Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 22
22
ÞRÓTTUR 40 ára
MINNING
Óskar Pétursson
Þann 8. nóvember s.l. lést
Óskar Péturssonm, heiðursfé-
lagi Þróttar. Með Óskari er
genginn einn mikilhæfasti leið-
togi félagsins frá stofnun þess.
Garðar Óskar Pétursson, eins
og hann hét fullu nafni, var
fæddur á ísafirði 2. desember
1906, sonur hjónanna Elínar
Eyjólfsdóttur og Péturs Guð-
mundssonar, vélstjóra. Hann
var næstelstur fjögurra syst-
kina. Hann fluttist með foreldr-
um sínum ungur til Reykjavík-
ur, þar sem faðir hans gerðist
vélstjóri á togurum. Óskar
stundaði ungur sjómennsku,
en lagði síðan stund á hand-
verk og gerðist járnsmiður.
Hann kvæntist árið 1934 Sigríði
Ólafsdóttur og áttu þau tvo
syni, Sverri Garðarsson, hljóm-
listarmann í Reykjavík og Pétur
Garðarsson skólastjóra á Siglu-
firði. Þau Óskar og Sigríður
slitu samvistir.
Óskar tók snemma virkan
þátt í starfi skátahreyfingarinn-
ar og varð þar mikils metinn
foringi. Sérstaklega var honum
hugleikin uppbygging aðstöðu
skáta að Úlfljótsvatni.
Óskar kom inn í starf Þróttar
stuttu eftir stofnun, þegar
/. 2. desember 1906
d. 8. nóvember 1989
kunningjar hans í Þrótti fengu
hann til að sitja í undirmóta-
nefnd og síðar í Knattspyrnu-
ráðinu. Það er óhætt að fullyrða
að það var mikill fengur fyrir
félagið, sem þá var ungt að
árum, að fá slíkan félagsmála-
mann sem Óskar til starfa. Nú
varð ekki aítur snúið, Óskari
voru jafnt og þétt falin veiga-
meiri störf innan félagsins og
var svo kosinn formaður á 6.
aðalfundi þess 23. október
1955. Gegndi hann því starfi í
fimm ár. Hann á síðan sæti í
aðalstjórn félagsins næstu
fimmtán ár, til ársins 1975. Öll
þessi ár var Óskar varaformað-
ur. Það er álit margra að það sé
ekki síst fyrir dugnað og ósér-
hlífni hans á formannsárunum
hans 1955 til 1960 að Þróttur
hélt lífi, en á þessum árum var
það baráttan fyrir varanlegri fé-
lagsaðstöðu sem allt snerist um
og þar gekk Óskar fremstur í
flokki.
Það má lesa það í gömlum
fundargerðarbókum félagsins
að Óskari var þetta hjartans
mál. Það varð því mikill sigur
Óskars þegar félaginu var út-
hlutað svæðinu hér innfrá árið
1964 á fimmtán ára afmæli
þess. Þar með var framtíðarað-
staða félagsins tryggð.
Þegar nýja hið félagsheimili
var reist á árunum 1977 til 1979
var Óskar sem ætíð fyrr boðinn
og búinn að vinna þar í sjálf-
boðavinnu, þá nýkominn á eft-
irlaun. Magnús Óskarsson,
sem var formaður félagsins á
þeim árum hefur sagt að Óskar
hafi verið sá fyrsti sem flutti inn
í húsið.
Óskar Pétursson var gerður
að heiðursfélaga Þróttar á sjö-
tugsafmæli sínu 1976, en ein-
ungis stofnandi þess Halldór
Sigurðsson hafði verið það
áður. Óskari hlotnuðust allar
æðstu heiðursveitingar innan
íþróttahreyfingarinnar fyrir sín
frábæru störf fyrir félagið og
hreyfinguna í heild.
Með árunum varð Óskar
samnefnari allra Þróttara, dáð-
ur og virtur af öllum. Það var
mannbætandi að umgangast
slíkan mann sem Óskar.
Við þökkum honum sam-
fylgdina, hjálpina og ómælt
starf í þágu félagsins. Hann
hvfli í friði.
Tryggvi E. Geirsson