTIR LÍT ÉG Á ÞIG SEM MANN EN EKKI MÚS! Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Brýnsla þessi athöfn er. Aðeins lítið pennastrik. Oft í réttum fram hann fer. Á framkvæmdinni talsvert hik. Sigrún á Sjónarhóli á þessa lausn: Dró á hnífinn drengurinn, drátthagur er málarinn. Dragðu féð í dilkinn þinn, dragast lát ei verknaðinn. Sigmar Ingason svarar: Á hverfisteini bitjárnin má brýna (=draga). Baksa drátthagir við strik og liti. Í réttum bændur draga í dilka sína. Dregst á langinn brúargerðin fína enda er þar ekkert gert af viti. Ekki er gott að draga úr hófi dráttinn, drífum okkur í háttinn. Eysteinn Pétursson svarar „án undandráttar“: Dreg ég ljá svo dugi mér. Drátthagur er margur ver. Í réttum dráttur fram víst fer. Finnst á mörgu dráttur hér. Helgi Þorláksson á þessa lausn: Þú dregur á, það dráttur er, dráttur líka pennastrik, í drætti fé í dilka fer, dráttur getur verið hik. Guðrún B. leysir gátuna þannig: Fyrsti dráttur vandi var. Á veikan drátt í letri. Í rétt dreg fé. Við fjárdráttar- framkvæmd dráttur betri. „Lausnin vill fá að vera svona þessa vikuna,“ segir Helgi R. Ein- arsson: Dráttur er að draga ljá. Dráttur pennastrikið. Við drátt í rétt ei drolla má. Drætti veldur hikið. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Með drætti hvet ég deigan ljá. Dráttur lína blaði á. Í rétt má dilkadráttinn sjá. Dráttur hik á verki þá. Þá er limra: Fúsi var frækinn við sláttinn og fór alltaf seint í háttinn, hann var þjarkur á sjó, en þorsk aldrei dró, og þó var hann iðinn við dráttinn. Síðan er ný gáta: Stefja föndur fæst ég við, fær mig ekkert hamið, grátt nú kárnar gamanið, gátu enn hef samið: Reikistjarna á ferð og flugi. Fé til beitar hygg að dugi. Gróðurmoldin gæðaríka. Getur óðal verið líka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sérhver fylgir sínum drætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.