Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 43
ÞROTTUR 40 ára
43
Fjalar Þorgeirssonfyrirliði 5fl.A-liðs:
„Markmaður Peyj amótsins4 ‘
Fjalar vakti athygli í sumar fyrir
góða frammistöðu í markinu hjá
fimmta flokki. Hann spilaði einnig
flesta leikina fyrir 4.flokk og varði
oft með miklum glæsibrag þrátt
fyrir að markið væri af stærri gerð-
inni. Fjalar var valinn markmaður
Peyjamótsins í Vestmannaeyjum
síðastliðið sumar og þeir sem hafa
fylgst með pilti að undanförnu
þykjast sjá mikið efni í honum.
„Hvað hefurðu æft lengi stöðu
markmanns?"
— Ég byrjaði að æfa fótbolta tíu
ára gamall og síðustu tvö árin hef
ég staðið í markinu og þegar vel
gengur er það mjög gaman.
„Ertu ánægður með árangur-
inn í sumar hjá 5. fl.?"
— Já, þetta gekk bara mjög vel.
Við urðum að lokum í 10. sæti í
íslandsmótinu og það er besti ár-
angur okkar í því móti. Þá urðum
við í 3. sæti í Peyjamótinu í Vest-
mannaeyjum sem er líka góður ár-
angur.
„Hvaða leikur er þér minni-
stæðastur frá sumrinu?"
— Það var þegar við spiluðum
við K.A. frá Akureyri í undanúr-
slitum Islandsmótsins. Við þurft-
um sigur til að komast áfram en
leiknum lauk með jafntefli 1:1 eftir
mjög spennandi leik. Þá var mikið
að gera í markinu hjá mér og ég
stóð mig bara vel held ég.
„Þú lékst einnig flesta leikina
með 4. flokki í sumar. Var þetta
ekki erfitt?"
— Nei,nei. Það fannst mér ekki.
Þetta var góð reynsla fyrir mig sem
kemur að notum næsta ár. Mér
finnst eiginlega meira gaman að
spila á stór mörk þó svo illa hafi
gengið hjá 4. flokki í sumar.
„Að síðustu, Fjalar, áttu þér ein-
hvern uppáhalds knattspyrnu-
mann?"
— Já, það eru eiginlega tveir
markmenn. Þeir van Braukelen og
Dasajev báðir landsliðsmarkmenn
sinna þjóða.
Jón Rúnar Ottósson, fyrirliði 4flokks:
„Skoraði sigurmarkið á síðustu
sekúndunum!“
Jón fékk það erfiða hlutverk að
vera fyrirliði í frekar þunnskipuð-
um hóp fjórða flokksins í sumar.
Þó oft blési á móti í leikjum flokks-
ins lét Jón aldrei bilbug á sér finna.
Hann mætti best allra á æfingar,
spilaði alla leikina og skoraði flest
mörkin og var til fyrirmyndar inn-
an vallar sem utan. Við náðum því
tali af Jóni.
„Hvenær fórst þú að æfa með
Þrótti?"
— Það var þegar ég var á eldra
ári með fimmta flokki eða 12 ára
gamall og hef því æft fótbolta í
þrjú ár.
„Æfir þú aðra íþrótt?"
— Ekki núna, ég var í handbolt-
anum hjá Þrótti líka en hann lagð-
ist af í vetur svo ég læt fótboltann
duga held ég.
„Hvernig gekk í sumar hjá 4.
flokki?"
— Þetta gekk illa vægast sagt.
Við unnum tvo leiki og héldum
okkur uppi í B-riðli á markatölu.
„Hvers vegna gekk svona illa
heldurðu?"
— Fyrst og fremst vegna þess
að viðvorum alltof fáiráæfingum.
Mórallinn var líka frekar lélegur
og áhuginn lítill hjá sumum. Við
verðum að fá fleiri stráka á æfingar
hjá félaginu þá lagast þetta.
„Hvaða leikur er þér eftir-
minnilegastur frá sumrinu?"
— Það var leikurinn á móti Aft-
ureldingu í Mosfellsbæ. Ég skoraði
tvö mörk og annað var sigurmark-
ið á síðustu sekúndum leiksins.
Leikurinn var spennandi og opinn
og við unnum 3:2 sem ekki gerðist
oft í sumar.
„Að lokum Jón áttu þér ein-
hvern uppáhaldsknattspyrnu-
mann?"
-— Já, hann heitir Asgeir Sigur-
vinsson.
G.Sv.