Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 30

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Side 30
30 ÞROTTUR 40 ára ari var Guðmundur E. Pálsson. 2. flokkur karla tók þátt í tveimur hraðmótum og varð í 2. sæti í báð- um. Þjálfari var Leifur Harðarson. Öldungalið lék nú í fyrsta skipti í nafni félagins og stóð sig með prýði. Liðið sigraði í sínum riðli Óldungamótsins og varð í 2. sæti í úrslitakeppninni. Úrvalslið Fjórir Þróttarar léku með lands- liði á tímabilinu, þeir Guðmundur E. Pálsson, Gunnar Arnason, Leif- ur Harðarson og Valdemar Jónas- son. Auk þeirra lék Eiríkur Stef- ánsson leik með úrvalsliði á keppnistímabilinu. Heimsóknir Dagana 3-12. apríl dvaldist hér á landi skoska 1. deildarliðið Jor- danhill College í boði Þróttar. Lið- ið lék 7 leiki og sigraði í 6 þeirra en tapaði fyrir íslandsmeisturum IS. Veg og vanda af heimsókn þessari höfðu Guðmundur Skúli Stefáns- son, Óli Kr. Sigurðsson og Magnús Óskarsson. 1976-1977 Blakmótin Meistaraflokkur kvenna stóð sig ágætlega þótt ekki næðu þær í titil, en liðið varð í 2. sæti í öllum þrem mótum vetrarins. Þjálfarar voru Valdemar Jónasson og Leifur Harðarson. 1. og 2. flokkur kvenna tóku ekki þátt í mótum en þjálfarar þeirra voru Gunnar Arnason og Þorbjörg Aðalsteinsdóttir. Loks kom að því að meistara- flokkur karla næði að vinna titil en það varð er Þróttur varð Reykja- víkurmeistari 17. október 1976. Þetta var upphafið að sigurgöngu meistaraflokks og þetta keppnis- tímabil tapaði liðið ekki leik og varð Islandsmeistari og Bikar- meistari. Þjálfari var Gunnar Arnason. B-lið karla tók þátt í keppni í 2. deild og varð í 3. sæti og næst neðst í sínum riðli með aðeins einn sigur. Þjálfari var Gunnar Arna- son. 2. flokkur karla tók þátt í tveimur hraðmótum og vann sig- ur í báðum. Þjálfari var Leifur Harðarson. Æfingar hófust hjá 4. flokki karla síðari hluta vetrar og sá Leif- ur Harðarson um þær ásamt fleiri góðum mönnum. Öldungaflokkurinn sigraði ör- ugglega í sínum riðli Öldunga- mótins en hafnaði í 4. sæti í úrslita- keppnini með óhagstæðara hrinu- hlutfall en Skautafélag Akureyrar og Breiðablik sem fengu jafnmörg stig. Úrvalslið Uppistaða landsliðsins þetta tímabil var úr Þrótti, þeir Guð- mundur Böðvarsson, Guðmund- ur E. Pálsson, Gunnar Arnason, Leifur Harðarson og Valdemar Jónasson. Blakmaður ársins I fyrsta skipti í sögu félagsins varð Þróttari fyrir valinu sem íþróttamaður ársins í sinni grein. Þessa viðurkenningu fékk Guð- mundur E. Pálsson er hann var tilnefndur Blakmaður ársins 1976. 1977-1978 Blakmótin Meistaraflokkur kvenna átti mjög misjafna leiki, varð í 2. sæti í Reykjavíkurmótinu, féll úr keppni í Haustmótinu eftir tvö töp og varð í 4. sæti í 1. deild kvenna. Þjálfari var Matthi Eliasson frá Sví- þjóð en hann var fyrsti erlendi þjálfarinn í blaki sem sérstaklega hefur verið fenginn til starfa hér á landi heilt keppnistímabil. B-lið kvenna tók þátt í Haust- móti, vann einn leik, en tapaði tveimur. 2. flokkur kvenna tók ekki þátt í keppni, en þjálfari þess- ara flokka var Þorbjörg Aðalsteins- dóttir. Meistaraflokkur karla varð Reykjavíkurmeistari og Bikar- meistari en varð í 2. sæti í 1. deild íslandsmótsins og í Haustmóti. Þjálfari var Matthi Eliasson. B-lið karla varð í 5. sæti í Haust- móti og í 5. og neðsta sæti í sínum riðli 2. deildar. Liðsmenn æfðu með meistaraflokki en Guðmund- ur E. Pálsson stjórnaði liðinu í flestum leikjum. íslandsmót yngri flokka var nú haldið í fyrsta skipti og tefldi Þrótt- ur fram liði í 3. flokki karla og sigr- aði örugglega. Þjálfari var Böðvar Helgi Sigurðsson. Öldungaflokkurinn varð í 6. sæti í Haustmóti og 5. sæti í Öld- ungamótinu en tapaði þó aðeins einum leik í riðlakeppninni. Úrvalslið Með landsliðinu léku Benedikt Höskuldsson, Böðvar Helgi Sig- urðsson, Guðmundur E. Pálsson, Gunnar Arnason, Jason ívarsson og Valdemar Jónasson, og auk þessara Ieikmanna lék Sveinn Hreinsson pressuleik. Uikarmeistarar Þróttar 1985. Aftari röð f.v. Leifur Harðarson fyrirliði, Lárentsínus Ágústsson, Sveinn Hreinsson, Einar Hilmarsson, Jason fvarsson, Guðmundur E. Pálsson þjálfari. í fremri röð eru f.v. Jón Árnason, Gunnar Árnason, Samúel Öm Erlingsson.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.