Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 36
entsínus H. Ágústsson og Leifur
Harðarson.
Blakmaður ársins
Leifur Harðarson hlaut nú
nafnbótina í 3. sinn er hann var
útnefndur Blakmaður ársins.
1987-1988
Blakmótin
Meistaraflokkur kvenna stóð
sig betur en undanfarin ár. Liðið
var í 2. sæti í Reykjavíkurmótinu,
3. sæti í Haustmóti og í deildar-
keppninni. í úrslitakeppni ís-
landsmótsins varð liðið í 4. sæti en
sigraði svo í Bikarkeppninni með
því að leggja íslandsmeistara Vík-
ings 3-0. Þjálfari var Kínverjinn Jia
Chang Wen.
íslandsmót yngri flokka fór nú
fram í fyrsta skipti í formi fjölliða-
móta þar sem öll liðin mættust
innbyrðis á einum eða tveimur
dögum. 3 fjölliðamót fóru fram í 2.
og 3. flokki en 2 mót voru í 4. og 5.
flokki.
2. flokkur kvenna tók þátt í einu
fjölliðamóti og tapaði öllum leikj-
unum. Þjálfari var Jóhanna Guð-
jónsdóttir.
Tvö kvennalið tóku þátt í Öld-
ungamótinu og léku bæði í 2.
deild. Þróttur 1 sigraði með yfir-
burðum í deildinni og Þróttur 2
varð í 8. sæti af 11 liðum. Þjálfari
Þróttar 2 var Metta Helgadóttir.
Meistaraflokkur karla missti
loks af íslandsmeistaratitlinum
eftir að hafa unnið hann 7 ár í röð.
Liðið stóð þó með pálmann í
höndunum þegar tveir leikir voru
eftir í úrslitakeppninni, en þeir
töpuðust báðir þannig að þrjú lið
þurftu að leika auka úrslitakeppni.
Þróttur hafnaði í 3. sæti og hefur
ekki lent svo neðarlega síðan 1976.
Liðið sigraði hinsvegar í Reykja-
víkurmóti, Haustmóti og Bikar-
keppni og hafnaði í 2. sæti í deild-
arkeppninni. Þjálfari var Jia
Chang Wen.
1. flokkur tapaði engum leik og
sigraði í íslandsmótinu. Liðsstjór-
ar voru Guðmundur E. Pálsson og
Gunnar Árnason.
3. flokkur tók þátt í þremur fjöl-
liðamótum og varð í 5. og neðsta
sæti. Þjálfari var Gunnar Árnason.
4. flokkur karla tók þátt í einu
fjölliðamóti og varð í 3. sæti. í Suð-
Vesturlandsmóti léku a og b-lið og
urðu bæði liðin í 2.sæti. Þjálfarar
Lárentsínus (Lassó) tekur á móti uppgjöf andstæðinganna. Einar Hilmarsson fylgist áhyggjuful-
lur með framvindu mála.
voru Gunnar Árnason og Lár-
entsínus H. Ágústsson.
5. flokkur karla tók þátt í tveim-
ur fjölliðamótum og sigraði í báð-
um og tryggði sér þar með íslands-
meistaratitilinn. Þjálfari var Lár-
entsínus H. Ágústsson.
Öldungaflokkurinn stóð sig
vel. Liðið varð í 2. sæti í Akra-
nesmóti og sigraði í HK-móti.
Varmó-móti, Höfrungasnerru og
1. deild Öldungamótsins. Þróttur
2 varð í 5. sæti í Höfrungasnerru,
en sigraði svo örugglega í 2. deild
Öldungamótsins. Öðlingaliðið
varð í 3. sæti í Varmó-mótinu og í
6. og neðsta sæti í Öldungamót-
inu.
Úrvalslið
Kvennalandsliðið lék 7 leiki og
þær Jóhanna Guðjónsdóttir og
Snjólaug E. Bjarnadóttir léku þá
alla.
Karlalandsliðið lék 6 leiki og
þar voru Einar Hilmarsson, Jón
Árnason og Leifur Harðarson úr
Þrótti.
1988-1989
Blakmótin
Meistaraflokkur kvenna varð í
3. sæti í Reykjavíkurmotinu og
komst ekki í úrslit í Haustmótinu.
í 1. deild íslandsmótsins hafnaði
liðið í 6. sæti og hefur aldrei áður
lent svo neðarlega. í Bikarkeppn-
inni tapaði liðið fyrir íslandsmeist-
urum Víkings í fyrsta leik. Þjálfari
var Svíinn Lars Nilsson sem kom
hingað gagngert til að þjálfa og
hann lék einnig með meistara-
flokki karla.
1. flokkur kvenna stóð sig vel
og varð í 2. sæti í sínum riðli og í 3.
sæti í úrslitakeppni íslandsmóts-
ins. Þjálfari var Björg Björnsdóttir.
I Öldungaflokki kvenna voru
tvö lið frá Þrótti. Þróttur 1 varð í 2.
sæti í HK-móti en sigraði glæsilega
í 1. deild Öldungamótsins á betra
hrinuhlutfalli en HK og Völsung-
ur, en öll hlutu liðin 10 stig. Þjálfari
var Björg Björnsdóttir. Þróttur 2
varð í 8. sæti í HK-móti og 4. sæti í
2. deild Öldungamótsins. Þjálfari
var Metta Helgadóttir.
Meistaraflokkur karla sigraði í
tveimur fyrstu mótum keppnis-
tímabilsins eins og svo oft áður,
þ.e. Reykjavíkurmótinu og Haust-