Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 10
10 ÞRÓTTUR 40 ára Ritstj órapistill Tilefni þessarar blaðaútgáfu er fjörutíu ára afmæli Knattspyrnu- félagsins Þróttar. Það hefur verið leitast við að varðveita sögu félags- ins í afmælisblöðum þess. Þannig komu út 5,10 og 15 ára afmælisrit sem eru stórmerkar heimildir þeirra ára. Svo liðu tíu ár þar til út kom blað í tilefni af 25 ára afmæl- inu og nú eru 15 ár síðan. Það mætti því halda að af miklu væri að taka og nú sæi stórt og mynd- arlegt blað dagsins ljós. En málið er ekki svona einfalt. Fimmtán ár eru langur tími í sögu íþróttafélags og það er margt sem glatast á lan- gri leið. Fimm ár er hámarkstími á milli félagsblaða ef á að takast að varðveita söguna í þeim. í þessu blaði er skilin eftir mikil eyða þar sem er saga handknatt- leiksins í Þrótti undanfarin 15 ár. Þetta voru ár stórra sigra. Þar má nefna bikarmeistaratitil og þátt- töku meistaraflokks karla í Evr- ópukeppni með góðum árangri. Þar voru líka einstaklingar sem sköruðu fram úr. Eitt árið var markahæsti maður 1. deildarinnar úr Þrótti og aðrir léku með lands- liðinu og gerðust atvinnumenn er- lendis við góðan orðstír. Þarna er um stutt en frábært tímabil í íþróttasögu Þróttar að ræða sem er að engu getið í þessu blaði og er það miður. En hver er ástæðan? Það hefur verið leitað frá manni til manns innan félagsins til þess að skrá þessa sögu í þetta blað, en án árangurs. Þessu er hægt að kippa í lag fyrir næstu blaðaútgáfu. Þú Þróttari, sem getur unnið verkið, taktu til starfa! En saga handknattleiksins í Þrótti hin síðustu ár þarfnast líka skýringa. Undirritaður hefur síð- astliðin fimm ár verið í aðalstjórn Þróttar og þar af fyrstu þrjú árin sem gjaldkeri. Árið 1985 var svo komið að handknattleiksdeild Þróttar skuldaði yfir 6 milljónir og var þar að auki stjórnlaus því það vildi enginn taka að sér stjórn deildar með slíkar skuldir. Aðal- stjórn Þróttar, undir forystu Tryggva Geirssonar, greiddi upp þessar skuldir á árunum '85-'89 og veitti stjórn handknattleiksdeildar jafnframt fjármálalegt aðhald. Þar kom að stjórn deildarinnar vildi fara út í fjárskuldbindingar vetur- inn '88-'89 upp á milljónir króna í nafni félagsins án þess að geta sýnt fram á tekjur á móti. Aðalstjórn Þróttar hafnaði fjárhagsáætlun sem byggðist upp á eintómum út- gjöldum en gerði ekki ráð fyrir neinum tekjum til að standa undir rekstrinum. Ég vil geta þess að þrátt fyrir aðhald aðalstjórnarinn- ar hafði deildin veturinn á undan safnað skuldum sem námu nokk- ur hundruð þúsund krónum. Stjórn handknattleiksdeildarinn- ar og meistaraflokkur karla undu ekki þessum málalokum og sögðu skilið við félagið og tóku með sér yngri flokka félagsins til annarra félaga. Aðalstjórn bauð að standa straum af kostnaði við starf yngri flokka í handknattleik ef stjórn deildarinnar vildi vinna að mál- efnum þeirra. Þessu var hafnað. Fullorðnir menn sem enn skuld- uðu mótagjöld liðins árs vildu fá að fara í næsta mót á kostnað ann- arra. Flandknattleikur kvenna er enn iðkaður í Þrótti og þar hefur íþróttalegur árangur risið hæst hér á árum áður. Ætla ég að nú sé útrætt um mál handknattleiks- deildar að sinni en ég tel brýnt að koma þessum sögulegu stað- reyndum áleiðis. Að því er varðar aðrar íþrótta- greinar þá á ég ekki von á öðru en að blakmenn skili sínum málum og efni með sóma. Þeirra árangur ber hátt síðustu 15 árin í íþrótta- sögu Þróttar. Knattspyrnan er mér afar hug- leikin. Þar hafa skipst á skin og skúrir eins og sjá má í þessu blaði. Þó hefur keyrt um þverbak á sein- ni árum með sífellt lakari árangri ár frá ári. Það furðulega er að keppnismenn skuli sætta sig við þetta og taka því sem lögmáli að staða þeirra sé sífellt að færast neð- ar og neðar með hverju árinu. Þessu verður að breyta. Sú stór- breytta aðstaða sem hin mikla uppbyggingá félagssvæðinu und- anfarin fimm ár hefur skapað með nýjum afgirtum grasvelli og áhorf- endastúku gerir þær kröfur til okkar Þróttara í knattspyrnunni að við færum okkur upp um deild- ir. Þetta á jafnt við um yngri sem eldri flokka. Þróttarar hættið að velja flóttamannaleiðina til ann- arra félaga. Verum minnugir þess að það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn. Þetta á sér- staklega við í flokkaíþrótt þar sem einstaklingar verða að bæta hvern annan upp til að sterk heild náist. Það hafa hundruð Þróttara gengið til liðs við önnur félög á liðnum áratug í von um meiri íþróttalegan frama. Hann hefur einungis fallið örfáum þeirra í skaut en fjöldan- um tókst ekkert betur upp annars staðar. En eftir situr Þróttur fá- mennari og veikbyggðari en fyrr. Nú líður að lokum þessa pistils. Ég vil ljúka honum með því að þakka öllum þeim sem hafa unnið að þessu blaði fyrir mikið og gott starf. Sölvi Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.