Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 6

Morgunblaðið - 22.07.2021, Side 6
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Górilla vöruhús var stofnað fyrir þremur árum. Síðastliðna tólf mánuði hefur fyrirtækið afgreitt um 50 þús- und vörur í gegnum kerfi sitt. Egill Fannar Halldórsson stofnaði fyrir- tækið í félagi við Daníel Pétursson fyrir þremur árum og segir hann að vöxtur fyrirtækisins hafi verið hrað- ur. Reksturinn hafi verið þungur í fyrstu en með aukinni stærðar- hagkvæmni vænkist hagur fyrir- tækisins til muna. Miklar breytingar standa yfir Egill Fannar er gestur Dagmála þar sem hann ræðir stofnun fyrir- tækisins og þær breytingar sem eru að verða með aukinni netverslun um heim allan. Á síðustu 12 mánuðum hefur Górilla vöruhús afgreitt um 44.000 pantanir viðskiptavina um 50 íslenskra netverslana sem fyrirtækið þjónustar. Spurður út í vöxtinn á komandi 12 mánuðum er Egill ómyrkur í máli. „Þær verða alla vega 100 þúsund, alveg klárt.“ Þótt ekkert sambæri- legt vöruhús sé í rekstri hér á landi segir Egill að samkeppnin komi. Þá sé hún einnig til staðar erlendis. Hann hafi tekið eftir því að kröfur um hátt þjónustustig fari vaxandi og að þar sæki fyrirtækið fram. Mikilvægt sé að afgreiða pantanir samdægurs og að netverslanir sem bjóði upp á af- greiðslu innan tveggja til þriggja daga komi illa út í samanburði við þau fyrirtæki sem hlaupi hraðar. Þar hafi íslensk netverslun þrátt fyrir allt samkeppnisforskot á erlendu risana sem sendi vörur sínar yfir hafið. Afgreiðslum mun fjölga um 127% á næstu 12 mánuðum - Stofnandi Górilla vöruhúss segir þjónustustigið vaxandi Dagmál Egill Fannar Halldórsson er einn eigenda Górillu. 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Hlaupahjól semer byggt til að endast.Með fjöðrun á bæði fram- og afturdekki. Öryggi er einnig í fyrirrúmimeð lýsingu að framanog aftan. InvictaMicroMerlin Verð frá: 109.990kr. VefverslunBL Frábært úrval af aukahlutum, ferðabúnaði, gjafavörum og rafhjólum í nýrri vefverslun okkar. Kíktu á úrvalið áwww.bl.is/vefverslun BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Farþegaskipið NG Endurance er í jómfrúarferð til Íslands og kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Var tekið á móti skipinu með viðhöfn og Haki myndaði tignarlegar sjóbunur. Skipið liggur við Faxagarð í Gömlu höfninni. Í dag klukkan 17 verður athöfn á vegum skipafélagsins Lindblad Expeditions þegar skipinu verður gefið nafn. Slík athöfn hefur einu sinni áður verið haldin hér. Hinn 10. júní 2018 var nýju skipi útgerðarinnar Ponant Explores, Le Lapé- rouse, gefið nafn í Hafnarfjarðarhöfn. NG Endurance var smíðað árið 2020 og siglir undir fána Bahamaeyja. Skipið er 12.786 brúttótonn, 125 metra langt og 22 metra breitt. Það mun sigla hringinn í kringum Ísland og hafa viðkomu á nokkrum áfangastöðum. Áhöfn NG Endur- ance er bólusett sem og farþegarnir. Þeir munu koma hingað í gegnum Keflavíkurflugvöll. sisi@mbl.is Ljósmynd/Faxaflóahafnir Farþegaskipi gefið nafn hér Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Þrjár vikur eru liðnar frá því að aur- skriða féll úr vegbrún á tvö hús við Laugarveg í Varmahlíð í Skagafirði. Talsvert tjón varð á húsunum en til- viljun réð því að enginn var heima þegar skriðan féll. Íbúar í Varmahlíð óskuðu eftir að stjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar héldi með þeim fund og veitti upp- lýsingar um stöðu mála í kjölfar aurskriðunnar. Fundurinn átti að fara fram í gær en var frestað um óákveðinn tíma. Bryndís Rut Haraldsdóttir býr í öðru húsinu sem skriðan féll á. Hún segir frestun fundarins ekki leggj- ast vel í íbúa. „Fólk vill sjá svör og aðgerðir því það finnur fyrir óöryggi á svæðinu. Þetta er ekkert grín,“ segir hún í samtali við Morgunblað- ið. Bryndís Rut og maður hennar, Alex Már Sigurbjörnsson, voru bæði í vinnu þegar skriðan féll á húsið þeirra. Mikil vinna fór í að hreinsa húsið eftir aurskriðuna, að sögn Bryndísar. „Við þurftum að skipta út öllu gólfefni og innihurðum í íbúðinni. Þá fór svolítill raki inn í veggina svo við þurftum að klæða þá upp á nýtt. Við tókum líka niður innbyggða fata- skápa og hentum þeim,“ segir hún. Með góðri hjálp gátu Bryndís og Alex þó hreinsað nógu vel út úr hús- inu til að þau gætu flutt inn í það aftur. Bryndís er fyrirliði fótbolta- liðs Tindastóls í Pepsi Max-deild kvenna og komu samherjar hennar í liðinu henni og Alexi til hjálpar þeg- ar á reyndi. „Þeir hjálpuðu mér að tæma húsið, mála og taka dótið mitt einhvern veginn saman. Það munar um hvern mann í svona verkefni,“ segir Bryndís. Tjónið sem varð á húsinu er þó meira en við var að bú- ast að sögn hennar. „Það á eftir að taka allt gler á norðurhliðinni og mögulega eitthvað á austurhliðinni líka. Það rispaðist allt út af grjóti og svo brotnaði ein rúða. Það þurfti svo að háþrýstiþvo þetta allt og skipta um glerlista,“ segir Bryndís. „Svo þarf að mála húsið að utan því það komu rispur á það en það er bara eins og það er. Það er margt smátt sem tínist saman sem gerir þetta að svolítið stóru verki.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Páli Ingvarssyni, verkefna- stjóra á veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins Skagafjarðar, geng- ur hreinsunarstarf á svæðinu vel. „Grófhreinsun er lokið og uppbygg- ing, styrking og drenering hafin á svæðinu.“ Íbúar bíða svara frá sveitarfélaginu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hreinsunarstarf Hreinsað upp eftir aurskriðu sem féll á tvö hús í Varmahlíð. - Aurskriðan sem féll í Varmahlíð í lok júní olli miklu tjóni en hreinsunarstarf á svæðinu gengur vel - Upplýsingafundur með íbúum Varmahlíðar átti að fara fram í gær en var frestað um óákveðinn tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.