Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 45

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 45
ÞROTTUR 40 ára 45 Einn af þeim mönnum sem Halli Snorra krækti í og fékk til starfa var Óskar Pétursson, verk- stjóri í Vélsmiðjunni Héðni. Hon- um tókst að fá hann til að sitja í mótanefnd, og áður en varði var Óskar kominn í fleiri verkefni fyrir félagið og allir vita hvert innlegg hans hefur verið til félagsmál- anna. Ég spyr Harald hvort störf hans fyrir félagið hafi ekki bitnað á vinnu hans og fjölskyldu. „Það getur vel verið, og áreið- anlega hefði ég getað unnið meira að mínu starfi við að mála hús. En ég sé ekki eftir neinum þeim tíma sem fór í Þrótt og það gerði fjöl- skyldan ekki heldur. Þó held ég að ég geti sagt að ég hafi varla unnið sómasamlega fyrir okkur. Ég tel hinsvegar að ég hafi líka þroskast mikið á að taka þátt í starfinu í Þrótti og ekki síður var það mikil- vægt að kynnast fjöldanum öllum af góðu fólki, sem enn í dag eru vinir mínir". Haraldur Snorrason var hinn eiginlegi fjármálaráðherra Þróttar á. tímum tómra kassa. En snilli hans og útsjónarsemi var við brugðið og ævinlega stóð Þróttur í skilum. Hinsvegar voru ósann- gjarnar kröfur látnar lönd og leið, t.d. himinhár rafmagnsreikningur fyrir Braggann við Ægissíðu, sem kom tveim árum eftir að hann hafði verið rifinn! í fyrsta skiptið sem Þróttur reyndi að hafa sölutjald á 17. júní á Arnarhóli, var Halli þar mættur með fjölskyldutjaldið, og mokaði saman peningum fyrir félagssjóð- inn. Síðar var félagið með allt að 3 tjöld á þjóðhátíðinni og hafði Ósk- ar Pétursson þá nýtt sér iðnþekk- ingu sína og slegið saman járn- grindum, sem ldæddar voru segl- dúkum. í Bragganum var um- fangsmikil sælgætissala, og eftir skemmtanir þar sáust menn rog- ast með ölkassa og sælgæti upp brekkuna drjúggóðan spöl að Fálkagötu 36, þar sem birgðirnar voru í öruggri vörslu Eyjólfs Jóns- sonar. „Allt gekk þetta út á að halda lífi í félaginu. Mér fannst það verða best gert með því að hugsa sem mest um yngri flokkana. Við stóð- um fljótlega fyrir utanlandsferð- um hinna yngri. Þetta örvaði starf- ið stórkostlega og hélt flokkunum saman. Mér fannst seinna, eða sumarið 1959, að þetta hefði laun- að sig, því þá fór félagið upp í 1. deild í knattspyrnunni, tíu ára gamalt. Það var virkilega ánægju- legur sigur", segir Haraldur. Halli rifjar upp að félagsstarfið var ekki allt í gamla Bragganum við Ægissíðu, enda átti fyrir hon- um að liggja að verða rifinn og samdi Haraldur þá við borgaryfir- völd að félagið fengi í staðinn all- stórt hús sem þurfti að flytja frá Grensásvegi. Þetta hús varð næsta félagsheimili Þróttar við Sæviðar- sund, þegar flutt var þangað. Annar vettvangur félagsstarfs- ins var Café Höll við Austurstræti. Þangað vöndu eldri félagar komur sínar og lögðu undir sig stóra hluta þessa ágæta veitingastaðar. Þar komu saman leikmenn og stjórnarmenn og þar var rætt sam- an um félagsmálin löngum stund- um. Sambandið á milli yngri mannanna og þeirra eldri og vitr- ari var því afbragðs gott. Þar voru líka haldnir fundir af ýmsu tagi, t.d. töflufundur meistaraflokks 1959, þegar framundan var úr- slitaleikur í 2. deild við ísafjörð. Þar hélt Albert Guðmundsson sína fyrstu ræðu, - og eftir það var hann nánast óstöðvandi og hellti sér fljótlega í störf fyrir KSÍ og síðar pólitflana. Albert hafði þá tekið að sér fyrir Frímann Helgason að sjá um þjálfun liðsins síðustu æfing- arnar fyrir úrslitaleikinn og að stjórna liðinu í leiknum. Þetta gerði Albert með mikilli prýði, og raunar voru þjálfunarhæfileikarn- ir í öfugu hlutfalli við þessa frum- raun hans í ræðumennsku. Þá er rétt að minnast á þá að- stöðu sem Þróttur fékk til funda- halda í Grófinni 1 um tíma. Har- aldur hafði krækt í enn einn starfs- fúsan og góðan félaga, Börge Jóns- son, matreiðslumeistara. Börge er fæddur Dani og starfaði með sam- tökum danskra hér á landi og hjá þeim fékk Þróttur inni með félags- starf í Grófinni. Var það ómetan- legt eins og þá stóð á um 1960 því félagið var þá orðið húsnæðislaust að mestu. „Þessi fyrstu ár Þróttar voru með talsvert öðrum blæ en núna er, fólk hafði ekki eins mikið handa á milli. En það sem skipti máli var að fólkið var ánægt. Það gerði ekki eins miklar kröfur og það gerir í dag, en það var hægt að gera flestum til geðs", segir Har- aldur. Störf Haraldar fyrir Þrótt sner- ust ekki öll um peningasöfnun, búninga og bolta. Hann gerðist fulltrúi félagsins í Knattspyrnu- ráði Reykjavíkur og í varastjórn Knattspyrnusambands íslands sat hann í 18 ár, og var þar ekki síður góður kraftur en með félagi sínu. Haraldur hefur verið heiðraður af Þrótti og mörgum samtökum íþróttamanna, hefur t.d. fengið gullmerki með lárviðarsveig frá ISÍ, KSÍ og KRR. „Ég hef fengið mikið út úr starfi mínu með knattspyrnumönnun- um, og meiri heiður en mér bar", sagði Haraldur af sínu alkunna lít- illæti. Eftir 14 ára starf fyrir knatt- spyrnudeild Þróttar, setu í aðal- stjórn og formennsku í félaginu auk ótal annarra starfa, lét Harald- ur af störfum. Hann hafði orðið fyrir því slysi að falla úr stiga við vinnu sína og missti upp úr því annan fótinn. Haraldur lét þó ekki bugast og fer allra sinna ferða. Lengi starfaði hann sem húsvörð- ur við Vogaskóla og Hagaskóla, allt til 70 ára aldurs. Til að fagna starfslokum fór Haraldur með allt sitt fólk til Lundúna í skemmtiferð. Þar varð hann veikur af gallstein- um en hefur jafnað sig af þeim sjúkdómi. Halli Snorra er sannarlega ekki laus undan áhrifavaldi Þróttar og fylgist gjörla með gangi mála. Heima hjá honum er að sjá fjöl- margt sem minnir á starf braut- ryðjandans, sem vann að því að halda litlu félagi á lífi fyrstu og erfiðustu æviár þess. Þróttarar, ungir sem gamlir, eru hinsvegar þakklátir Haraldi og hans fjölskyldu fyrir að hafa tekið litla Þrótt upp á arma sína, þegar félagið var lítils megnugt. ÍÞRÓTTAFATNAÐUR mitre BOLTAR - BÚNINGAR HOFFELL SF. ÁRMÚLA 36 - SlMAR: 83830 og 82166

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.