Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 19
ÞROTTUR 40 ára
19
ember í Þróttheimum. Sá félagið
m.a. um uppskeruhátíð sem hald-
in var í Glæsibæ með miklum
glæsibrag.
Stjórn deildarinnar var skipuð
eftirtöldum: Jón H. Ólafsson, for-
maður, Eiríkur S. Eiríksson, Jó-
hannes Þ. Ingvarsson, Gunnlaug-
ur Jóhannsson, Gunnar Jóhanns-
son, Þórður Theódórsson og Frið-
jón Einarsson.
1988
Eftir ágætan árangur í 2. deild
s.l. ár og góðan sigur á Reykjavík-
urmótinu innanhúss um veturinn
kom það sem reiðarslag er félagið
varð að bíta í það súra epli að falla
í 3. deild í fyrsta sinn í sögu þess.
Ekki var það vegna þess að liðið
væri ekki nógu gott til að gera bet-
ur heldur gekk ekkert upp hjá því.
Þjálfari liðsins var Magnús Bergs
og honum til aðstoðar síðari hluta
móts var Þorsteinn Friðþjófsson.
Magnús þjálfaði einnig 1. flokk
sem var langt frá árangri fyrri ára.
Annar flokkur féll aftur í B-riðil
á íslandsmótinu og hefur það ver-
ið hlutskipti flokksins að flytjast
milli riðla undanfarin ár. Þjálfari
var Kristján Þorvaldz.
Þriðji flokkur undir stjórn Sig-
urðar Þorvaldssonar var fámenn-
ur og mjög erfitt að ná saman liði
og féll liðið niður í C-riðil á Islands-
mótinu.
Fjórði flokkur hélt sæti sínu ör-
uggíega í B-riðli undir stjórn Sig-
urðar Hallvarðssonar og 5. flokkur
fluttist upp í B-riðil. Þjálfari flokks-
ins var Guðjón I. Eiríksson sem
einnig sá um 6. flokkinn en bæði A
og B liðin stóðu sig vel.
Að vanda sá Eldri flokkur um
sig sjálfur en liðsstjóri var Haukur
Nikulásson.
Það er kannski dæmi um ár-
angur félagsins að enginn leik-
maður þess var valinn til að leika
með úrvalsliðum á árinu og hefur
það ekki gerst í háa herrans tíð. Er
það verðugt íhugunarefni fyrir
alla sem að félaginu standa.
Knattspyrnumaður Þróttar
1988 var valinn Sverrir Pétursson.
Þróttardómari ársins var Eysteinn
B. Guðmundsson en hann hætti
dómgæslu í 1. deild eftir áratuga
farsælt starf.
Eldri flokkur hlaut Middlesex
Wanderers-bikarinn að þessu
sinni og er það önnur ábending til
þeirra sem láta sig félagið varða
þegar flokkur sem aðeins er að
leika sér nær langbestum árangri.
Það er rétt að gera lokaorð Jóns
H. Ólafssonar í ársskýrslu deildar-
innar að lokaorðum annáls ársins
1988: Góðir félagar, erfitt ár er að
baki og framundan er afmælisár
félagsins. Það er einlæg von mín á
þessum tímamótum í sögu félags-
ins að okkur takist að snúa blað-
inu við og að sá gróandi sem við
getum fylgst með þegar nýja gras-
svæðið fer að grænka í vor verði
táknrænn fyrir nýtt gróskutímabil
í sögu knattspyrnudeildar Þróttar.
Stjórn deildarinnar skipuðu:
Jón H. Ólafsson, formaður, Eiríkur
St. Eiríksson, Gunnlaugur Jó-
hannsson, Gunnar Jóhannsson,
Þórður Theódórsson, Pétur Ing-
ólfsson og Ingvi H. Magnússon.
