Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 53

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Qupperneq 53
ÞROTTVR 40 ára 53 um allt frá 800 metrum og upp í 5 kílómetra og vann 3 gullverð- laun". Bill kom til síns heimalands með ágætis meðmælabréf frá nafnkunnum fyrirmönnum í ensku knattspyrnunni. Hann átti bara að banka upp á hjá Charlton Athletics, því fræga 1. deildarfé- lagi, og leggja fram bréfið. Þá átti hann að fá reynslutíma með félag- inu. En Bill lagði aldrei fram slík oréf og fór hvergi, fyrr en hann yfirgaf Skotland til að verða ís- lendingur. Já, Bill var alltaf hlédrægur og feiminn. Þróttur á þessum ein- kennum hans mikið að þakka. Annars hefði hann án efa orðið atvinnumaður í 1. deild í Englandi fljótlega eftir stríð, en ekki sá mikli og nafntogaði Þróttari sem hann varð. Það gekk ekkj alveg þrautalaust að fá Bill viðurkenndan sem knatt- spyrnumann á íslenskum mótum. Það kom í ljós að hann var at- vinnumaður samkvæmt áhuga- mannareglum ÍSÍ. Stóð í stappi vegna þessa í 5-6 mánuði þar til hann fékk loks leyfi til að leika sem áhugamaður. En 28 ára gamall hóf Bill sinn feril sem knattspyrnu- maður í Þrótti, á sama aldri og flestir eru að hætta. Það hlýtur að vera einstakt og algjört met! Þessi ferill hans var glæsilegur og oft heyrðist á það bent að væri Bill íslendingur, þá væri hann í lands- liði íslands. Bill sló líka annað met, hann hætti ekki að leika fyrr en 44 ára gamall og var þá sem fyrr létt- ur og leikinn, en geysiharður í horn að taka þótt ekki virtust lík- amsburðirnir miklir. „Mér gekk ekkert vel að hætta. Ég var hættur að æfa að nokkru viti, og það fór auðvitað í taugarn- ar á okkar ágæta þjálfara, Guð- mundi Guðmundssyni í Fram. Hann hafði orð á þessu við mig og ég skildi hann vel, og vildi frekar hætta en að stunda miklar æfing- ar. En strákarnir í liðinu „stræk- uðu" algjörlega á að ég yrði settur út úr liðinu, svo Guðmundur var í stökustu vandræðum. Ég hætti svo loksins alveg og slitnaði að mestu úr tengslum við starfið í Þrótti. Ég fylgist bara með blöðun- um hvernig Þrótti vegnar, og ég verð að segja að mér líst ekki nógu vel á gengi félagsins um þessar mundir. Núna þarf að gera stórá- tak til að reisa félagið við". Bill var nokkrum sinnum val- inn í Reykjavíkurúrval, var fyrir- liði pressuliðs gegn landsliði, sem tapaði naumlega fyrir landsliðinu. í einum leikjanna, Reykjavík gegn Hafnarfirði, sagðist Bill hafa kynnst skapinu í Albert Guð- mundssyni, sem varð ergilegur og reiður út í fyrirliða Reykjavíkur- liðsins, sem var Bill. Albert gekk svo langt að reyna að slá Bill og kallaði hann „helvítis litla Skot- ann". Guðjón Einarsson, sá prúð- mannlegi dómari hótaði að reka Albert af velli, og róaðist hann þá heldur. Bill segir hinsvegar að Al- bert hafi verið stórbrotinn knatt- spyrnumaður, og svo góður að enn þann dag í dag muni menn í Skotlandi eftir Albert sem knatt- spyrnumanni með Glasgow Ran- gers. „Ég spilaði víst alltaf nokkuð fast, en reyndi að vera löglegur. Einu sinni kallaði frægur atvinnu- maður á mig í leik með flughern- um: Watch my legs! En einn ná- unginn í mínu liði svaraði af bra- gði: Don't listen to him, Jock! Jock er svona viðurnefni sem notað er á Skota. Bill var mikill og góður félagi mun yngri liðsmanna í Þrótti, hægur maður en laus við feimni í þeirra hópi, hláturmildur og góð- gjarn. Hann var alltaf „jafnaldri" hinna strákanna og raunar rak undirritaðan í rogastans, þegar hann uppgötvaði að Bill, sem reynar heitir Baldur Ólafsson eftir að hann varð íslenskur ríkisborg- ari, er orðinn 68 ára gamall, hættur að starfa hjá sínu gamla fyrirtæki, og sinnir nú sínu heimili og áhugamálum. En Bill reyndist sá sami sómamaður og fyrr, léttur og kátur og sérlega skemmtilegur viðræðu. Þessum manni á Þróttur mikið að þakka. J.B.P. ÍÞRÓTTAFATNAÐUR miire BOLTAR - BÚNINGAR HOFFELL SF. ARMÚLA 36 - SlMAR: 83830 og 82166 Meistaraflokkur Þróttar 1959, - Bill er annar frá vinstri í fremri röö, fyrirliöi liösins, sem þetta ár vann 2. deildina glæsilega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.