Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Page 44
Haraldur Snorrason, - ,Jór á æfingu hjá KR enfékk eiginlega aldrei
boltann..“ - Seinna varð Halli Snorra
Möndullinn sem svo
margt lék á í Þrótti
HALLI SNORRA, - eða fullu
nafni Haraldur Snorrason, var
lengi sá möndull sem félagslíf
Þróttar lék á. Sofinn jafnt sem vak-
inn var Halli með hugann við
Þrótt og þarfir þess félags. Það var
því ekki að undra að Halli fékk
viðurnefni meðal yngri félaganna,
sem í virðingarskyni kölluðu hann
Fóstra. Vinna hans við félagið var
hreint ótrúlega mikil, og víst er
það að ekki hefði félagið getað
keypt þá miklu vinnu sem hann
lagði af mörkum, enda kom slíkt
aldrei til álita á þeim tímum, menn
voru þá margir hverjir hugsjóna-
menn, en mældu ekki allt sem
þeir gerðu fyrir félagið í töpuðum
vinnustundum. Slíkir menn fyrir-
finnast enn í dag, sem betur fer, en
líklega eru þeir færri en hér áður
fyrri.
Haraldur kynntist Bjarna
Bjarnasyni og Gísla Benjamíns-
syni, tveimur góðum Þrótturum
frá upphafi félagsins, og var félag-
ið þá nýstofnað. Bjarni talaði mik-
ið um Þrótt við Harald og fékk
hann í brigde og taflstarfið sem var
í Bragganum fræga. Það er ekki að
orðlengja að Bjarna tókst að
beygja vin sinn Harald að félags-
málum Þróttar, og þar átti hann
eftir að starfa lengi og vel.
„Ég hafði ekkert vit á boltaleikj-
um og kunni ekkert til íþrótta",
segir Haraldur, þegar við setjumst
niður á heimili hans og Jóhönnu
Olafsdóttur konu hans yfir rjúk-
andi kaffi og góðu meðlæti. „Ein-
hverntíma fór ég á æfingu hjá KR,
og fékk eiginlega aldrei boltann",
segir Halli og hlær sínum notalega
hlátri.
Haraldur er fæddur í húsi við
Hverfisgötu í Reykjavík, en skírð-
ur í húsi sem foreldrar hans
bjuggu í við Skólavörðustíg. Síðar
flutti hann austur í Flóa 5 ára gam-
all. Þar var hann til 14 ára aldurs.
Þá átti hann heima í Lækjargöt-
unni, sannkallaður miðborgar-
maður Haraldur. Eftir að hann
kvæntist sinni góðu konu, bjuggu
þau lengi við Hverfisgötuna, og
þar mátti oft sjá rauðu og hvítu
knattspyrnuskyrturnar hengdar
til þerris á snúrum því Jóhanna var
ólöt við að vinna fyrir félagið og þá
ekki miklar greiðslur fyrir. Seinna
fluttu þau hjón í ágæta íbúð við
Gnoðarvog og þar búa þau í dag,
en börnin fjögur eru löngu flogin
úr hreiðrinu.
Einn af kostum Haraldar var að
hann átti auðvelt með að laða að
sér fólk til starfa. Þessi kostur kom
í góðar þarfir hjá félagi sem hafði
afar fáa fullorðna og ábyrga menn
til að starfa að félagsmálunum. Eitt
af fyrstu verkefnum Haraldar var
að starfa í fjáröflunarnefnd, en
hún gerði margt til að koma upp
félagssjóði, m.a. með happdrætti
sem bauð upp á ágæt stofuhús-
gögn og kostaði miðinn aðeins 2
krónur, - en það fyrirtæki gekk
fremur illa, húsgögnin voru ekki
nógu freistandi. Tombólur gengu
betur, og sama var að segja um
sölutjöldin á 17. júní og fleira og
fleira. M.a. gengu þeir Bjarni
Bjarnason í það að safna saman
styrktarmönnum, 25 krónur hjá
hverjum. Davíð Scheving Thor-
steinsson, hinn ungi forstjóri í
Smjörlíki hf. var langbesti styrkt-
armaðurinn og naut Þróttur lengi
velvilja þess góða fyrirtækis. Þetta
þýddi að félagið átti fyrir launum
handa þjálfara. Stórt skref hafði
verið stigið.
„Þróttur var satt að segja ekkert
lífvænlegt knattspyrnufélag á
þessum árum. Töpin voru hrika-
lega stór í elstu flokkunum, en þau
fóru minnkandi, og með árunum
var svo komið að meistaraflokkur-
inn var farinn að vinna sigur og
sigur, eða að hann hrelldi stóru
félögin. Það sem mér fannst hins-
vegar alltaf vanta var meira sjálfs-
traust hjá strákunum", sagði Har-
aldur Snorrason.
Halli Snorra í aftari röð lengst til vinstri. Meö honura í stjórn Þróttar 1950-51 voru f.v. í aftari
röð Bjarni Bjarnason, Eyjólfur Jónsson, Emil Emilsson og Þorvaldur í. Helgason. f fremri röð f.v.
Jón Guðmundsson, Halldór Sigurðsson stofnandi Þróttar og Ari Jónsson.