Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 28

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 28
28 ÞROTTUR 40 ára að hafa samstarf við þessa aðila. Milli íþróttahreyfingarinnar og Æskulýðsráðs ríkti ævinlega rígur og óvild. Ég fór með þessa hug- mynd mína til Davíðs Oddssonar, sem þá var borgarfulltrúi og for- maður Æskulýðsráðs, og kynnti honum hana. Davíð kveikti strax á hugmyndinni, sá að þarna fóru saman hagsmunir borgarinnar og Þróttar. Auðvitað var ég hund- skammaður fyrir þetta árum sam- an. En hvað um það, við byggðum saman húsið, Þróttur og Reykja- víkurborg. Seinna fóru KR-ingar af stað og byggðu á sömu hug- mynd, þeir notuðu meira að segja samninginn okkar Þróttaranna við borgina óbreyttan. Þeir voru þá búnir að gleyma öllum oln- bogaskotunum, sem þeir höfðu gefið mér á sínum tíma! Húsinu skilað með 700 þúsund króna hagnaði! Endirinn varð svo sá að við skil- uðum húsinu af okkur með 700 þúsund króna hagnaði, en það fé fór síðan í að gera grasvöllinn. Við fórum vel út úr þessum fram- kvæmdum, og það gerði borgin líka, hún byggði sína ódýrustu fé- lagsmiðstöð fyrir ungmenni borg- arinnar. Æskulýðsmiðstöðin fékk nafnið Þróttheimar, það var bund- ið í samningi að nafn hennar bæri í sér nafn Þróttar. Einnig var kveð- ið á í samningi að Þróttur gæti not- að efri hæð hússins þegar þess þyrfti með. Mér finnst þó að félag- ið hafi ekki nýtt sér þessa aðstöðu sem skyldi. Þarna getur félagið notað sér aðstöðuna mun meira en gert er. í 1. deild í öllum greinum — Hvernig gekk félagsstarfið á þessum árum? „Það var býsna öflugt. Við vor- um með góðan kjarna af kven- fólki, sem vann vel fyrir félagið. Stofnuð var formlega kvenna- deild Þróttar, sem núna er því miður hætt. Félagið var á þessum árum með lið í 1. deild í öllum greinum og öll félög þurftu að bera virðingu fyrir Þróttarliðun- um. Þetta voru góð ár. Handboltinn var þó að komast í lægð á þessum árum. Þá fengum við ágætan mann, Þorstein Jóns- son frá Ólafsfirði, sem fluttur var í bæinn og báðum hann að taka við formennsku í handknattleiks- deildinni. Hann stýrði deildinni af miklum krafti og reif hana upp. Við réðum Ólaf H. Jónsson sem þjálfara og leikmann með liðinu, sendum mann á hans fund í Þýskalandi með samningsdrög upp á vasann. Úr þessu varð samningur við Ólaf, - sem kostaði félagið í raun ekki eina einustu krónu. Aðsókn að leikjum jókst mjög mikið og dekkaði þann kostnað sem af ráðningu Ólafs varð. Meðal stjórnarmanna Þor- steins var Eggert aflakóngur Gísla- son og fleiri góðir menn. Ég held því miður að Þorsteini og hans mönnum hafi aldrei verið þakkað fyrir þeirra góða framlag, þó varð Magnús Óskarsson tekur fyrstu skóflustunguna aö félagsheimilinu seint f marz 1976. Húsið er samtals liðlega 700 fermetrar að stærð og bætti verulega úr þörf, enda þá eina félagsheimilið í 11 þúsund manna hverfi. Þróttur bikarmeistari í handknatt- leik á þessum árum". Það á að gera Þrótt að stórveldi! Þegar Magnús tók við for- mennsku segir hann að hann hafi tekið eftir ýmsu í fari félagsmanna, sem taka þurfti á. „Það sem ég taldi mikilsverðast var að uppræta minnimáttar- kenndina sem mér fannst áber- andi í fari allt of margra innan fé- lagsins. Slík kennd má aldrei þrúga keppnismenn í íþróttum né heldur þá sem halda á stjórn- taumunum. Ég var vanur að klifa stöðugt á því að „það á að gera Þrótt að stórveldi". Þetta sagði ég á fundum, líka þegar ég talaði yfir hausamótunum á kappliðum fé- lagsins og hvar sem ég gat komið þessu að. Ég trúi því enn að þetta sé hægt, og þegar ég heyrði stráka ræða um að „það ætti að gera Þrótt að stórveldi" á dansleik sem við héldum, þá fann ég að þetta var farið að síast inn í mannskapinn. Vonandi verður framhald á því. Mér fannst að Þróttarar ættu að ganga hnarreistir inn í hús sitt, besta hús borgarinnar, þegar það beið þeirra fullbúið. Þetta hús eiga Þróttarar skuldlaust auk fallegra og góðra keppnisvalla. Eg vil svo að lokum ítreka það að „það á að gera Þrótt að stór- veldi, og óska ég eftir að núver- andi og tilvonandi stjórnarmenn félagsins, íþróttafólk þess og stuðningsfólk, hafi það ævinlega í huga". ÍÞRÓTTAFATNAÐUR mitrÉ BOLTAR - BÚNINGAR HOFFELL SF. ÁRMÚLA 36 - SlMAR: 83830 og 82166

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.