Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 32
hkm
TTUR 40 ára
32
og Svanhvít Helgadóttir. Auk
þessara léku í úrvalsliðum þær Jó-
hanna Ásmundsdóttir, Linda
Jónsdóttir ogSnjólaugBjarnadótt-
ir.
Karlalandsliðið lék engan leik
en úrvalsleik léku Benedikt Hösk-
uldsson, Guðmundur E. Pálsson,
Gunnar Árnason, Jason Ivarsson,
Sveinn Hreinsson og Valdemar
Jónasson.
Afmælismót
Árið 1979 átti Þróttur 30 ára af-
mæli og deildin 5 ára afmæli. Af
því tilefni tók deildin að sér að
halda Haustmót og nefndi það Af-
mælismót Þróttar. Keppt var í
þrem flokkum og sigraði Þróttur í
tveimur. Mótið tókst vel í alla staði
enda skipulagt og stjórnað af Guð-
mundi E. Pálssyni.
1980-1981
Blakmótin
Meistaraflokkur kvenna varð í
3. sæti í Reykjavíkurmótinu og í 1.
deild Islandsmótins, 2.sæti í
Haustmótinu en tapaði í fyrsta leik
Bikarkeppninnar. Þjálfari var í
upphafi ísraelsmaður, Slomo
Danino, en hann kaus að hætta
þegar honum var sagt upp sem
þjálfara karlaliðsins 2. nóvember.
Þá tók Valdemar Jónasson við lið-
inu.
2. flokkur kvenna varð í 4. og
neðsta sæti í íslandsmótinu. Þjálf-
arar voru Björg Björnsdóttir og
Snjólaug Bjarnadóttir.
3. flokkur kvenna lék nú í fyrsta
skipti og tapaði leikjum sínum og
varð í neðsta sæti íslandsmótsins.
Þjálfari var Birna Kristjánsdóttir.
Meistaraflokkur karla náði
mjög góðum árangri. Liðið sigraði
í Reykjavíkurmótinu, íslandsmót-
inu og Bikarkeppninni og tapaði
aðeins einum leik, þ.e. úrslitaleik
Haustmótsins. Yfirburðir Þróttar í
íslandsmótinu voru miklir því að-
eins töpuðust 11 hrinur í 16 leikj-
um og næsta lið, ÍS, varð 12 stigum
á eftir Þrótti. Þegar ísraelsmaður-
inn var settur af sem þjálfari tók
Leifur Harðarson við þjálfarastöð-
unni.
1. flokkur eða B-Iið stóð sigbet-
ur en nokkru sinni áður og varð í
4. sæti af 12 liðum í Haustmótinu.
Liðið lék í 2. deild Islandsmótsins
og var í 2. sæti í sínum riðli og
komst í úrslitakeppni en endaði í
4. sæti. Liðsstjórar voru Gunnar
Árnason og Sveinn Hreinsson.
2. flokkur karla stóð sig einnig
betur en nokkru sinni og sigraði
bæði í Hraðmóti og Islandsmóti.
Islandsmótið vannst í hörku-
spennandi auka úrslitaleik við
ÍMA á heimavelli þeirra. Liðsstjóri
var Gunnar Árnason en liðsmenn
æfðu flestir með meistaraflokki.
3. flokkur karla var að mestu
skipaður strákum á fyrsta ári sem
höfðu orðið íslandsmeistarar í 4.
flokki árið áður. Þeir urðu í 2. sæti
í Haustmóti og Hraðmóti og sigr-
uðu naumlega í sínum riðli í Is-
landsmótinu og komust í úrslit.
Þar töpuðu þeir báðum leikjunum
og fengu bronsið. Þjálfari var Guð-
mundur E. Pálsson.
4. flokkur karla varð í 3. sæti í
Hraðmóti og 2. sæti í íslandsmót-
inu. Þjálfari var Gunnar Árnason.
Öldungaflokkurinn hafnaði í 4.
sæti af 8 í Óldungamótinu.
Úrvalslið
Hulda Laxdal Hauksdóttir var
eini Þróttarinn sem lék með kven-
na landsliðinu í Færeyjaferð í
mars.
Með karlalandsliðinu léku
Guðmundur E. Pálsson, Gunnar
Árnason, Jason ívarsson, Leifur
Harðarson og Sveinn Hreinsson.
Unglingalandslið karla lék sína
fyrstu landsleiki og í liðinu voru
tveir Þróttarar, þeir Haukur
Magnússon og Jón Árnason.
Blakmaður ársins
í þriðja sinn varð Þróttari fyrir
valinu sem Blakmaður ársins og
nú var það Leifur Harðarson sem
hlaut sæmdarheitið árið 1980.
1981-1982
Blakmótin
Keppnistímabilið í heild var
mjög gott, tvímælalaust það besta
frá upphafi.
Meistaraflokkur kvenna varð í
2. sæti í Reykjavíkurmótinu, 3. og
neðsta sæti í haustmótinu og í 3.
sæti í íslandsmótinu. Liðið féll úr
Bikarkeppninni í fyrsta leik eftir
tap fyrir ÍS sem varð Bikarmeistari.
Þjálfari var Leifur Harðarson.
Mikil gróska var í 2. flokki
kvenna og sendi deildin tvö lið til
keppni. Þróttur 1 sigraði bæði í
Hraðmóti og íslandsmóti en Þrótt-
ur 2 varð í neðsta sæti í báðum
mótunum. Þjálfarar voru Snjólaug
Bjarnadóttir og Edda Björnsdóttir.
Meistaraflokkur karla sigraði í
öllum fjórum mótum vetrarins og
tapaði ekki leik fyrir íslensku liði.
Þróttur varð fyrsta íslenska
blakliðið til að taka þátt í Evrópu-
keppni og dróst á móti norsku
meisturunum KFUM Oslo. Leikið
var heima og heiman og báðir leik-
irnir töpuðust. Þjálfari var Valde-
mar Jónasson og þetta var fyrsta
árið sem þjálfarinn var ekki leik-
maður með liðinu en Valdemar
íslandsmeistarar í l.fl. 1988: Aftari röð f.v. Árni Garðarsson, Jóhannes Hjaltason, Ólafur
Þórarinsson, Jón Friðrik Jóhannsson, Guðmundur E. Pálsson. Fremri röð f.v. Hörður Sverrisson,
Gunnar Árnason, Björgólfur Jóhannsson og Böðvar Helgi Sigurðsson.