Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 18
18
Guðjón I. Eiríksson þjálfaði 3.
og 5. flokk og kom báðum flokk-
unum í úrslit íslandsmótsins, þar
sem 3. flokkur hafnaði í 3.-4. sæti.
Fjórði flokkur var mjög erfiður
þjálfaranum Þór Albertssyni, bæði
vegna fámennis og áhugaleysis
drengjanna. Þá var framkoma
sumra leikmanna langt frá því að
vera til sóma.
Sjötti flokkur var mjög fjöl-
mennur undir stjórn Lofts Ólafs-
sonar og áhugi mikill.
Guðmundur Erlingsson var
kosinn "Knattspyrnumaður Þrótt-
ar 1985" og 3. flokkur var besti
flokkurinn og hlaut Middlesex
Wanderers-bikarinn.
Egill Ö. Einarsson, Magnús
Gunnarsson og Karl Jónsson léku
með Drengjalandsliðinu og var
Egill fyrirliði liðsins. Þar að auki
var Egill tilnefndur af KSÍ sem full-
trúi æskunnar á íslandi og fór til
Parísar í boði UEFA. Þar voru sam-
an komnir tveir fulltrúar allra að-
ildarríkja UEFA. Hinn fulltrúi ís-
lands var Rúnar Kristinsson úr KR
en fararstjóri þeirra var Helgi Þor-
valdsson.
Þeir Kristján Jónsson, Loftur
Ólafsson og Pétur Arnþórsson
léku með U-21 landsliðinu við
góðan orðstír.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Ómar Siggeirsson formaður, Jón
H. Ólafsson, Eiríkur Þorláksson,
Björgvin Hólm Jóhannesson,
Ingvi H. Magnússon og Hilmar
Hansson.
1986
Enginn sigur vannst í mótum á
árinu og enginn flokkur virtist ná-
lægt því.
Meistaraflokkur bjargaði sér frá
falli í 3. deild með frábærum síðari
hluta en eftir þann fyrri virtist ekk-
ert geta komið í veg fyrir fall. Þjálf-
ari flokksins var Theódór Guð-
mundsson.
Annar flokkur vann sér aftur
sæti í A-riðli að ári og var það eini
ljósi punkturinn í frammistöðu
flokkanna. Þjálfari var Gunnar R.
Ingvarsson. Þjálfari 3. flokks var
Guðjón I. Eiríksson sem og 5.
flokks. Fjórða flokk þjálfaði Gísli
Sváfnisson og 6. flokkur var í um-
sjá Leifs Harðarsonar.
Meistaraflokkur fór í æfinga-
ferð til Spánar en vegna fárra
leikja varð hún ekki sá akkur sem
ætlast var til. Fjórði flokkur fór til
Færeyja og dvaldi þar í góðu yfir-
læti í nokkra daga.
Að þessu sinni var það Egill
Örn Einarsson sem hlaut sæmdar-
heitið: „Knattspyrnumaður Þrótt-
ar 1986" og flokkur hans, 2. flokk-
ur, hlaut Middlesex Wanderers-
bikarinn.
Tveir Þróttarar voru valdir í
landslið á árinu. Kristján Jónsson
lék þrjá A-landsleiki og Þorsteinn
Þorsteinsson lék með Drengja-
landsliðinu.
Helgi Þorvaldsson gaf deild-
inni verðlaunagrip sem afhentur
skyldi þeim dómara sem starfaði
best fyrir deildina. Fyrstur til að
hljóta gripinn var Hjálmar Bald-
ursson og hlaut hann gripinn til
eignar. Hefur Helgi boðist til að
Fyrsti flokkur náði sér aldrei á strik
og var ekki svipur hjá sjón miðað
við árin á undan. Gunnari til að-
stoðar með flokkinn var Friðjón
Einarsson.
Aðrir flokkar hjökkuðu í sama
farinu og verður ekki farið frekar
út í árangur þeirra. Þjálfarar flokk-
anna voru þeir Guðjón I. Eiríksson
sem þjálfaði 2. og 6. flokk. Jón Þor-
bjömsson byrjaði með 3. flokk en
varð að hætta fljótlega og tók þá
Þórður Theódórsson við um
stundarsakir eða þar til Sigurður
Hallvarðsson var ráðinn sem þjálf-
ari. Gísli Sváfnisson og Stefán Stef-
ánsson sáu um 4. flokk og Helgi
Arnarsson og Atli Helgason voru
með 5. flokk. Eldri flokkur gekk
sjálfala að vanda.
Þróttaramir Ágúst Hauksson, Sverrir Brynjólfsson og Ársæll Kristjánsson fagna hér marki
Þróttar gegn Fram í 1. deild 1979. Símon Kristjánsson leikmaöur Fram nær í boltann. Leiknum
lauk með jafntefli 1:1.
gefa verðlaun þessi árlega.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Jón H. Ólafsson, formaður, Stefán
Þ. Guðmundsson, Ingvi H. Magn-
ússon, Gunnlaugur Jóhannsson,
Ómar Siggeirson, Gunnar Jó-
hannsson og Þorsteinn Lárusson.
1987
Ekki rofaði mikið til með árang-
ur frá fyrra ári. Var það helst meist-
araflokkur sem bætti sig og má
segja að meiðsli hafi orðið þess
valdandi að ekki vannst 1. deildar-
sæti þó aldrei sé hægt að fullyrða
það. Gunnar R. Ingvarsson þjálf-
aði flokkinn og var það frumraun
hans sem meistaraflokksþjálfari.
Guðmundur Erlingsson var
kosinn „Knattspyrnumaður Þrótt-
ar 1987" og var það í annað sinn
sem hann hlaut þann heiður.
Annar flokkur hlaut Middlesex
Wanderers-bikarinn og tveir liðs-
menn flokksins léku með Ung-
lingalandsliði íslands, þeir Egill Ö.
Einarsson sem var fyrirliði liðsins
og Karl Jónsson.
Þróttardómari ársins var
Hjálmar Baldursson með yfir-
gnæfandi flest störf. Hlaut hann
verðlaunagrip sem Helgi Þor-
valdsson gaf.
Sú nýbreytni var tekin upp að
stofna foreldrafélag til aðstoðar
unglingaráði deildarinnar. Var
stofnfundurinn haldinn 24. sept-