1989
Ekki varð Jóni H. Ólafssyni alls-
kostar að ósk sinni um nýtt
gróskutímabil í sögu knattspyrn-
unnar í Þrótti á afmælisárinu. Að-
eins tveir yngstu flokkarnir stóðu
Magnús Jónatansson þjálfari.
sig eins og vonast var til af þeim.
T.d. var 5. flokkur undir stjórn
Rúnars M. Sverrissonar, aðeins
einu sæti frá því að færast upp í
A-riðil og 6. flokkur, sem Jóhann
Hreiðarsson þjálfaði, stóð sig ein-
nig mjög vel í þeim mótum sem
hann tók þátt í.
Sá flokkur sem olli mestum
vonbrigðum var auðvitað meist-
araflokkurinn sem flestir töldu
sjálfsagðan sigurvegara í A-riðli 3.
deildar. Það fór þó á annan veg,
liðið byrjaði vel, en gaf eftir er leið
á keppnina og var um tíma í fall-
hættu vegna breytinga á deild-
inni, en vegna þeirra féllu 6 af 10
liðum í A-riðlinum niður í 4. deild.
Liðið varð í 3. sæti í riðlinum, níu
stigum á eftir Grindavík og IK,
skoraði 44 mörk gegn 24.
Telja má að markatala liðsins
hefði átt að duga til sigurs en þeg-
ar nánar er skoðað kemur í ljós að
aðeins fimm þeirra eru skoruð í
átta leikjum gegn fjórum af efstu
liðunum.
Sigurður Hallvarðsson skoraði
23 af mörkum liðsins og varð lang-
markahæstur yfir allar deildirnar.
Ljósi punkturinn hjá meistara-
flokknum var frammistaðan í bik-
arkeppninni en þar var liðið
óheppið að tapa gegn ÍBK 2-3 í átta
liða úrslitum. Þau úrslit sýndu að
liðið getur mun meira en það
sýndi í mörgum leikja sinna í
deildinni og með þeirri reynslu
sem liðið öðlaðist í sumar og sam-
heldni verður það örugglega eitt
af toppliðum deildarinnar á næsta
ári.
Þjálfari liðsins var Magnús Jón-
atansson.
Fyrsti flokkur var ekki sá bak-
hjarl sem hann nauðsynlega þarf
að vera og náði aðeins miðlungs-
árangri.
Sá flokkur sem á að unga út
meistaraflokki framtíðarinnar var
lagður niður vegna mannfæðar,
en þar er átt við 2. flokk. Er hér um
eitthvert alvarlegasta áfall sem
deildin hefur orðið fyrir.
Þriðji flokkur undir stjórn Sig-
urðar íiallvarðssonar og 4. flokkur
sem Gísli Sváfnisson þjálfaði, áttu
og í vök að verjast vegna mann-
fæðar.
Sjötti flokkur hlaut Middlesex
Wanderers-bikarinn sem besti
flokkur félagsins. Þróttardómari
ársins var Óli P. Ólsen, sem
dæmdi yfir 40 leiki, þ.m.t. úrslita-
leik Mjólkurbikarsins og lands-
leiki. Knattspyrnumaður Þróttar
1989 var útnefndur Haukur
Magnússon, leikmaður í meistara-
flokki og hýsir hann Drumchapel-
styttuna næsta árið. Tveir leik-
menn félagsins náðu þeim áfanga
að hafa leikið í öllum flokkum. Það
voru þeir Þorsteinn Þorsteinsson
og Vignir Arason, en hann var enn
leikmaður í 3. flokki.
A aðalfundi Þróttar í ársbyrjun
var ákveðið að færa stjórnun deil-
da undir aðalstjórn félagsins og
myndi stjórnin síðan skipa þriggja
manna nefnd til að sjá um dagleg-
an rekstur hverrar deildar fyrir sig.
Fyrstu knattspyrnunefnd skipuðu
þeir Eiríkur Eiríksson, Sigurður O.
Pétursson og Þórður Theódórsson
og var sá fyrstnefndi formaður
nefndarinnar.