Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 24
um hjá Fiskhöllinni, þá var ég 13
ára gamall. Fórum við með fisk á
hestvagni um hinar dreifðu
byggðir í nágrenni bæjarins, út á
Seltjarnarnes, inn í Kleppsholt,
Fossvog, Kringlumýri og Soga-
mýri. Þetta var erfið vinna, ekki
síst á vetrum, en þessi fyrsta laun-
aða vinna mín gaf mér þol og þrek
og góður tfmi gafst þessi 3 ár sem
ég vann við þetta til að rabba við
Halldór, aldrei skorti umræðuefn-
in".
—Þú hefur þá kynnst því landi
þar sem Þróttur haslaði sér síðar
völl, við Sæviðarsundið?
„Já, ég man vel eftir því. Þar
sem Þróttur er núna við Sæviðar-
sund var tún frá Kleppsbúinu.
lékum fótbolta, en þegar breski
herinn kom, lagði hann það svæði
undir sig og þá var draumurinn
búinn. Þarna voru reist her-
mannatjöld og vinna okkar var þá
bara unnin fyrir hernámsliðið.
Seinna kom þarna kampur eða
herbúðir sem seinna hét Trípolík-
ampur, eftir að Bandaríkjamenn
settust að með lið sitt".
Eyjólfur segir frá því að Halldór
Sigurðsson var einn fárra á Holt-
inu sem kunni ensku, og hafði
hann milligöngu um að fá leiki við
Bretana, og þá var það Þróttur sem
keppti við bresku hermennina, og
sigraði yfirleitt í þeim viðureign-
um.
— En hverfum til ársins 1949.
En tildrögin að stofnun Þróttar
vorubókstaflega þau að litlu strák-
arnir komu til okkar Halldórs og
báðu okkur um félag. Upp úr því
töluðum við Halldór saman um
það að hóa strákunum saman og
stofna félag. Við Halldór komum
saman á næstum hverju kvöldi
um sumarið til að ráða ráðum okk-
ar. Niðurstaðan var sú að stofna
skyldi félagið. Við settum upp
auglýsingar í gluggum verslan-
anna, í Pöntunarfélaginu við
Fálkagötu, Ragnarsbúð og í
KRON í Skerjafirði. Strákarnir
hlupu svo um allt með fregnmiða.
Stofnfundurinn var ákveðinn
föstudaginn 5. ágúst í bragganum.
Þar mætti mikið og gott mannval,
langmest kornungir strákar, ung-
lingar og menn vart komnir af
barnsaldri".
— Vissuð þið Halldór nokkuð
hvað þið voruð að fara út í?
„Við vildum stofna félag, eins-
konar áhugamannafélag, en ætl-
unin var ekki að þetta yrði fimmta
knattspyrnufélagið í bænum, eins
og síðar varð. Þetta félag var ekki
stofnað til að verða annað en
hverfisfélag, og reyndar aðeins
strákafélag, því ekki vorum við
neitt með það á prjónunum að
sinna stelpunum, því Ungmenna-
félagið var með handbolta fyrir
stelpur. í sjálfu sér vissum við ekki
hvað þessi stofnun félagsins átti
eftir að hafa í för með sér, það gat
enginn vitað með vissu. En það er
staðreynd að við Halldór vorum
báðir fákunnandi í félagsmálum
þegar við stofnuðum Þrótt. Þau
fræði áttum við eftir að læra. Þegar
strákarnir í 4. flokki óskuðu eftir
því að fá að keppa í alvöru mótum,
strax þarna um haustið, þá var
ekki um annað að ræða en að gera
félagið að aðila innan íþróttasam-
bands íslands. Þá leituðum við
Halldór til ágætra manna í öðrum
félögum, Frímanns Helgasonar í
Val, Benedikts G. Waage forseta
ÍSÍ og Kjartans Bergmanns, glímu-
kóngs og þingritara Alþingis.
Þessir ágætu menn hjálpuðu okk-
ur að semja fyrstu lög félagsins á
skrifstofu ISÍ sem var þá til húsa í
Gimli við Lækjargötu. Með þeirra
veganesti varð Þróttur aðili að
heildarsamtökum íþróttamanna
ÍSÍ, þann 24. nóvember 1949. Þá
fannst okkur að við værum komn-
ir langt út fyrir þann ramma sem
upphaflega hafði verið meiningin.
Þetta strákafélag sem við höfðum
stofnað hafði lægri meðalaldur
Eyjólfur sundkappi Jónsson var stööugt fréttaefni dagblaðanna um árabil vegna sundafreka
sinna. Hér er hann í Englandi ásamt forráðamönnum sundkeppninnar yfir Ermarsund. Eyjólfur
reyndi slíkt sund tvívegis, en tókst ekki eins vel þar og á löngum sjósundum hér heima.
Þarna á næstu grösum voru nokk- Hvað varð þess valdandi að Knatt-
ur bændabýli, m.a. Brekka og
Langholt þar sem nú eru Álfheim-
ar og Langholtsvegur og Klepps-
búið örskammt frá sjúkrahúsinu".
— Var mikill áhugi á íþróttum
á Holtinu á þessum árum rétt fyrir
stríð?
„Já, það var mikill áhugi og
hver tómstund nýtt til íþrótta og
leikja. Knattspyrnan var auðvitað
mjög vinsæl, og stundum lékum
við leiki gegn Skerfirðingum, og
svo kom það oft fyrir að við lékum
sameiginlega, Holtarar og
Skerfirðingar gegn öðrum liðum.
Þegar slíkt lið var sent fram, hét
það Þróttur, svo þú sérð að nafnið
var til áður en félagið var stofnað.
En þetta sameiginlega lið má segja
að sé einskonar upphaf að því sem
síðar varð Knattspyrnufélagið
Þróttur. Fyrir stríð vorum við
strákarnir búnir að ryðja svæði á
Melunum þar sem við æfðum og
spyrnufélagið Þróttur var stofn-
að?
„Þá var bærinn búinn að útbúa
ágætan malarvöll, Grímsstaða-
holtsvöll, en þar eru núna syðstu
húsin við Aragötu. Þessi völlur
örvaði mjög knattspyrnuiðkun
strákanna. Og enda þótt KR væri
með æfingar á vellinum, þá var KR
ekki það félag sem strákar á Holt-
inu og í Skerjafirði vildu starfa
með. Margir þeir eldri voru þá í
Fram og fleiri félögum og þurftu
að sækja langar leiðir á æfingar.
Þetta ár var stofnað knattspyrnu-
félagið K-49, og settist að á Holtinu
í yfirgefnum hermannabragga í
Trípolíkampi. Félagið varð ekki
langlíft, lognaðist út af á ör-
skömmum tíma án þess að gera
mikið. Það var nefnilega ekki bara
að segja það að stofna íþróttafélag
í Reykjavík.