Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 29

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 29
BLAKANNÁLL 1974 - 1989 eftir Gunnar Árnason 1974-1975 Blakmótin Fyrsta keppnistímabil Blak- deildar Þróttar hófst með Haust- móti sem deildin sá um og tókst ágætlega. Þróttur sigraði í kvenna- flokki og varð í 3. sæti í karlaflokki. Þriðja liðið, B-lið karla varð neðst í sínum riðli. Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrir Víkingi í Reykjavíkurmótinu og komst ekki í úrslit í íslandsmót- inu. í Vormóti BLÍ léku aðeins tvö lið frá Þrótti og þar sigraði Þróttur A. Þjálfarar voru Guðmundur Skúli Stefánsson og Gunnar Arna- son. Meistaraflokkur karla varð í 3. sæti í Reykjavíkurmótinu og ís- landsmóti og tapaði í úrslitaleik Bikarkeppninnar. Liðið varð svo í 3. sæti í Vormóti BLÍ, en þar réð skor röð þriggja efstu liða. Þjálfari var Valdemar Jónasson. B-lið meistaraflokks varð í 4. sæti í sínum riðli í B-móti og hafn- aði í 5. sæti af 6 í Vormótinu. Þjálf- ari var Valdemar Jónasson. Engin mót voru fyrir unglingaflokk, en þjálfari var Gunnar Arnason. Úrvalslið Þrír Þróttarar léku með karla- landsliðinu, þeir Guðmundur E. Pálsson, Gunnar Arnason og Valdemar Jónasson. Auk þeirra léku í ýmsum úrvalsliðum þeir Ei- ríkur Stefánsson, Leifur Harðar- son, Pétur Böðvarsson og Sæ- mundur Sverrisson. Heimsóknir Þróttur og Víkingur tóku í sam- einingu á móti bandarísku há- skólaliði frá Norður-Karólínu sem dvaldist hér 9.-15. mars og lék 5 leiki, vann í 4 leikjanna en tapaði fyrir Reykjavíkurúrvali í fyrsta leik sínum. Liðið tók svo þátt í móti á Keflavíkurflugvelli og sigraði þar. Yngri flokkar deildarinnar fóru í heimsókn á Keflavíkurflugvöll og léku við skólalið þar, sem síðan endurgalt heimsóknina nokkrum dögum síðar. 1975-1976 Blakmótin Meistaraflokkur kvenna náði sínum 3. meistaratitli með því að sigra í Reykjavíkurmótinu, varð í 2. sæti í Haustmótinu og Islands- mótinu og í 3. sæti í Vormótinu. Þjálfari var Ingvar Þóroddsson og Guðmundur E. Pálsson þjálfaði liðið einnig síðari hluta vetrar. Meistaraflokki karla vegnaði ekki eins vel á sínu öðru keppnis- tímabili eins og hinu fyrsta. Liðið varð í 3. sæti í Reykjavíkurmóti og Haustmóti, í 4. sæti í 1. deild ís- landsmótsins og féll út í fjögurra liða úrslitum í Bikarkeppninni. Þjálfari var Guðmundur E. Páls- son. B-liðið varð í 4. og neðsta sæti í sínum riðli í Haustmótinu, en náði 2. sæti í sínum riðli í 2. deild. Þjálf- Greinarhöfundur, Gunnar Árnason, ásamt Jasoni ívarssyni taka á öllu sínu í hávörninni. Myndin er frá leik Þróttar og Víkings sem fram fór 5. desember 1979.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.